Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 17
Víkingur
æfinga miðað við nýtt landnám og nýtt
hverfi. Félagið átti þetta félagsheimili,
sem var þó að meginhluta útleigt og var
því félagsstarfseminni að minna liði en til
var stofnað.
— Og hvað varð ykkar fyrsta verk?
— Við horfðum fyrst á fjárhagslega
stöðu félagsins og gerðum úttekt á því,
hvort félagið hefði bolmagn til að taka
heimilið til eigin nota. Slíkt var okkur
lífsnauðsyn, ef okkur ætti að takast að
byggja félagið upp eins og við vildum.
Til þess að reyna að vinna upp og
endurvekja tengslin við gömlu félagana,
sem horfnir voru félaginu sjónum, ákváð-
um við að stofna nýjar deildir, sem störf-
uðu á þeim sviðum, þar sem bæði ungir
sem aldnir gætu verið með. Á einu ári,
1973, urðu því til þrjár nýjar deildir innan
Víkings, badmintondeild, blakdeild og
borðtennisdeild.
Síðast en ekki síst vildum við ná til
eiginkvenna Víkinga og þeirra kvenna,
sem leikið hafa með handknattleiksliðum
félagsins á undanförnum árum. Kvenna-
deild varð þannig til innan félagsins og í
stuttu máli hefur sú deild frá stofnun verið
geysistyrk stoð í félagsstarfinu.
Ennfremur lögðum við kapp á að örva
skíðadeildina. Okkur var það fullkomlega
ljóst, að skíðadeildin gat orðið samnefnari
félagsins. Við lögðum áherzlu á að styrkja
hana til starfa í nýjum skála hennar. Þegar
ég nefni skíðadeildina sem samnefnara, á
ég við að á skíðum og upp til fjalla í
frjálsri útiveru kynnast félagar allra deilda
og með tengslum félagsmanna verður til
neisti til nýrra átaka.
— Og er þú lítur til baka, ertu þá
ánægður? Hefur ykkur tekist með fram-
kvæmdum ykkar að ná markmiðunum?
— Við erum ánægðir, segir Jón Aðal-
steinn og það er ekki laust við að glettnis-
glampi sé í augum hans. Útkoman hefur
uppfyllt allar okkar vonir og meira en
það. Það hafa verið erfiðleikar á veginum
og eru enn og verða sennilega alltaf. Það
hefur gengið erfiðlega t.d. að útvega hús-
næði fyrir blak- og badmintondeildirnar,
enda hafa þær vaxið mjög hratt. En það
eru margar ánægjustundimar. Víkingar
urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu
1974, Rvíkurmeistarar í blaki 1974 bæði
karla og kvenna, tslandsmeistarar í hand-
knattleik 1975. Félagið hefur átt á að
skipa mjög góðum flokkum yngri knatt-
spyrnumanna eins og sýnir sig á því að
Víkingur eru Rvíkurmeistarar í 2. fl. 1974
og íslandsmeistarar í sama flokki 1974 og
sama lið var nr 2, í Haustmóti 2. fl. Lið
Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Víkings.
félagsins í l.fl. í knattspyrnu var sterkast
allra Rvíkurliða 1974, tapaði ekki leik en
gerði einu sinni jafntefli.
Fleiri sigra mætti nefna t.d. marga í
handknattleik en þó þeir séu sætir þá
metum við ekki síður þann árangur er
náðst hefur í félagslega starfinu, hin
auknu tengsl milli deilda og hinn váxandi
skilning þeirra á milli.
★
Við beindum talinu að skilningi borgar
og ríkisvalds á starfi íþróttafélaganna og
Jón Aðalsteinn kvað hann ekki nógu góð-
an. Eldri félögin hafa öll með eigin afli
komið sér upp aðstöðu til íþróttaiðkunar
og annars starfs. Hin yngri fá alla aðstöðu
án fyrirhafnar á silfurbakka frá borg og
ríki. Verið er að reyna að lagfæra þetta,
sagði Jón, en það gengur hægt því fjár-
magn sem til þess þarf, fæst ekki. Sem
dæmi um þessi nýju félög, sem fá góða
aðstoð eru Fylkir í Árbæ og Leiknir í
Breiðholti. Hjá þeim hefur þegar verið
sköpuð aðstaða eða verið að skapa að-
stöðu, sem félögin sjálf eiga lítinn þátt í,
heldur bæjarfélagið í heild. Ég samfagna
þeim að fá þessa aðstoð, sagði Jón. Það er
rétt stefna að veita hana. En eldri félögin
vantar tilfinnanlega þessa aðstöðu ýmist
alveg eða að hluta og þau þurfa aðstoð til
að byggja hana upp.
Nú hafa Víkingar samið við borgaryfir-
völd um aðstöðu í Fossvogi sem verður að
öllum líkindum tilbúin 1980. Samningur-
inn er fólginn í því að Víkingar fá afnot af
íþróttamannvirkjum í Fossvogsdal sem
sínum heimavöllum. Þar verður byggður
grasvöllur, malarvöllur auk áhorfenda-
svæðis, búningsklefa og annarar aðstöðu.
Þessu fagna allir Víkingar og þakka.
— Finnst þér nægur sá móralski stuðn-
ingur sem reykvískir áhorfendur veita
reykvískum liðum þá er þau keppa á
sínum heimavöllum og sá móralski stuðn-
ingur sem borgaryfirvöld leggja reykvísk-
um liðum fyrir frækilega sigra er varpa
Ijóma á nafn Reykjavíkur?
— I þessum efnum er erfitt að gera
kröfur. f Reykjavík eru 10 félög með
tilheyrandi félagsríg og ríg milli áhang-
enda þessara félaga. Hvað borgarstjórn
snertir er aðstaðan mjög ólík hér miðað
við nágrannabæina t.d. Keflavík og Akra-
nes. Það er metnaðarmál þeirra bæjarfél-
aga að lið þeirra vinni bæjarfélaginu þann
sóma að verða t.d. íslandsmeistari. Að
launum liggja á lausu loforð og efndir um
uppsetningu lýsingar við völl liðsins eða
fjárfúlgu til þess að standa undir rekstri
viðkomandi sigurliðs.
En sé dýpra farið þá hefur skilningur
ríkisvaldsins á starfi íþróttahreyfingarinn-
ar verið allt of lítill. Ráðamenn vita um
hið mikla uppeldis- og heilsubætandi starf
sem hreyfingin vinnur, en meta það ekki í
verki. fþróttahreyfingin vinnur með sínu
heilsubætandi starfi fyrir unga sem gamla
mikið fyrirbyggjandi starf. Það kostar rík-
ið minna að eiga heildbrigt fólk en það
sem þarf aðhlynningar við. Á fjárlögum
eru um 80 millj. kr. veittar til íþróttahreyf-
ingarinnar og þá meðtalið fé er fer til
bygginga nýrra mannvirkja. Af þeirri upp-
hæð eru einnig 16 millj. kr. til greiðslu á
gömlum skuldum ríkisins við hreyfinguna
vegna byggingaframkvæmda er ríkisvald-
inu bar að styrkja samkv. lögum. Upp-
hæðin, 80 millj. kr., er örugglega minna en
'A hluti þess, sem íþróttahreyfingin ætti að
fá ef litið er á þjóðhagslegt starf hennar.
- Grasvöllur.
— Hver eru svo framtíðarplön Víkinga?
— Ja, er ekki betra að segja lítið og láta
verkin heldur tala, segir Jón Aðalsteinn en
lætur svo undan er á er gengið: Hér
9