Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 5
Kjörnefnd: Jens Guðbjörnsson Sigurður Helg-ason Aage Schiöth. Fjárhagsnefnd: Gunnlaugur J. Briem, Hermann Sigtryggsson, Björgvin Schram, Andreas Bergmann, Jón M. Guðmundsson. Allsherjarnefnd: Guðjón Ingimundarson, Gunnar Sigurðsson, Jóhannes Sigmundsson, Þór Hagalín, Þöroddur Jóhannsson. Laganefnd: Sigurgeir Guðmannsson, Böðvar Pétursson, Jón Egilsson. Iþróttanefnd: Kristján Ingólfsson, Sigurjón Þórðarson, Jónas Jónsson, Einar Sæmundsson, Hafsteinn Þorvaldsson. Síðasta mál á dagskrá fyrri dags var svo skýrsla íþróttamerkjanefnd- ar, sem Jens Guðbjörnsson, formaður nefndarinnar flutti, en hann notaði tækifærið til þess að afhenda fyrsta gullmerki, sem unnið hefur verið til, frá því keppni um íþróttamerkið hófst. Er það Sigurður R. Guðmundsson, skólastjóri á Leirá, sem til þess hef- ur unnið, en auk þess hefur hann unnið mikið starf að útbreiðslu merkisins, þar sem til 144 af 454 merkjum, sem unnið hefur verið tii á árunum 1963—1965, var unnið undir handarjaðri Sigurðar, meðan hann var skólastjóri á Núpi. Hrópaði þingheimur ferfalt húrra fyrir Sigurði, og fannst mér hann vissulega eiga það skilið. Um kvöldið sátu þingfulltrúar kvöldverðarboð bæjarstjórnar Isa- fjarðar í Sjálfstæðishúsinu, en veizlu- stjóri var nýkjörinn bæjarstjóri, Jó- hann Einvarðsson, sem er okkur Reykvíkingum að góðu kunnur sem íþróttamaður og framámaður í reyk- vísku íþróttalífi. Að þeirri veizlu lokinni var þing- fulltrúum boðið að skoða sögusýn- ingu og byggðasafn þeirra Isfirð- inga, og gerðu menn góðan róm að, því að þar var margan þann hlut að sjá, sem kom spanskt fyrir sjónir og ekki var auðvelt að átta sig á, til hvers hefði verið notaður, en Is- firðingar voru allir af vilja gerðir að greiða úr spurningum og fáfræði okkar komumanna. Þeir, sem í nefndum sátu, máttu þó flestir verða af þessari skemmt- un, þar sem þeim höfðu verið fengin mikil verkefni, sem ljúka varð þá um kvöldið og nóttina, því að fund- ur skyldi að nýju hefjast árla næsta morgun. Þingfulltrúum hafði verið fenginn svefnstaður í þremur hópum. Gistu nokkrir á Hótel Mánakaffi, aðrir hjá. Hjálpræðishernum, en þriðji hópur- inn í Húsmæðraskólanum Ósk. Ekki bar á öðru en menn væru ánægðir með sína gististaði, bæði fyrir og eftir gistingu, nema hvað fulltrúum Suður-Þingeyinga féll ekki alls kostar að vera valinn stað- ur sínum á hverjum gististað, en það sjónarmið réði niðurröðun, að full- trúar hinna ýmsu sambanda gætu sem mest blandað geði saman. Lái þeim samheldnina hver sem vill, en ég held, að með smá tilhliðrun hafi verið komið í veg fyrir þennan hjóna- skilnað. Sunnudagsmorguninn var árla ris- ið úr rekkju, því eins og sæmdi íþróttaþingmönnum, höfðu allmargir óskað eftir að geta stundað íþrótt sína, áður en þingfundur hæfist að nýju, og ekki stóð á ísfirðingum, sundhöll þeirra stóð okkur opin til frjálsra afnota klukkan 8 að morgni. Meira að segja var leitað um húsið hátt og lágt, unz fundin varð nógu víðáttumikil sundskýla á undirrit- aðan. Til sunds mættu m. a. forseti l.S.l. og heiðursforseti I.S.I., íþróttafulitrúi og fleiri æruverðir íþróttaleiðtogar, að ógleymdum formanni Sundsam- bandsins, sem mér fannst unun að sjá sýna það gamla hliðarsund, hvað ég get verið Erlingi sammála um, að synd sé, ef alveg niður leggst. Sundsprettirnir sögðu til sín við morgunverðarborðið, en að morgun- verði loknum hófst þingfundur á ný klukkan um það bil hálf tlu. Voru nú tekin fyrir fjárhagsáætlun Fulltrúar á íþróttaþingi Frá Iþróttábandalagi ATcureyrar: Jónas Jónsson, Jens Sumarliðason, Hermann Sigtryggsson. Frá Héradssambandi S.-Þingeyinga: Sigurður Jónsson, Kolbrún Bjarnadóttir. Frá TJngmenna- og íþróttasambandi Austurlands: Kristján Ingólfsson, Magnús Stefánsson, Elma Guðmundsdóttir, Þórarinn Sveinsson. Frá Héraðssambandinu Skarphéðni: Sigurður Greipsson, Eggert Haukdal, Hafsteinn Þorvaldsson, Björn Sigurðsson, Jóhannes Sigmundsson. Frá Iþróttabandál. Vestmannaeyja: Stefán Runólfsson, Kristinn Sigurðsson. Frá Iþróttabandalagi Suðurnesja: Alfreð G. Alfreðsson. Frá Iþróttábandál. Hafnarfjarðar: Jón Egilsson, Ögmundur Haukur Guðmundsson. Frá Knattspyrnusambandi Islands: Björgvin Schram, form. KSl. Frá Frjálsíþróttasambandi Islands: Ingi Þorsteinsson, form. FRl. Frá Glímusambandi Islands: Kjartan Bergmann Guðjónsson, form. GLÍ. Frá Körfuknattleikssamb. Islands: Þráinn Scheving. Frá Handknattleikssamb. Islands: Axel Sigurðsson. Frá Skíðasambandi Islands: Stefán Kristjánsson, form. SKl. Frá Sundsambandi Islands: Erlingur Pálsson, form. SSl. 173

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.