Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 31
Jóhann Baldurs, form. Unglinganefndar. — Það vantar fleiri eldri menn til að starfa með okkur. drengja, sem ekki létu það á sig fá þótt vindur blési köldu úr norðri. Guðmundur hefur á undanförnum árum ekki aðeins getið sér gott orð sem knattspyrnumaður, heldur hefur einnig sýnt hæfileika við unglingaþjálfun og leitt mörg lið til sigurs á landsmótum. En til þess að eitt lið nái góðum árangri, þarf meira til en góða knattspyrnumenn og þjálfara. Það þarf einnig góða og ötula forystumenn. sem eru þess albúnir að fórna tíma til að sinna ýmsum málum varðandi íþróttina. Þessir menn gleymast oft þegar rætt er um árangra íþróttaflokka og starfs þeirra er ekki getið eins og vert væri. Þarna á vellinum voru þeir Jóhann Baldurs og Valdimar Valdimarsson, sem báðir hafa um margra ára skeið unnið knattspyrnunni I Kópavogi mikið gagn og þá sérstaklega í þágu þeirra yngstu. Þeir voru að fylgjast með æfingunni og ræða ýmis þau mál, sem þá yngstu varð- aði. Það bar því vel I veiði að leggja fyrir þá nokkrar spurningar. Jóhann sagðist vera formaður unglinga- nefndar, en auk hans eru í henni þeir Ólafur Friðriksson og Steinar Haraldsson. Hlutverk nefndarinnar er að annast öll málefni yngri flokkanna og kvennaflokks- ins. Sagði hann að þetta fyrirkomulag, að hafa sérstaka nefnd fyrir yngri flokkana, hefði tíðkast í Kópavogi í mörg ár og gefist vel. Jóhann sagði að það væri mikið starf að annast þessi mál, enda væri æf- ingasókn góð, þetta 50—60 strákar hjá hverjum flokk. Eitt mesta vandamálið væri, að konta á leikjum fyrir þá, sem ekki kærnust i aðalliðið og væru þeir að vinna að því, að koma á slíkum mótum í sam- vinnu við Keflvíkinga, Hafnfirðinga og e.t.v. fleiri. Tvennt er það sagði Jóhann, sem gerir okkur erfitt fyrir í starfinu, en það er skortur á þjálfurum, sem við höfum þó venjulega getað leyst og í ár höfum við ráðið góða þjálfara fyrir alla flokka, nema 6. flokk. Hitt er, að okkur vantar fleiri eldri menn, sem vilja starfa með okkur, því eins og er þá lendir þetta á alltof fáum mönnum. Jóhann sagði, að mikið væri af efnileg- um ungum knattspyrnumönnum í Kópa- vogi og því ástæðulaust að kvíða framtíð- inni, ef rétt væri á málum haldið. Þá sagði hann, að þeir væru ekki síður til fyrir- myndar utan vallar og í alla staði hinir bestu drengir. Því það er ekki síður nauð- syn á því. Við vonum og trúum því, að hinn góði árangur okkar á s.l. ári sé árangur af góðu starfi á undanförnum árum, sem við von- um að verði framhald á. Við ætlum að verðlauna strákana fyrir frammistöðuna í fyrra með því að fara til Færeyja í vor, en 2., 3. og kvennaflokkurinn fara til Dan- merkur síðar í sumar. Valdimar Valdimarsson er starfsmaður vallarins, varaformaður knattspyrnuráðs og mikill áhugamaður um knattspyrnu, sérstaklega þeirra yngstu, svo og stúlkn- anna. Ég er viss um að kvennaknattspyrnan á framtíð fyrir sér, sagði Valdimar og ég held að stúlkunum þyki mun meira gam- an að leika knattspyrnu, en handknattleik. Annars sagðist Valdimar aldrei hafa verið svo frægur að leika knattspymu sjálfur, en hann hefði smitast af íþróttinni. er synir hans og dóttir hefðu farið að leika knatt- spyrnu. Hann sagðist eiga margar góðar minningar frá mörgum góðum leikjum þeirra yngstu, en þar væri leikið af mestri gleði og áhuga. Það ætti því að vanda til leikja þeirra, ekki síður en þeirra eldri, m.a. varðandi dómara o.fl. Valdimar sagðist muna þá tíma, er hann stóð einn á línunni og hvatti unga knatt- spyrnumenn úr Kópavogi til dáða, en á því hefði orðið mikil breyting til batnaðar, sérstaklega þó á s.l. sumri, ef fjöldinn allur af foreldrum drengjanna fylgdust með leikjunum þeim til ómetanlegs gagns. Þegar þeir hefðu verið að leika í Reykja- vík gegn félögum þar, hefðu ráðamenn haft það á orði, að engu væri líkara, en að Breiðablik væri á heimavelli. Valdimar kom á keppni í knattspyrnu innan húss milli skóla í Kópavogi árið 1969 og hefur það mót verið haldið árlega síðan við vinsældir. Sagði hann, að þetta mót hefði verið ómetanleg lyftistöng fyrir knattspyrnuna í Kópavogi og sam- starfið við skólana hefði verið mjög gott, enda væri nauðsynlegt að koma á meira samstarfi milli skóla og íþróttafélaga, sem væri báðum til gagns. Knattspyrnan í Kópavogi á sér bjarta framtíð sagði Valdimar að lokum og taldi, að það yrði mikill klaufaskapur ef þeir yrðu ekki í fremstu röð á næstu árum með allan þennan góða efnivið, sem þeir hefðu yfir að ráða. Valdimar Valdimarsson vallarvörður með meiru. — línunni og hvafti strákana. Ég man þá tíð er ég stóð einn á Á æfingu hjá 6. flokki í Kársnesskóla. — Þar var margur knár, þótt ekki væri hann hár í loftinu. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.