Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 40
30 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Pétur Jónsson: Sundmót Ægis Ari GuÖmundsson. Æ. fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 12 febr. s.l. Þetta fyrsta sundmót ársins gaf góðar vonir um það sem koma skal því alls voru sett 5 ný met, sem er met út af fyrir sig á einu og sama mótinu. Mesta athygli vakti met Siguröar Þingeyings í 400 m. bringusundi, því hann synti einn, en bætti þó fyrra metið um 10 sek. Helztu úrslit mótsins urðu þessi: 300 m. skriðsund karla: 1. Ari Guðmundsson, Æ, 3:47,6 mín (nýtt met); 2. Ól. Diðriksson, Á, 4:08,5 mín. 3. Theodór Diðriksson, Á, 4:25,9 mín. (5 keppendur). Ari hafði mikla yfirburði og synti með stórum og skriðmiklum tökum. Er hann auðsjáanlega í ágætri æfingu. — Bræðurnir Ólafur og Theodór syntu ekki í sama riðli. Fyrra metið var 3:51,9 mín., sett af Jónasi Halldórssyni 1939. 200 m. baksund karla: 1. Guðm. Ingólfsson, ÍR, 2:52,7 mín. (nýtt met); 2. Egill Halldórsson, ÍR, 3:10,9 min. 3. Rúnar Hjartarson, Á, 3:20,3 mín. Guðm. synti prýðisvel og liefir auð- sjáanlega lagt alúð við æfingarnar, enda bætti hann met Jónasar Halldórssonar frá 1939 um 3 sek. Er þetta fyrsta ís- landsmetið sem Guðmundur setur. Guðm. Ingólfsson, ÍR. 50 m. bringusund kvenna: 1. Þórdis Árnadóttir, Á, 43,8 sek.; 2. Anna Ólafsdóttir, Á, 43,8 sek,; 3. Lilja Auðunsdóttir, Æ, 43,8 sek. Að visu voru tilkynntir aðrir tímar í dagblöðunum, en það mun ekki vera rétt þar sem þeir tímar náðust í um- keppni um fyrsta sætið. Annars var þetta sund bæði skemmtilegt og óvenju- legt svo sem nú skal greina. Keppt var í 2 riðlum og skyldi tími ráða úrslitum um röð eins og venju- lega. Lilja vann fyrri riðilinn á 43,8 sek. sem er nýtt met og 1/10 sek. betra en met Sigriðar Jónsdóttur KR 1943. Síðari riðilinn vann Anna Ólafsdóttir, Á. á 43,8 sek., en önnur i þeim riðli var Þórdís Árnadóttir, Á á sama tíma. Síð- an voru þær allar þrjár látnar synda aftur um fyrsta sætið og vann þá Þór- dís á 43,3 sek., sein var nýtt met, Anna varð önnur á 43,0 sek. eða einnig undir fyrra meti Lilju, sem aftur á móti varð síðust á 44,4 sek. Síðara sundið var mjög jafnt og innbyrðis munur svipaður og áður, en þó var tímamunurinn gerður 3/10 og' 8/10 úr sek, en enginn í fyrra skiptið! Einkennilegast við þetta 50 m. bringusund kvenna var þó sá úrskurður dómaranna eða yfirdómarans að láta Þórdísi synda i umkeppninni, þótt þeir hafði nýlega verið búnir að dæma hana sjónarmun á eftir Önnu i riðlinum. Eg held að það standi í alþjóðareglum að umkeppnin megi aðeins fara fram milli þeirra, sem hafi orðið jafnir og því ekki mögulegt fyrir keppenda að komast í umkeppni um fyrsta sætið eftir að hafa verið viðurkenndur annar i riðli (jafn- vel þótt tími sé sami). Þórdís og Anna synda báðar vel, en Lilja mætti gjarna laga þann galla að taka olnbogann of mikið upp með síð- unum, því að þá bætir hún vissulega á- rangur sinn. 400 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, HSÞ, 5:57,7 mín. (nýtt met). Gamla metið var 0:07,0 mín. og átti Sigurður það sjálfur. Hér er um mikla og glæsilega framför að ræða, sem er sérstaklega athyglisverð fyrir Þórdís Árnadóttir, Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.