Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 40
30
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Pétur Jónsson:
Sundmót Ægis
Ari GuÖmundsson. Æ.
fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 12
febr. s.l.
Þetta fyrsta sundmót ársins gaf góðar
vonir um það sem koma skal því alls
voru sett 5 ný met, sem er met út af
fyrir sig á einu og sama mótinu. Mesta
athygli vakti met Siguröar Þingeyings
í 400 m. bringusundi, því hann synti
einn, en bætti þó fyrra metið um 10 sek.
Helztu úrslit mótsins urðu þessi:
300 m. skriðsund karla:
1. Ari Guðmundsson, Æ, 3:47,6 mín
(nýtt met); 2. Ól. Diðriksson, Á, 4:08,5
mín. 3. Theodór Diðriksson, Á, 4:25,9
mín. (5 keppendur).
Ari hafði mikla yfirburði og synti
með stórum og skriðmiklum tökum. Er
hann auðsjáanlega í ágætri æfingu. —
Bræðurnir Ólafur og Theodór syntu
ekki í sama riðli. Fyrra metið var 3:51,9
mín., sett af Jónasi Halldórssyni 1939.
200 m. baksund karla:
1. Guðm. Ingólfsson, ÍR, 2:52,7 mín.
(nýtt met); 2. Egill Halldórsson, ÍR,
3:10,9 min. 3. Rúnar Hjartarson, Á,
3:20,3 mín.
Guðm. synti prýðisvel og liefir auð-
sjáanlega lagt alúð við æfingarnar, enda
bætti hann met Jónasar Halldórssonar
frá 1939 um 3 sek. Er þetta fyrsta ís-
landsmetið sem Guðmundur setur.
Guðm. Ingólfsson, ÍR.
50 m. bringusund kvenna:
1. Þórdis Árnadóttir, Á, 43,8 sek.; 2.
Anna Ólafsdóttir, Á, 43,8 sek,; 3. Lilja
Auðunsdóttir, Æ, 43,8 sek.
Að visu voru tilkynntir aðrir tímar
í dagblöðunum, en það mun ekki vera
rétt þar sem þeir tímar náðust í um-
keppni um fyrsta sætið. Annars var
þetta sund bæði skemmtilegt og óvenju-
legt svo sem nú skal greina.
Keppt var í 2 riðlum og skyldi tími
ráða úrslitum um röð eins og venju-
lega. Lilja vann fyrri riðilinn á 43,8 sek.
sem er nýtt met og 1/10 sek. betra en
met Sigriðar Jónsdóttur KR 1943.
Síðari riðilinn vann Anna Ólafsdóttir,
Á. á 43,8 sek., en önnur i þeim riðli var
Þórdís Árnadóttir, Á á sama tíma. Síð-
an voru þær allar þrjár látnar synda
aftur um fyrsta sætið og vann þá Þór-
dís á 43,3 sek., sein var nýtt met, Anna
varð önnur á 43,0 sek. eða einnig undir
fyrra meti Lilju, sem aftur á móti varð
síðust á 44,4 sek. Síðara sundið var mjög
jafnt og innbyrðis munur svipaður og
áður, en þó var tímamunurinn gerður
3/10 og' 8/10 úr sek, en enginn í fyrra
skiptið! Einkennilegast við þetta 50 m.
bringusund kvenna var þó sá úrskurður
dómaranna eða yfirdómarans að láta
Þórdísi synda i umkeppninni, þótt þeir
hafði nýlega verið búnir að dæma hana
sjónarmun á eftir Önnu i riðlinum. Eg
held að það standi í alþjóðareglum að
umkeppnin megi aðeins fara fram milli
þeirra, sem hafi orðið jafnir og því ekki
mögulegt fyrir keppenda að komast í
umkeppni um fyrsta sætið eftir að hafa
verið viðurkenndur annar i riðli (jafn-
vel þótt tími sé sami).
Þórdís og Anna synda báðar vel, en
Lilja mætti gjarna laga þann galla að
taka olnbogann of mikið upp með síð-
unum, því að þá bætir hún vissulega á-
rangur sinn.
400 m. bringusund karla:
1. Sigurður Jónsson, HSÞ, 5:57,7 mín.
(nýtt met). Gamla metið var 0:07,0 mín.
og átti Sigurður það sjálfur. Hér er um
mikla og glæsilega framför að ræða,
sem er sérstaklega athyglisverð fyrir
Þórdís Árnadóttir, Á.