Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 18
sínum að vera til styrktar hinu fé- lagslega starfi sambandsaðila ISÍ, þar sem yfir hálf milljón króna rann til þeirra. Því ákvað framkvæmdastjórnin að stofna til annars landshappdraettis, ef það væri i samræmi við vilja sam- bandsaðila ISl, og skrifaði umburð- arbréf með fyrirspurn um þetta efni til allra héraðssambanda ISl 25. febr. 1965. Öll þau héraðssambönd, sem svöruðu fyrirspurninni, létu í ljós óskir um, að landshappdrættið yrði aftur upp tekið, og var það gert og Baldur Jónsson fenginn til að hafa umsjón með því. Þessu landshappdrætti nr. 2 var hleypt af stokkunum í júlí 1965, og stóð það yfir þann mánuð, ágúst, september og október, en í nóvember var dregið hjá borgardómaranum í Heykjavik. Vinningar voru tvær bifreiðar (Ford Cortina og Willys Jeep) og tíu kæliskápar. Samanlangt verð- mæti þeirra var um hálf milljón kr. Verð happdrættismiða var sama og áður og sölulaun hin sömu. Happdrættismiðarnir voru sendir héraðssamböndunum til dreifingar, og þeim fylgdi umburðarbréf til skýringar. Mikil auglýsingaherferð var hafin í áróðursskyni í blöðum og útvarpi, en því miður var árangur- inn ekki eins og vonir stóðu til. Sér- staklega var áberandi, hvað verra var en áður að fá sum héraðssam- böndin til að gera skil. Engu að síð- ur skilaði happdrættið svipuðu fjár- magni og áður til sambandsaðila Isl eða um hálfri milljón króna. Með tilliti til, hversu landshapp- drættið hefur gefið sambandsaðilum ISl mikla möguleika til fjáröflunar, hefur framkvæmdastjórnin afráðið að koma enn á landshappdrætti og þá því þriðja í röðinni, enda er það í samræmi við þau nefndarálit, sem urðu til á formannafundinum 3. des. 1965. Sú breyting verður þó frá fyrra fyrirkomulagi, til þess að auka fjár- öflunarmöguleika aðila ISl, að sölu- laun verða hækkuð og fara hækk- andi, eftir því sem fleiri miðar verða seldir. Sölulaun verða hækkuð úr 50% í 60% og fara síðan stighækkandi, þannig, að þeir aðilar, sem selja eigi minna en tvo miða á félaga, fá 70% í sölulaun og þeir, sem selja þrjá miða og meira á félaga, fá 80% í sölulaun. (Sjá þó samþykkt íþrótta- þings um landshappdrættið). Það sem gerir kieift að hafa sölulaunin svo há, er, að ISl hefur vegna lands- happdrættisins haft nokkurn hagn- að, sem nú er ákveðið að renni til sambandsaðilanna með hinum óvenju- háu sölulaunum. Þá hefur verið ákveðið, að sér- samböndin fái að vera með í sölu happdrættismiðanna. Þetta þriðja landshappdrætti ISl hefst 15. ágúst 1966 og mun Baldur Jónsson hafa umsjón með því sem hinum fyrri. Vinningar verða: Ford Cortina bifreið, árgerð 1967, Willys Jeep bif- reið, Racer Cruiser kappsiglari, Hraðbátur WITH 200 m/utanborðs- vél, þrír Westinghouse kæliskápar og fimm Husquarna saumavélar af fullkomnustu gerð. Þess er að vænta, að sambandsað- ilar ISl bregðist nú vel við og nýti vel þann möguleika, sem landshapp- drætti ISl gefur þeim til fjáröflunar. Slysatrygging íþróttamanna. Slysatryggingasjóður Iþróttasam- bands Islands, sem stofnaður var á árinu 1963, afgreiddi allar umsóknir sem sjóðnum bárust, að einni und- anskilinni, sem var ófullnægjandi samkv. reglugerð. Árið 1964 voru bótagreiðslur úr sjóðnum kr. 6.622,40. Þau héraðssambönd, sem nú eru að- ilar að slysatryggingasjóði, eru þessi: Iþróttabandalag Akraness, Ungmennasamband Kjalarnesþings Ungmennasamband Borgarfjarðar, Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Héraðssamband V.-lsfirðinga, Iþróttabandalag Isafjarðar, Héraðssamband Strandamanna, Ungmennasamband Skagafjarðar, Iþróttabandalag Siglufjarðar, Ungmennasamband Eyjafjarðar, Iþróttabandalag Akureyrar, Héraðssamband S.-Þingeyinga, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, Héraðssambandið Skarphéðinn, Iþróttabandalag Vestmannaeyja, Iþróttabandalag Suðurnesja, Iþróttabandalag Keflavíkur, íþróttabandalag Hafnarfjarðar. Svo sem sjá má af upptalningu þessari, eru 18 héraðssambönd aðilar að slysatryggingasjóðnum, og eru þá 8 héraðssambönd utan hans. Er það óviðunandi og hlýtur að skapa þeim aðilum, sem enn eru utangátta við sjóðinn, öryggisleysi, ásamt því sem það gerir tekjur og greiðslumögu- leika hans stórum minni. Er því rík ástæða til þess að hvetja þau héraðssambönd, sem enn eru utan slysatryggingasjóðsins, að ger- ast nú þegar aðilar að honum. Eignir slysatryggingasjóðs ISl voru um s. 1. áramót, eins og fram kemur í reikningum, kr. 218.196,48. Trúnaðarlæknir sjóðsstjórnar er Ulfar Þórðarson læknir. Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri. Á formannafundinum 3. desember 1965 ræddi forseti ISl um þá hug- mynd, að miðstöð vetraríþrótta yrði á Akureyri. 1 febrúar 1966 hélt fram- kvæmdastjórinn fund með iþróttafull- trúa ríkisins, Þorsteini Einarssyni, og formanni Skíðasambands Islands, Stefáni Kristjánssyni, þar sem rætt var um mál þetta og þá þann mögu- leika að lána úr lána- og fram- kvæmdasjóði ÍSl kr. 500.000.00 til þess að koma upp fullkominni skíða- lyftu við Skíðahótelið I Hlíðarfjalli við Akureyri. Eftir fund þennan boðaði fram- kvæmdastjórnin á fund sinn Isak Guðmann, formann Iþróttabandalags Akureyrar, og Hermann Sigtryggs- son, íþróttafulltrúa, Akureyri, og samþykkti síðan, að íþróttamiðstöð fyrir vetraríþróttir yrði staðsett á Akureyri. Þessi samþykkt var tilkynnt á árs- þingi Iþróttabandalags Akureyrar ■— og á blaðamannafundi, sem haldinn var daginn eftir á Akureyri, en þar mættu úr framkvæmdastjórn ISI: Gísli Halldórsson, Sveinn Björnsson, Þorvarður Árnason og framkvæmda- stjóri ISl. Hér á eftir fer greinargerð fram- kvæmdastjórnarinnar fyrir þeirri ákvörðun að samþykkja, að Akureyri skuli vera miðstöð vetraríþrótta, og lánveitingar til skíðalyftu þar: Liggja margar ástæður til þeirrar ákvörðunar, m. a. hið mikla framtak Akureyringa með byggingu hins glæsilega skíðahótels í Hlíðarfjalli og allra þeirra mannvirkja, sem því fylgja, svo og góðar samgöngur við Akureyri og að við skíðahótelið eða 186

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.