Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 9
Þingsetningarræða Gísla Halldórssonar á Iþróttaþingi 1966 Virðulegir þingfulltrúar og gestir. Fyrir hönd framkvæmdastjórnar ISl leyfi ég mér að bjóða alla þing- fulltrúa velkomna til 48. íþróttaþings. Sérstaklega vil ég bjóða alla gesti þingsins velkomna, en þeir eru: Björgvin Sighvatsson, forseti bæjar- stjórnar Isafjarðar, Benedikt G. Waage, heiðursforseti iSl, Birgir Kjaran, formaður Olympíunefndar Islands, Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, Benedikt Jakobsson, for- maður fræðsluráðs, svo og Sambands- ráðsfulltrúar fSl, íþróttafréttaritarar blaða og útvarps. Iþróttaþingið er sérstaklega haldið hér á Isafirði í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðar- ins og vil ég færa öllum Isfirðingum beztu árnaðaróskir í tilefni af þess- um merku tímamótum. Iþróttaþing eru nú haldin á tveggja ára fresti og því ávallt mörg mál, er varða framtíðarstarfið, sem rædd eru á þingum okkar. Enda er það hlutverk sérhvers þings að marka stefnuna fyrir komandi ár. Á milli þinga hefur svo verið tekinn upp sá háttur að framkvæmdastjórnin hefur haldið fundi með sambandsráðsfull- trúum og öllum formönnum héraðs- sambandanna. Þessir fundir hafa gefið ágæta raun og styrkt fram- kvæmdastjórnina í starfi, auk þess, sem fulltrúar hafa verið einhuga um að fundir þessir væru mjög þarfleg- ir fyrir hreyfinguna í heild. Þar hef- ur gefizt gott tóm til þess að ræða hin einstöku mál, og hefur ávallt komið fram vilji fundanna, þótt ekki hafi verið um bindandi samþykktir að ræða. Við erum þegar farnir a’ö hugsa fyrir verkefni næsta for- mannafundar, eins og við köllum fundina, en bað tel ég að eigi að vera fjármál íþróttahreyfingarinnar. En að því mun ég koma síðar. Nýlega er lokið við skýrslu um íþróttastarfið í landinu. Kemur þar glögglega fram að starfið fer sífellt vaxandi og hefur gengið á margan hátt ágætlega á sl. ári. Sérstaklega er það fagnaðarefni að enn hefur Gísli Halldórsson, forseti I.S.I., í ræðustóli orðið veruleg aukning á meðlimum íþróttafélaganna í landinu, þrátt fyr- ir, að mörgu leyti, erfiða aðstöðu. Árið 1962 voru taldir 16.200 virkir félagar. 1964 var þessi tala komin í 19.346 og nú á síðastliðnu ári var talið að virkir íþróttamenn og konur væru 22.012, en félagar alls um 28 þúsund, innan vébanda ISl. Þetta ber vott um hið mikla og þrotlausa starf, sem innt er af hendi hjá stjórnum sérsambanda og héraðssambanda, ásamt svo að sjálfsögðu í félögunum sjálfum, sem ávallt verða að bera hita og þunga þessa starfs. En þrátt fyrir að nokkur aukning hefur orðið, þá verðum við samt að herða róðurinn, því enn er heildartal- an of lág, miðað við nágrannaþjóðir okkar. Við verðum að stefna að því að 35-40.000 verði skrásettir innan íþróttahreyfingarinnar. En mér er ljóst, að ef slíkt á að takast verður að bssta aðstöðuna í landinu til íþróttaiðkana. Um 650 íþróttakennarar og leið- beinendur störfuðu að íþróttakennslu og þjálfun á vegum samtakanna á sl. ári. Var það mun fleiri en árið 1963. En skortur á leiðbeinendum og kennurum er nú mjög mikill og háir vexti og framgangi íþróttaiðkana. Við verðum þvx að vinna mark- visst að því að íþróttaaðstaðan í land- inu verði stórbætt á næstu árum, svo og að tryggt verði að fleiri íþróttakennarar útskrifist frá Iþrótta kennaraskóla Islands, en nú á sér stað. Jafnframt því verður ISl að byggja upp íþróttamiðstöð, þar sem hægt verður að útskrifa leiðbeinend- ur í einstökum íþróttagreinum. Iþróttakennaraskólinn að Laugar- vatni er eini íþróttakennaraskóli okkar, enda á það að nægja, sé vel að skólanum búið. En það verður að telja að uppbygging skólans gangi allt of seint. Nú í ár sóttu um 60 nemendur um skólavist en aðeins 14 er hægt að veita inntöku. Þegar vönt- un á íþróttakennurum til starfa í fé- lögunum er jafn almenn og nú, þá er sýnt að úr þessu ástandi verður að bæta. Svo mikill er skortur á kennurum, að mörg félög leita eftir útlendum kennurum, sem ég tel neyð- arúrræði, því þeir eru bæði dýrir og nýtast ver en innlendir kennarar. Hér á ég að sjálfsögðu ekki við út- lenda kennara, sem eru fengnir um stundarsakir til þess að þjálfa úrvals- lið. Að vísu hefur nokkuð þokazt áfram við uppbyggingu íþróttamannvirkja að Laugarvatni, og var það vissulega fagnaðarefni þegar UMFl gat vígt íþróttavellina þar, með sínu stór- glæsilega landsmóti á sl. ári. Nú í ár er svo haldið áfram að steypa upp hluta af heimavistinni. En þessar framkvæmdir verða að ganga hraðar en nú er, þess vegna 177

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.