Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 50

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 50
40 IÞRÓTTABLAÐIÐ — Skíðaíþrottin — Nkíöask<»linn á Seljalandsdal yið ísafjarðarkaupstað. Þegar stríðið skall á 1939 og leiðir lokuðust til náms í Svíþjóð og Noregi og ekki var hægt að fá skíðakennara frá útlöndum, fóru nokkrir áhugamenn um skíðaíþróttir á ísafirði að hugsa um að stofna skíðaskóla. þetta áform varð að veruleika í þorralok 1943. Skólanum var komið fyrir í skíða- skála SkíSafélags ísafjarðar í Selja- landsdai, sem er dalverpi á hjalla í 400- 700 m. hæð fyrir sunnan Eyrarfjall, en í vestur frá Skutulsfirði. — Landslag er þarna mjög breytilegt og snjóalög fram á sumar. Þeir, sem stóðu að þessari skólastofn- un réðust í vegagerð af þjóðveginum meðfram Skutulsfirði og hættu eigi, þrátt fyrir torfærur og bratta, fyrr en vegur var kominn upp á hjallann. — Einnig endurbættu þeir skálann. Skóla- stjóri og kennari skólans var ráðinn Guðmundur Hallgrímsson frá Grafargili í Valþjófsdal við Önundarfjörð. Guðmundur hafði ungur lært á skið- um og ávalt iðkað skíðaíþróttir. Hann hafði dvalið i Svíþjóð við skíðanám og hafði þegar fyrir nokkra reynslu sem skiðakennari. Siðan hefir Guðmundur veitt skólanum forstöðu. Hann fór á ný til Svíþjóðar veturinn 1945 og kynnti sér nýjungar í skíðakennslu og rekstur skíðaskóla. Naut hann slíkrar tiltrúar hjá sænska skíðasambandinu, að honum var falið að kenna á skíðanámskeiði á vegum þess. Alls hafa dvalið við nám í skólanum 42 nemendur. 1943: 4 nemendur og luku allir skíða- kennaraprófi. 1944: 7 nemendur, sem allir luku prófi. 1945: 11 nemendur, en 5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar af þrjár stúlkur, 4 nemendur luku prófi. 1947: 9 nemendur, þar af 3 stúlkur, 3 nemendur luku prófi. Skólinn hefir starfað i 1 % mánuð ár- lega og venjulega hefir starfstímanum verið þannig fyrir komið, að nemendur hafa verið þátttakendur í skiðavikunni um páskana. Áhrifa frá skólanum gætir Ouömundur Hcillgrímsson. þegar víða. Nemendur frá honum hafa blásið áhuga i skíðaiðkanir t. d. i Strandasýslu (Arngrímur Ingimundar- son) á Austfjörðum (Stefán Þorleifsson og Óskar Ágústsson, en Gunnar Ólafs- son var þar fyrir) Menn, sem eftir skóladvöl hafa vakið á sér athygli í skíðaíþróttum, eru t. d. Stefán P. Kristjánsson i Reykjavík, Ás- geir Eyjólfsson i Ileykjavik. íþrótta- kennarar, sem dvalið liafa á skólanum, eru Vignir Andrésson i Reykjavík, Stefán Þorleifsson frá Neskaupstað, Óskar Ágústsson við Laugaskóla, Gutt- ormur Sigurbjörnsson á Isafirði. Nú hefir verið ákveðið, að skólinn taki til starfa í febrúar og starfi i 1% mánuð, Skálinn hefir verið endurbættur, t. d. hefir hann verið raflýstur, olíukynntum ofnum komið fyrir i öllum herbergjum og sum herbergjanna verið einangruð betur. Nægar birgðir af olíu og kolum eru þegar komnar til skálans. Hvert íþrótta- og ungmennafélag á landinu ætti að kappkosta að senda nemendur til náms í skólann, svo að á hverjum tíma eigi hvert félag einhvern félagsmann, sem kann að leiðbeina um skíðaiþróttir. Sum félög hafa þegar gert þetta og má þar til nefna Glímufélagið Ármann í lleykjavík og íþróttafélag Reykjavík- ur. Kennurum við skóla var boðin þátt- taka í skíðanámi í júnímánuði 1947, en úr þessu námskeiði varð ekki, vegna ó- nógrar þátttöku. Mun vérða reynt að koma á slíku námskeiði á komandi vori og er þá vonandi að kennarar og aðrir notfæri sér þetta námskeið til þess að auka við kunnáttu sína og getu á skíð- um og eins sér til hressingar Dvöl i skólanum i 1 Vz mánuð kostar um kr. 600.00 (fæði, viðlega og kennsla). (Frá íþróttafulltrúa). Ntórhríðarmótið á Akureyri. Mótið hófst 8. febr. með keppni i skíðastökki og lauk næsta sunnudag 15. febr. með keppni í bruni og svigi. Helztu úrslit urðu þessi: Stökk (a og b fl.): 1. Albert Þorkelsson, KA. 197,4 stig (26 og 26 m.); 2. Pétur Þorgeirsson, KA 193,8 stig (25 og 26 m.); 3. Björn Halldórsson, Þór 180,8 stig (21(4 og 25 m.). Þórarinn Guðmundsson, MA, átti lengsta stökkið, 30 m., en féll i hinu. Yngri flokkur. 1. Jón Kr. Vilhjálmsson, Þór 194 st. (24 og 26 m.); 2. Bergur Eiríksson, KA 154 stig (28y2 og 29 fall); 3. Bald- vin Haraldsson, Þór 141,5 stig (fall og 26,5). Svig stúlkna. 1. Unnur B. Árnadóttir, ÍGA, 31,4 sek.; 2. Björg Finnbogadóttir KA, 35,7 sek.; 3. Sigurveig Jónssdóttir, ÍGA, 41,6 sek. Brun stúlkna. 1. Unnur B. Árnadóttir, ÍGA 42,5 sek.; 2. Björg Finnbogadóttir, KA, 50,6 sek.; 3. Sigurveig Jónsdóttir, ÍGA, 52,8 sek. Brun karla. A-flokkur: 1. Jón Vilhjálmsson, Þór, 85 sek.; 2. Eggert Steinsen, KA, 94 sek.; 3. Mikael Jóhannesson, Þór, 100 sek. B-flokkur: 1. Magnús Ágústsson, MA, 103 sek.; 2. Birgir Sigurðsson, Þór, 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.