Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Qupperneq 13

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Qupperneq 13
hópar, sem æfa borðtennis. Erlendis er þetta orðin mjög vinsæl íþrótt, og t. d. í Svíþjóð eru nú fleiri, sem leggja stund á borðtennis en nokkra aðra íþrótt. Eg hefi nú drepið á nokkur vanda- mál íþróttahreyfingarinnar, sem við höfum unnið að eða fáum til úr- lausnar á næstunni. Miklu máli skipt- ir að vel takist til um lausn þeirra, en undirstaðan fyrir því er að við stöndum saman um veigamestu mál- in. Samstaða íþróttaforystunnar á undanförnum árum hefur styrkt okk- ur aila í starfi. Það hefur verið sönn ánsgja að fylgjast með hinu þrot- lausa starfi úti um landsbyggðina sem vissulega hefur orðið mikill ár- angur af. Árangur, sem kemur fram í næstum hverri íþróttagrein. Áður fyrr töldu félög úti á landi að eigi þýddi að taka upp keppni við Reykjavíkurfélögin, nú á undanförn- um árum hafa þessi sömu félög hafið harða sókn að höfuðstaðarfélögunum, með ágætum árangri og marg oft farið með sigur af hólmi. Þetta er vissulega mikil framför á íþrótta- sviðinu um land allt, því við höfum enga ástæðu að halda, að Reykja- víkurfélögin séu ekki eins góð og áð- ur, nema síður sé. Þar hefur íþrótta- lífið einnig vaxið og dafnað. Starf íþróttaleiðtogans er mikils virði fyrir þjóðarheildina, því íþróttir hafa ávalt verið stundaðar, sem mikilvægur þáttur í uppeldi æskunn- ar. En er sá uppeldislegi þáttur eins nauðsynlegur nú og áður fyrr? Margt bendir til þess að gildi í- þróttanna, ef þær eru rétt iðkaðar, sé enn meira en áður, og þess vegna ber okkur að leggja aukna rækt við þær nú. Kemur þar margt til, eins og auk- in vélvæðing þjóðarinnar við flesta hluti, meiri kyrrseta og stöðugt er stefnt að því að stytta vinnutímann. 1 framtíðinni verður því meir um tómstundir en áður, sem æskunni mun hollt að nota til skipulegra íþróttaiðkana. En það er ekki ein- ungis æskumaðurinn og konan, sem hafa þörf fyrir líkamsrækt, heldur allur þorri almennings, og að tryggja það verður framtíðarverk- efni okkar. Að svo mæltu segi ég þetta 48. íþróttaþing sett. .................................................... | Samþykktir íþróttaþings | á ísafirði 1966 E „íþróttaþing 1.8.1. 1966 beinir þeim tilmœlum til menntamála- 1 = ráðherra, að hann gangist fyrir því, að sett verði á næsta Alþingi S I lög um Iþróttakennaraskóla Islands, byggð á drögum þeim að frum- S I varpi, sem nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur samið og | | afgreiddi frá sér árið 1963. S Jafnframt verði hraðað framkvœmdaáœtlun um uppbyggingu i S þessa menntaseturs íþróttanna.“ S „Iþróttaþing 1.8.1. 1966 lýsir yfir stuðningi sínum við undir- búning þann, sem hafinn er til að koma upp sumaríþróttamiðstöð á Suðurlandi. Heimilar þingið framkvœmdastjórn að halda þeim undirbún- ingi áfram og ráðast í byggingar og aðrar nauðsynlegar fram- kvcemdir við að koma upp sumaríþróttamiðstöð að Laugarvatni, náist viðunandi samningar við þá aðila, sem þar eiga hlut að máli.“ „Iþróttaþing I.8.I. 1966 felur framkvœmdastjórn sambandsins að setja reglugerð um rekstur íþróttamiðstöðva I.8.I., þar sem fullt tillit verði tekið til ferðakostnaðar þátttakenda í námskeiðum og íþróttamótum, er fram fara þar á vegum 1.8.1. eða sérsambandanna.“ „Iþróttaþing 1.8.1. 1966 heimilar framkvæmdastjórn að hefja S þegar undirbúning að allsherjar íþróttamóti í sambandi við 50. i íþróttaþing I.8.I. árið 1970. Stefnt verði að því að fá þátttöku frá öllum héraðssamböndum | 1.8.1“ „Iþróttaþing 1.8.1. 1966 undirstrikar nauðsyn þess að sam- eina átak allra sambandsaðila 1.8.1. til eflingar landshappdrætt- inu, og í því sambandi telur íþróttaþingið óæskilegt, að einstakir sambandsaðilar ráðist í sérstök happdœtti á sínum heimastað, þar sem arðvænlegra er að einbeita kröftum að landshappdrœttinu einu saman. I.S.l. er heimilt að sem,ja við einstök héraðssambönd um, að þau kaupi sem svarar 2 miðum á hvern félaga gegn greiðslu 25% af söluverði miða.“ „Iþróttaþing I.S.I. felur framkvœmdastjórn I.8.I. að koma á Islandsmeistaramóti í borðtennis að hœfilegum tíma liðnum frá útkomu leikreglna í þeirri íþrótt." ..............iiimiin..mimmmmmimi.mmmmmmmmmmmiimmmmmm... 181

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.