Íþróttablaðið - 01.10.1969, Side 10

Íþróttablaðið - 01.10.1969, Side 10
T. d. voru leikmenn KR, sem æfðu með landsliðinu í vetur, í mjög góðri æfingu í vor — og hagnaðist félagið á því í Reykja- víkurmótinu. Að sjálfsögðu verða félögin að gera það upp við sig, hvort þau vilja leggja til menn til landsliðsæfinga. En mitt álit er það, að við náum sterkustu landsliði upp með því að leggja áherzlu á að skapa góð félagslið, sem mynda kjarnann í landslið- inu, alveg eins og skeði 1959, en íslenzka landsliðið hefur aldrei \erið eins sterkt og þá. — Að lokum, Ellert. Sérðu eftir þeim tírna, sem farið hafa í íþróttirnar? — Nei, alls ekki. Knattspyrn- an er hrífandi íþrótt, sem maður á erfitt að skilja við. Sennilega líður ekki á löngu, þar til ég legg skóna á hilluna, hafði raunar hugsað mér að gera það fyrir löngu, en það er ekki þar með sagt, að ég hætti öllum afskipt- urn af knattspyrnumálum, mað- ur er of samgróinn knattspyrn- unni til þess. Þetta voru orð Ellerts B. Schram, fyrirliða KR og lands- liðsins. Einhvern veginn á mað- ur erfitt með að hugsa sér ís- lenzka knattspyrnu án Ellerts, sem ávallt hefur verið í eldlín- unni og stjórnað liðsmönnum sínum af röggsemi í gegnum þykkt og þunnt. Enginn íslenzk- ur knattspyrnumaður hefur stað- ið oftar á verðlaunapallinum og tekið á móti bikarverðlaunum en hann, en í þau 9 ár, sem keppt hefur verið, hefur KR sigrað 7 sinnurn. Og í ófá skipti hefur Ellert tekið á móti íslands- bikarnum. „Mitt lán er að leika í liði, sem er samhent“, sagði hann einhverju sinni í viðtali. Það er mikið rétt, en það þarf ekki að fara í grafgötur með það, að sá, sem á mestan þáttinn í því að halda KR-liðinu saman er Ellert sjálfur, leikmaðurinn, sem ávallt hefur barizt á leik\ elli með því hugarfari að duga eða drepast. — alf. L'eitið tiboða. Þónustan hvergi betri. 0 Runtal-ofnar eru smíðaðir úr þykkasta stáli allra stálofna. 0 Eftir fjögurra ára reynslu hér á landi hafa Runtal-ofnar sannað yfir- burði sína. ^ Runtal-ofnar eru með þriggja ára ábyrgð. 0 Runtal-ofna er hægt að staðsetja við ólíkustu aðstæður og henta öll- um byggingum. 0 íþróttamenn. Nú þegar eru Runtal-ofnar notaðir í fjölmörgum íþrótta- húsum, m. a. íþróttahúsinu við Álftamýrarskóla, íþróttahúsinu Nes- kaupstað, íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, sundlauginni Ólafsvík o. fl. stöðum. Verið hagsýn. 10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.