Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 39
Björn Borg
sænska tennissambandinu næsta stjama
Svia á alþjóðavettvangi. En þá var það að
athygli Rosburgs beindist að litlum nýliða,
sem félagarnir kölluðu Nalle (bangsi).
Litli pollinn var alltaf að biðja einhvern
að keppa við sig og yfirgaf völlinn aldrei
viljugur. Hann var með sömu framhand-
arhögginn og hann er í dag, notaði nær
eingöngu úlnliðinn, eins og hann væri að
leika borðtennis. Ég þurfti virkilega að
hlaupa til þess að ná boltanum frá honum.
Hann kunni ekki að gefa upp og var alltaf
að angra mig með spurningum, en það var
alltaf þessi glampi í augunum á honum.
Hann lék alltaf „vinnutennis", var of
tæknilegur en hafði lítinn stíl. Forsvars-
menn tennissambandsins vildu reyna að
breyta tveggja handa gripinu, en til allra
hamingju var hætt við það, því að hann
gat alltaf látið boltann fara á þann stað
sem hann vildi og það skipti jú meginmáli
og skotharkan var alveg óskapleg.
Stjörnuris Borgs skapaði bitrar tilfinningar
í Södertjále milli vina og fjölskyldu Borgs
og Johansson, sem enn eru við líði. Fjöl-
skyldunrnar talast ekki við og á það
einkum við drengina. Illdeilurnar milli
þeirra hafa á stundum orðið svo skarpar
að landslið Svía hefur klofnað og fyrirlið-
inn Lennart Berglin oft hótað að hætta.
Borg segir um keppinaut sinn, að hann sé
snobbaður fýlupúki, sem tali stundum
eins og asni. Johansson hefur lengi þjáðst
af alvarlegu tilfelli af afbrýðisemi, þar sem
Borg hrifsaði af honum það sæti, sem
hann taldi sig eiga að hljóta.
Skærasta stjarnan á uppleið.
Upp frá 13 ára aldri fór Borg að ferðast
um heiminn og taka þátt í unglingamótum
og sigraði m.a. í Berlín, Barcelona, Mílanó
og Bandaríkjunum. Þá var ljóst að þarna
var á uppleið ein skærasta stjarnan, sem
tennisheimurinn hafði séð um áratuga-
skeið eða frá því að Ástralíumenn fóru að
setja svip sinn á tennis í kringum 1950, en
þeir Rosewall og Hond sigruðu 18 ára
gamlir 1952 í tvíliðaleik karla á Wimble-
ton í Bretlandi, æðsta musteri tennisins.
1972 tók Borg þátt í unglingameistaramót-
inu á Wimbleton og sigraði. Hann var þá
aðeins 15 ára gamall og sama ár var hann
valinn í Davis Cup-lið Svía, sem er heims-
meistarakeppni landsliða. Það var síðasta
árið, sem hann keppti í unglingaflokki,
hann var orðinn Svíum of dýrmætur, til að
eyða honum í slík mót. Hann byrjaði feril
sinn í Davis Cup með því að sigra í
báðum einliðaleikjum sínum á móti Nýja
Sjálandi.
Björn Borg með foreldrum sínum.
Atvinnumcnnskan.
Nú var tími atvinnumennskunnar kom-
inn og 1973 undirritaði hann samning við
bandarísku W.C.T. deildina, World
Championship Tennis. Fyrsta mótið, sem
hann tók þátt í eftir samningsundirritun-
ina var opna sænska mótið og þar kom
hann Svíum til að standa á öndinni í heila
viku, unz hann beið ósigur fyrir Tom
Gorman í þriðju lotu. f úrslitum hins
vegar gekk honum ekki vel í fyrstu mótun-
um, sem hann keppti í fyrir WCT. Hann
tapaði í fyrstu leikjum í móti í Phila-
delphia og Bolonge og menn fóru að velta
því fyrir sér hvort taugastríðið væri of
mikið fyrir hann, eða hvort hann væri
ekki enn búinn að jafna sig eftir ferðalag
um Evrópu, S-Ameríku og Ástralíu fyrir
sænska tennissambandið, áður en WTC
fékk hann í sínar raðir.
Svarið kom í næsta mánuði. f London
sigraði hann hina frægu tenniskappa,
Arthur Ashe, Roscoe Tanner og Mark Cox
og vann sinn fyrsta sigur sem atvinnumað-
ur. í Barcelona sigraði hann annað ofur-
menni, Ástralíumanninn Rod Laver og
komst í úrslit, þar sem hann tapaði naum-
lega fyrir Ashe. Næst skrapp hann heim til
Svíþjóðar, þar sem hann sigraði í sænska
meistaramótinu og flaug þaðan til Sao
Paulo í Brasilíu, þar sem hann sigraði
Ashe enn í úrslitum. Á fjórum vikum, á
fjórum mótum, komst hann öll skiptin í
úrslit og sigraði þrisvar. Áður en keppnis-
tímabilinu lauk, sem náði yfir 8 mót, hafði
hann bætt við tveimur sigrum og tapað
tvisvar í úrslitum.
Hann keyrir alltaf á útopnuðu.
Nú var kominn tími fyrir andstæðinga
hans að setjast niður og reyna að meta
þennan unga Svía með síða ljósa lokka,
sem auk þess að vinna heimsins bestu
tennisleikara, fyllti áhorfendastúkumar af
áhorfendum, þar sem skrækjandi ungl-
ingsstúlkur voru reyndar oft í meirihluta,
allavega yfirgnæfðu þær alla aðra. Banda-
ríkjamaður Mark Cox hefur þetta að
segja. „í byrjun vorum við allir að velta
fyrir okkur getu hans og við vorum sam-
mála um að Björn hugsaði aldrei um
hvern hann væri að spila við og þá
peninga, sem í húfi voru. Ef hann hefði
byrjað að hugsa um þetta er eins víst, að
hann hefði misst allt út úr höndunum á sér
og hjaðnað niður. Okkur fannst einnig að
hann byggi ekki yfir neinni varnartaktík,
að hann væri svo sóknargjarn, að ef mað-
ur næði að komast yfir, hefði hann ekkert
í pokahominu til að grípa til og hefja
gagnsókn. Málið er bara það, að það er
næsta vonlaust að komast yfir þegar Borg
á í hlut, hann spilar hverja lotu, sem væri
hún úrslit í heimsmeistarakeppni og hver
bolti, sem hann sendir yfir netið er sleg-
inn, sem væri hans síðasta gjörð á jörðu.
Hann keyrir alltaf á útopnuðu og nýtir sér
hæfileikana og ímyndunaraflið til hins
ítrasta og það nægir honum. Stundum er
hann slær boltann með hinni feiknalegu
úlnliðssveigju hefur maður á tilfinning-
unni að hann muni brjóta úlnliðinn á sér.
Ýmsir tennissérfræðingar velta því fyrir
sér hve lengi hann geti haldið út þessi
feiknalegu högg og líkja honum við Tony
31