Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 35
Fulltrúar og gestir á 45. fundi Sambandsráðs I.S.I.
Sambandsráðsfundur ÍSÍ
45. fundur Sambandsráðs I.S.I. var hald-
inn 2. og 3. maí s.l. að Hótel Loftleiðum.
Fundurinn var afar vel sóttur og mættir
voru fulltrúar frá öllum aðilum, sem rétt
eiga til að senda fulltrúa.
Gestir fundarins voru Liggjas Joesen
form. fþróttasambands Færeyja og Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi.
Fornianni fþróttasamb. Færeyja var
sérstaklega boðið að sækja þennan fund
Sambandsráðs í tilefni þess, að fyrir dyr-
um stendur að Færeyjar gerist sjálfstæður
aðili að samstarfsnefnd fþróttasamtak-
anna á Norðurlöndum, er heldur fund
sinn hér í Reykjavík á þessu sumri.
Að venju var lögð fram og flutt ýtarleg
skýrsla af hálfu Framkvæmdastjórnar ISI
og fulltrúar sérsambandanna fluttu einnig
sínar skýrslur. Var það mál manna að þær
hefðu að þessu sinni verið bæði ýtarlegri
og skipulegri en áður hefur verið, enda
hafði Framkvæmdastjórn ISI að nokkru
undirbúið að svo gæti orðið.
Miklar og fjörugar umræður urðu á
fundinum, sem stóð yfir fyrri daginn frá
kl.20.30 til 24.00 og síðari daginn frá
kl.10.00 tilkl. 18.00.
Sambandsráðsfundurinn afgreiddi m.a.
skiptingu á fjárstyrk ISI til sérsamband-
anna, sem að þessu sinni nam kr. 6,0
milljónum.
Meðal samþykkta sem 45. fundur Sam-
bandsráðs Í.S.Í. gerði voru þessar:
1. Tilmæli til menntamálaráðherra um
að tillögur Í.S.I. yfir byggingu íþróttahúsa
og sundlauga á næstu árum verði lagðar
til grundvallar, en í þeim er m.a. lögð
áhersla á sameiginleg afnot íþróttafélag-
anna, skólanna og almennings.
2. Áskorun á Alþingi og ríkisstjórn um
að fella niður hinn nýja flugvallarskatt.
3. Að kanna þátttöku íþróttasamtakanna
í rekstri ferðaskrifstofu.
4. Tilmæli til íþrótta- og ungmennafél-
aga og héraðssambanda að þau efni til
sem fjölþættastar íþróttastarfsemi um
Hvítasunnuhelgina.
5. Áskorun til Alþingis um að sam-
þykkja framkomið frumvarp um slysa-
tryggingar íþróttamanna.
6. Samþykkt var að efna til námskeiðs
fyrir kennara sem kenna A-námskeið í
Grunnskóla Í.S.Í. þar sem hið nýja náms-
efni yrði kynnt nánar og samræmt.
7. Framkvæmdastjórn f.S.Í. var falið að
kanna meðal sérsambandanna hvort þau
telji tímabært að breyta þeirri reglu að
halda ársþing á hverju ári.
27