Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 18
8
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ
Islenzkct úrvalsliðið, sem sigraði Danina. Albert er þriðji frá hœgri i aftari röð.
Lengst til hœgri er Murdo McDougall.
Albert lék við Danina:
Sumarið 1945 kom Albert hingað til
landsins, eftir beiðni landsliðsnefndar-
innar, er valdi landslið okkar, sem
mæta átti Dönunum. Þótt Albert væri
eigi heill í fæti, sýndi liann frábæran
leik. í leik hans kom ekki hvað sízt í
ljós, liinn óskeikuli baráttuvilji hans,
sem aldrei brást leikinn út. Með bar-
áttuviljanum einum saman, sýndi AI-
bert einn hinn þýðingarmesta og bezta
eiginleika góðs knattspyrnumanns: „að
berjast og örfa samheldni liðs síns allt
til enda leiks, jafnt í blíðu sem striðu."
Albert sigrar fyrir Reykjavík.
Reykjavíkurliðið, sem valið var til
þess að leika við danska úrvalsliðið,
kom eins og kunnugt er öllum mjög á
óvart, er það sigraði Danina með 4
mörkum gegn 1. Frammistaða Alberts
Guðmundssonar i þessum leik var að
flestra dómi, einhver sú glæsilegasta er
sést hafði til þessa tíma hér á vellin-
um. Og þrátt fyrir það að Danirnir létu
tvo menn stanzlaust gæta hans (og
hinn þriðji var reiðubúinn að grípa
inn i), þá tókst þeim eigi að hindra Al-
bert i að skora 4 glæsileg mörk (eitt
dæmt off-side).
Þriðja markið, skoraði hann eftir að
Reykjavíkurliðið liafði byrjað á miðju,
og knötturinn hafði aðeins farið milli
tveggja Islendinga. Albert fékk knöttinn
út við liægra liorn vítateigs Dananna,
en á sömu sekúndu lá knötturinn í
vinstra horni Danamarksins, — Mark
þetta var gert svo snöggt, að hvorki á-
horfendur né leikmenn liöfðu áttað sig
á þvi hvað skeð liafði, fyrr en mark-
maður Dananna tók knöttinn úr mark-
inu.
Leikur Rcykjavíkurliðsins var sem
fyrr segir með hinum mestu ágætum, en
þó er ég viss um að enginn leikmanna
né annarra myndu móðgast, þó þeir
heyrðu sagt: Það var fyrst og fremst
Albert Guðnmndsson, sem sigraði fyrir
Reykjavik.
Albert fer aftur til Englands.
Eftir keppnina við Danina fór Al-
bert aftur til Glasgow, þar sem hann
dvaldi þó aðeins stuttan tíma, þar eð
hann hafði í hyggju að fara til London
og leggja stund á skipamiðlun við verzl-
unarskóla þar í borginni
Glasgow Rangers héldu honum
kveðjusamsæti áður en hann vfirgaf
borgina. Eftir samsætið mátti sjá eftir-
farandi klausa í skozku blaði:
..... Albert Guðmundsson frá íslandi,
hinn brögðótti og listræni leikmaður
Glasgow Rangers og einhver bezti knatt-
svyrnumaður, sem ég hefi séð, er á förum
til London. Hann mun leika þar með
íslensku knattspyrnuliði, sem er þar í
heimsókn, en að því loknu mun hann
stunda nám í skipamiðlun. Eg er viss
um að hann verður vart stiginn úr járn-
brautinni í London, er eitthvert Lundún-
arliðið fer á stúfana til að fá hann í lið
með sér. Albert er ennþá áhugamður, og
hefir með frammistöðu sinni og fram-
komu sinni unnið sér miklar vinsceldir..
í London lék Albert með islenzka
úrvalsliðinu er fór þangað haustið 1946
og keppti við áhugamannalið þar í
borginni. Eftir fyrsta leikinn, mátti sjá
eftirfarandi klausu í einu víðlesnasta
blaði borgarinnar, og má af henni sjá,
að skozki blaðamaðurinn hafði getið
sér rétt til.
Leggið nafn Alberts Guðmundssonar á
minnið, Lundúnarbúar góðir. Hann er
Tommy Lawton íslands, og strax og leyfi
hans til námsdvalar er fyrir hendi mun
Albert leika með knattspyrnufélagi i
London, skrifar Robert Finley.... „Al-
bert er enginn viðvanmgur í knattspyrnu.
Hann er 23 ára gamall haröur miðfram-
herji, sem hefir leikið fyrir Glasgow
Rangers, meðan hann var við nám í
Glasgow. — Félag hans í London verður
— hm — Glasgow Rangers mun sjá um
þaö og þeir segja ekki neitt....
Albert ákveður að leika með Arsenal.
Stuttu seinna bera Lundúnablöðin
þær fregnir að Albert Guðmundsson
ætli að gerast atvinumaður, en þar sem
erfitt var fyrir útlendinga að fá leyfi
til þess að gerast atvinnuknattspyrnu-
menn i Englandi, var óvíst hvort það
tækist. Eftirfarandi fregn skýrir sig
sjálf:
„Tommy Lowton Islands hugsar sér að
verða atvinnuleikmaður með Arsenál."
Albert Guðmundsson, sem er Tommy
Lawton fslands, hefir boðiö knattspyrnu-
félaginu Arsenal þjónustu sína. Ef leyfi
fœst, en það er vafasamt, — mun hann
leika með þeim sem atvinnumciður. En ef
þaö fæst ekki, þá sem áhugamaður.
Um það leyti sem islenzka úrvalslið-
ið var í London, var þar á keppnisferð