Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 17
>* Breytingar á lögum I. S. I. samþykktar á íþróttaþingi 1966 Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri ISl, fóru til hátíðarhaldanna í Helsing- fors með konum sínum. Þessi íþróttahátið (Finlands fest- spil) var hin stórkostlegasta. Fóru þar fram miklar hópsýningar og íþróttakeppnir, m. a. margar lands- keppnir. Talið var, að um 50 þúsund finnsk- ir íþróttamenn og konur á öllum aldri hefðu þar komið fram, og var þetta íþróttafólk frá öllum héruðum Finn- lands. 1 lokahófi því, sem finnska ríkis- íþróttasambandið hélt fyrir gesti sína, flutti Gísli Halldórsson kveðju frá íslenzkri íþróttahreyfingu og af- henti Kaskela, forseta finnska ríkis- Iþróttasambandsins, heiðursorðu þá, sem framkvæmdastjórn ISl hafði fyrir ári samþykkt að sæma hann. Landshappdrætti ISÍ. Á Iþróttaþingi 19. og 20. sept. var meðal annars samþykkt eftirfarandi: „Iþróttaþing ISl 1964 heimilar framkvæmdastjórn ISl að koma á landshappdrætti til styrktar hinu fé- lagslega starfi íþrótta- og ungmenna- félaga í landinu." Þessa heimild ákvað framkvæmda- stjórnin að nota og samþykkti á fundi sínum 30. sept. að koma þegar á landshappdrættinu og láta það standa yfir tímabilið 20. okt. til 30. des. Samþykkt var að ráða Baldur Jónsson til aðstoðar við framkvæmd málsins. Vinningar voru þrjár bifreiðar, all- ar af árgerð 1965: Tvær Ford Cort- ina og ein Volkswagen. Samanlagt verðmæti þeirra var um hálf milljón króna. Verð happdrættismiða var á- kveðið kr. 50,00 og sölulaun 50%, sem rynnu til viðkomandi aðila. Happdrættismiðar voru sendir héraðssamböndum til dreifingar, og fylgdu þeim umburðarbréf til skýr- ingar. Þá var landshappdrættið mikið auglýst I blöðum og útvarpi. Vegna erfiðleika í sambandi við samgöngur varð að fresta drætti til 10. janúar 1965. Landshappdrættið gekk vel, og er sérstök ástæða að þakka Baldri Jónssyni fyrir prýðilegt starf og héraðssamböndum fyrir virka þátt- töku. Happdrættið náði vel þeim tilgangi Við 4. gr.: Aftan við greinina bætist í c-lið: „eða aðrar takmarkanir settar inn- göngu í félagið umfram það, sem þjálfunaraðstaða, sem félagið hef- ur eða á kost á, kann að gefa til- efni til.“ Síðan koma þessir nýju liðir: d) Ad félagið heri nafn, sem sam- rýmist íslenzku máli, að dómi stjórnar héraðssambands. Ágrein- ingi, sem rísa kann út af nafni iþróttafélags, má skjóta til fram- kvæmdastjórnar 1.8.1. e) Að félagsmenn hafi allir jafnan rétt, sbr. þó 6. gr. f) Að félagið sé eigi háð erlendum samtökum að öðru leyti en því, sem snertir leikreglur og áhuga- mannareglur, brjóti þœr eigi í bága við áhugamannareglur 1.8.1. Inn komi ný grein á eftir 5. gr., er verði 6. gr. — töluröð annarra greina breytist í samræmi við það. 6. gr. Kjörgengi og kosningarétt til íþróttaþings 1.8.1., svo og ársþinga sambandsaðila 1.8.1., hafa aðeins þeir meðlimir sambandsfélaga 1.8.1, sem eru 16 ára og eldri. Við 12. gr.: 1 stað orðanna: „og sérsambanda, framkvœmda- stjórn 1.8.1." komi: „og sambandsráð 1.8.1." Við 13. gr.: Fyrsta málsgrein verði svohljóð- andi: Iþróttaþing skal halda annað hvert ár á tímabilinu 1. júní til 1. október. Skal það auglýst með þriggja mán- aða fyrirvara. Reikningsár 1.8.1. er almanaksárið. Tillögur um lagabreytingar ...... í höndum framkvæmdastjórnar tveimur mánuðum fyrir þingið. Við 14. gr.: 7. töluliður verði 8. töluliður, og 8. töluliður verði 7. töluliður. Við 16. gr.: Aftan við greinina bætist: Flytji fulltrúi kjördœmis búferlum úr því kjördæmi, sem hann er kos- inn fyrir, skal varamaður taka sœti hans. Við 17. gr.: 1. málsgrein verði svohljóðandi: Forseti 1.8.1. boðar til fundar í sambandsráði tvisvar það ár, sem íþróttaþing er eigi haldið, en einu sinni það ár, sem íþróttaþing er háð, og skal dagskrá tilkynnt eigi síðar en viku fyrir fund. Sambandsráðsfundi skal boða með minnst mánaðar fyrirvara. Skylt er að boða til fundar í sambandsráði, er 1 /3 af fulltrúum þess óskar þess skriflega. Við 25. gr.: 1. málsgrein verði svohljóðandi: Sérsamband má stofna í íþrótta- grein, ef 6 sérráð (eða héraðssam- bönd) æskja þess, íþróttaþing eða sambandsráð 1.8.1. gerir samþykkt þar um. Lög sérsambands eru háð samþykki sambandsráðs 1.8.1., svo og stofnun þess, hafi sambandsráð eigi fjallað um það mál áður. Breytingar á Reglugerð um slysa- tryggingasjóð Í.8.Í., samþykktar á íþróttaþingi 1966. Við 4. gr.: 1. málsgrein verði svohljóðandi: Stjórn sjóðsins úrskurðar um bóta- rétt og bótafjárupphæð samkvæmt þeim umsóknum, sem borizt hafa, svo fljótt sem kostur er á. Við 5. gr.: Síðasta málsgrein falli burt: Upphæð dagpeninga skal vera kr. 60,00. 1 staðinn komi: Upphœð dagpeninga skal vera kr. 90,00 á dag fyrir einhleyping, kr. 120,00 fyrir kvœntan karl eða gifta konu, svo og kr. 20,00 á dag fyrir hvert barn á framfæri, allt að þremur. 185

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.