Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 29
Olympíufararnir 1956, f.v. Hilmar Þorbjörnsson, Ólafur Sveinsson, fararstjóri og Vil- hjálmur Einarsson. til að kóróna allt misnotaði Sigríður Sig- urðardóttir, hinn markvissi fyrirliði, tvö vítaköst í röð. Fyrst varði norski mark- vörðurinn og síðan skaut Sigríður í stöng. Staðan var 7:5 og þær norsku voru mjög ákafar í vörninni. En smá von vaknaði, þegar „leynivopnið" Sigrún Guðmunds- dóttir, skoraði fallegt mark og aðeins eitt mark skildi. Norsku stúlkurnar léku mjög fast til þess að halda marki yfir og hikuðu ekki við að brjóta af sér. En það reyndist þeim dýrt. Brotið var á Sigrúnu Guðmundsdótt- ur í góðu færi og dómarinn, Knud Knud- sen. dæmdi vítakast. Þá sýndi þjálfari íslenzka liðsins hvílíkt traust hann ber til Sigríðar. Hann sendi hana inn á völlinn til að taka vítakastið og Sigríður brást ekki trausti hans eða áhorf- enda og sendi knöttinn örugglega í mark. Staðan var 7:7 og spennan á hámarki. Og ekki minnkuðu fagnaðarlætin, þegar Sig- rúnu Guðmundsdóttur tókst aftur að skora með ágætu langskoti. Fjórar mínút- ur voru til leiksloka og margt gat skeð. En norsku stúlkurnar voru fullákafar í sókn- inni. Sigríður Sigurðardóttir komst inn í sendingu og leiðin að markinu var greið. Það var ekki að sökum að spyrja. Sigríður skoraði örugglega og þar með var íslenzk- ur sigur öruggur — hinn þriðji í mótinu. Hugleiðing um Ólympíuleika. Það fer vel á því, að núverandi ritstjóri íþróttablaðsins. Sigurður Magnússon hafi lokaorðið í þessu rabbi og upprifjun um íþróttablaðið í 40 ár. Það er enginn vafi á því, að blaðið er nú I sókn, þeirri sókn verður að fylgja eftir nteð betra blaði og í kjölfarið koma fleiri kaupendur. Síðasta upprifjunin verður hugleiðing Sigurðar unt Olympíuleikana í Munchen 1972. Þar segir hann m.a.: Að leikunum loknum Ritstjóri Iþróttablaðsins átti þess kost að verða samferða íslenzku þátttakendunum til Munchen og dvelja þar í Olympiuþorp- inu mikinn hluta þess tíma er leikarnir stóðu. Óhætt er að fullyrða, að sérlega góður liðsandi ríkti allan tímann meðal keppenda og fararstjóra og þeirra í milli. Þótt keppendur væru úr fjórum greinum íþróttanna, gat maður allt eins vel haldið að þeir væru allir úr sömu grein. Sann- kölluð gleði og eftirvænting var áberandi allan tímann. Reglusemi og tillitssemi voru í hvívetna eins og bezt verður á kosið. Upp til hópa má því með sanni segja, að hér hafi verið um að ræða frjálsmannlegan og prúðmannlegan hóp, sem sómdi sér vel sem fulltrúar íslands, þess lands sem ef til vill virðir mest áhugamannareglur og miðar þátttöku sína fyrst og fremst við þær grundvallarhug- sjónir, sem eru undirstaða Olympíuleik- anna. Ég varð þess áþreifanlega var í samtölum mínum við fulltrúa annarra þjóða, að þeir álíta ísland það land sem hvað mest haldi heiðri sannri áhuga- mennsku. Islendingar sóttu ekki verðlaun á Olympiuleikana nú fremur en endranær, enda naumast verið við því búizt af nein- um. Þótt sigur á Olympiuleikunum sé eðlilega kærkominn hverri þjóð er rétt að hafa í huga, að af tíu þúsund keppendum hljóta aðeins um 600 þeirra verðlaun eða 6%. Sést gjörla á þessu hversu gífurlega hörð baráttan er. Allir, sem sóttu Olympiuleikana, hverr- ar þjóðar sem þeir voru, munu á einu máli uni að framkvæmd öll og fyrirkomulag af hálfu Þjóðverja hafi verið með þeim hætti, að varla sé hægt að hugsa sér það öllu betra. Aðstaðan í sjálfu Olympiuþorpinu, á leikvöngum, í sundhöllinni og íþrótta- húsunum, tímatökur og önnur tæknileg atriði, voru í einu orði sagt stórfengleg. Það er aðeins á færi auðugra og hátækni- þróaðra þjóða, sent jafnframt hafa á að skipa þaulæfðum skipulagsmönnum, að halda Olympiuleika með þeim hætti sem gert var í Miinchen. Sem lítið dæmi um hversu risavaxin framkvæmd var hér á ferðinni má geta þess, að heildarkostnaður við Olympiuleikana er talinn vera álíka mikill og samanlögð heildarútgjöld fimm til sex meðalstórra þróunarlanda. Þá má einnig geta þess til enn frekari áréttingar á þessu atriði, að 25.000 þýzkir hermenn voru fengnir að láni til að vinna hin margvíslegustu þjónustustörf í sambandi við framkvæmd leikanna og eru þá ótaldir allir þeir föstu starfsmenn Munchenborg- ar, sem voru viðriðnir framkvæmd leik- anna og höfðu naumast öðrum hnöppum að hneppa rneðan leikarnir stóðu yfir. Svo sem kunnugt er verða næstu sumar- Olympiuleikar haldnir í Montreal í Kan- ada. Borgarstjóri Montrealborgar, Jean Drapeau, hefur látið svo um mælt, að á leikunum þar verði reyn t að sníða leikun- urn miklu viðráðanlegri stakk en átti sér stað í Miinchen. Hann gerir ráð fyrir að Montrealborg eyði 300 milljónum dollara í þessu skyni, en það er aðeins um það bil 'A hluti þess, sem eytt var í framkvæmd Munchenarleikanna. Eftir þessa Olympiuleika hefur alvar- lega skotið upp kollinum þeirri hugsun, hvort leikarnir séu ekki í raun og veru orðnir viðameiri og erfiðari í framkvæmd en góðu hófi gegni. Menn velta því fyrir sér hvort æskilegt sé, að sníða leikunum þann stakk, að aðeins stórþjóðir með ótakmarkað fjármagn og aðstöðu séu þess umkomnar að halda leikana. Einnig er það mörgum áhyggjuefni, að leikarnir hníga meira og meira í þá átt að verða keppni og metingur milli þjóða fremur en keppni milli einstaklinga, sem í upphafi var þó áformað að þeir yrðu fyrst og fremst. Telja margir að þjóðernismeting- urinn í Olympiuleikunum sé orðinn meira en lítið varhugaverður. Á þennan hátt og ýmsan annan hafa Olympiuleikamir þróazt upp í það, sem allir eru ekki á eitt sáttir um að sé kannski það æskilegasta. Ýmsir málsmetandi menn á sviði íþróttanna, þar á meðal í alþjóða Olympiunefndinni hafa látið í sér heyra opinberlega um þessi atriði. Einnig Framhald á bls. 3 3 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.