Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1966, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.11.1966, Síða 12
Austur-Þjóðverjinn Hans-Jurgen Ruckborn stökk aðeins 1 sm skemur í sömu tilraun. Ekki er hægt að segja annað en Steykowski hafi ver- ið heppinn, því að næstbezta stökk hans var aðeins 16,17 m. Riickborn stökk 16,32 m í næstsíðustu tilraun og 16,34 m í þeirri siðustu. Til gam- ans má geta þess, að Vilhjálmur Ein- arsson sigraði Riickborn með yfir- burðum í Reykjavík 1961. Þrístökk: Evrópumeistari: Guergui Steykowski, Búlgaríu, 16,67 m 2. Hans-Jtirgen Riickborn, A.-Þýzka- landi, 16,66 3. Henrik Kalacsai, Ungverjal., 16,59 4. Jan Jaskolski, Póllandi, 16,57 5. Josef Schmidt, Póllandi, 16,45 6. Michael Sauer, V.-Þýzkal., 16,39 7. Serban Ciochina, Rúmeniu, 16,22 8. Siegfried Dáhne, A.-Þýzkal., 16,17 Stolt Ungverja — Vilmos Varju sigraði í kúluvarpi! Fögnuður ungversku áhorfend- anna á Nep-leikvanginum var gifur- legur, þegar sigur Vilmos Varju í kúluvarpi var orðinn að staðreynd. Hann hafði reyndar mikla yfirburði, varpaði einn keppenda yfir 19 m, lengst 19,43 m. Helztu keppinautar hans, Karassew, Sovétríkjunum og Komar, Póllandi, náðu sér aldrei á strik. Kúluvarp: Evrópumeistari: Vilmos Varju, Ung- verjalandi, 19,43 m 2. Nikolai Karassew, Sovétr., 18,82 3. Wladislaw Komar, Póllandi, 18,68 4. Alfred Sosgornik, Póllandi, 18,38 5. Heinfried Birlenbach, V.-Þýzka- landi, 18,37 6. Matti Yrjölá, Finnlandi, 18,19 7. Pierre Colnard, Frakkl., 18,15 8. Dieter Hoffmann, A.-Þýzkal., 18,02 Austur-Þjóðverjar hlutu öll verð- launin í kringlukasti! Ludwig Danek, Tékkóslóvakíu, heimsmethafinn i kringlukasti, virð- ist vera einn af þeim íþróttamönn- um, sem mistekst á stórmótum. Fátt kom meira á óvart, en fimmta sæti hans í Búdapest. Austur-Þjóðverjar komu, sáu og sigruðu á EM, en kringlukastið var þó hámark sig- urgleði þeirra, en í þeirri grein hlutu Frá 5000 m hlaupinu, Norpoth (nr. 335) er fyrstur, en Jazy (nr. 278) annar. Austur-Þýzkalandi var samt lang- beztur, stökk vel yfir 5,10 m. Hann reyndi síðan við 5,25 m, sem er 2 sm hærra en Evrópumetið og var nærri að fara yfir í þriðju tilraun. Nordwig er aðeins 23 ára gamall og frábær stökkvari. Stangarstökk: Evrópumeistari: Wolfgang Nordwig, Austur-Þýzkalandi, 5,10 m 2. Christos Papanicolaou, Grikkl. 5,05 3. Hervé d’Encausse, Frakkl., 5,00 4. Renato Dionisi, Italíu, 4,80 5. Ignacio Sola, Spáni, 4,80 6. Wladzimierz Sokolowski, Póll., 4,80 7. Leszek Butscher, Póllandi, 4,80 8. Klaus Schiprowski, V.-Þýzkal. 4,70 ■J5- Josef Schmidt varð aðeins 5 í þrístökki. Loksins kom að því, að Josef Schmidt, hinn góðkunni þrístökkv- ari, tapaði, en hann hefur verið ó- sigrandi á Olympíuleikjum og Evr- ópumótum síðan 1958. Keppnin í þrí- stökkinu var mjög hörð, Búlgarinn Guerguie Steykowski stökk 16,67 m í annarri tilraun og engum tókst að gera betur, þó að litlu munaði. 212

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.