Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 50
40
IÞRÓTTABLAÐIÐ
— Skíðaíþrottin —
Nkíöask<»linn
á Seljalandsdal yið ísafjarðarkaupstað.
Þegar stríðið skall á 1939 og leiðir
lokuðust til náms í Svíþjóð og Noregi
og ekki var hægt að fá skíðakennara
frá útlöndum, fóru nokkrir áhugamenn
um skíðaíþróttir á ísafirði að hugsa um
að stofna skíðaskóla. þetta áform varð
að veruleika í þorralok 1943.
Skólanum var komið fyrir í skíða-
skála SkíSafélags ísafjarðar í Selja-
landsdai, sem er dalverpi á hjalla í 400-
700 m. hæð fyrir sunnan Eyrarfjall, en
í vestur frá Skutulsfirði. — Landslag er
þarna mjög breytilegt og snjóalög fram
á sumar.
Þeir, sem stóðu að þessari skólastofn-
un réðust í vegagerð af þjóðveginum
meðfram Skutulsfirði og hættu eigi,
þrátt fyrir torfærur og bratta, fyrr en
vegur var kominn upp á hjallann. —
Einnig endurbættu þeir skálann. Skóla-
stjóri og kennari skólans var ráðinn
Guðmundur Hallgrímsson frá Grafargili
í Valþjófsdal við Önundarfjörð.
Guðmundur hafði ungur lært á skið-
um og ávalt iðkað skíðaíþróttir. Hann
hafði dvalið i Svíþjóð við skíðanám og
hafði þegar fyrir nokkra reynslu sem
skiðakennari. Siðan hefir Guðmundur
veitt skólanum forstöðu. Hann fór á ný
til Svíþjóðar veturinn 1945 og kynnti
sér nýjungar í skíðakennslu og rekstur
skíðaskóla. Naut hann slíkrar tiltrúar
hjá sænska skíðasambandinu, að honum
var falið að kenna á skíðanámskeiði á
vegum þess.
Alls hafa dvalið við nám í skólanum
42 nemendur.
1943: 4 nemendur og luku allir skíða-
kennaraprófi. 1944: 7 nemendur, sem
allir luku prófi. 1945: 11 nemendur, en
5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar
af þrjár stúlkur, 4 nemendur luku prófi.
1947: 9 nemendur, þar af 3 stúlkur, 3
nemendur luku prófi.
Skólinn hefir starfað i 1 % mánuð ár-
lega og venjulega hefir starfstímanum
verið þannig fyrir komið, að nemendur
hafa verið þátttakendur í skiðavikunni
um páskana. Áhrifa frá skólanum gætir
Ouömundur Hcillgrímsson.
þegar víða. Nemendur frá honum hafa
blásið áhuga i skíðaiðkanir t. d. i
Strandasýslu (Arngrímur Ingimundar-
son) á Austfjörðum (Stefán Þorleifsson
og Óskar Ágústsson, en Gunnar Ólafs-
son var þar fyrir)
Menn, sem eftir skóladvöl hafa vakið
á sér athygli í skíðaíþróttum, eru t. d.
Stefán P. Kristjánsson i Reykjavík, Ás-
geir Eyjólfsson i Ileykjavik. íþrótta-
kennarar, sem dvalið liafa á skólanum,
eru Vignir Andrésson i Reykjavík,
Stefán Þorleifsson frá Neskaupstað,
Óskar Ágústsson við Laugaskóla, Gutt-
ormur Sigurbjörnsson á Isafirði.
Nú hefir verið ákveðið, að skólinn
taki til starfa í febrúar og starfi i 1%
mánuð,
Skálinn hefir verið endurbættur, t. d.
hefir hann verið raflýstur, olíukynntum
ofnum komið fyrir i öllum herbergjum
og sum herbergjanna verið einangruð
betur. Nægar birgðir af olíu og kolum
eru þegar komnar til skálans.
Hvert íþrótta- og ungmennafélag á
landinu ætti að kappkosta að senda
nemendur til náms í skólann, svo að á
hverjum tíma eigi hvert félag einhvern
félagsmann, sem kann að leiðbeina um
skíðaiþróttir.
Sum félög hafa þegar gert þetta og
má þar til nefna Glímufélagið Ármann
í lleykjavík og íþróttafélag Reykjavík-
ur.
Kennurum við skóla var boðin þátt-
taka í skíðanámi í júnímánuði 1947, en
úr þessu námskeiði varð ekki, vegna ó-
nógrar þátttöku. Mun vérða reynt að
koma á slíku námskeiði á komandi vori
og er þá vonandi að kennarar og aðrir
notfæri sér þetta námskeið til þess að
auka við kunnáttu sína og getu á skíð-
um og eins sér til hressingar
Dvöl i skólanum i 1 Vz mánuð kostar
um kr. 600.00 (fæði, viðlega og kennsla).
(Frá íþróttafulltrúa).
Ntórhríðarmótið
á Akureyri.
Mótið hófst 8. febr. með keppni i
skíðastökki og lauk næsta sunnudag
15. febr. með keppni í bruni og svigi.
Helztu úrslit urðu þessi:
Stökk (a og b fl.):
1. Albert Þorkelsson, KA. 197,4 stig
(26 og 26 m.); 2. Pétur Þorgeirsson,
KA 193,8 stig (25 og 26 m.); 3. Björn
Halldórsson, Þór 180,8 stig (21(4 og
25 m.). Þórarinn Guðmundsson, MA,
átti lengsta stökkið, 30 m., en féll i hinu.
Yngri flokkur.
1. Jón Kr. Vilhjálmsson, Þór 194 st.
(24 og 26 m.); 2. Bergur Eiríksson,
KA 154 stig (28y2 og 29 fall); 3. Bald-
vin Haraldsson, Þór 141,5 stig (fall og
26,5).
Svig stúlkna.
1. Unnur B. Árnadóttir, ÍGA, 31,4 sek.;
2. Björg Finnbogadóttir KA, 35,7 sek.;
3. Sigurveig Jónssdóttir, ÍGA, 41,6 sek.
Brun stúlkna.
1. Unnur B. Árnadóttir, ÍGA 42,5 sek.;
2. Björg Finnbogadóttir, KA, 50,6 sek.;
3. Sigurveig Jónsdóttir, ÍGA, 52,8 sek.
Brun karla.
A-flokkur: 1. Jón Vilhjálmsson, Þór,
85 sek.; 2. Eggert Steinsen, KA, 94 sek.;
3. Mikael Jóhannesson, Þór, 100 sek.
B-flokkur: 1. Magnús Ágústsson, MA,
103 sek.; 2. Birgir Sigurðsson, Þór, 104