Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 43

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 43
jþróttalif á Akureyri: Hæpið að skipting ÍBA í tvennt verði til góðs segir Haraldur M. Sigurðsson, form. KA. Tvö Iþrótlafélög á Akureyri, Þór og K.A. hafa verið mjög umrædd í íþrótta- fréttum að undanförnft vegna þeirrar ákvörðunar að félögin hætti að keppa undir merki f.B.A. í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Skoðanir hafa verið mjög skiptar um þetta mál. Sumir telja þetta geta orðið til framdráttar fyrir knattspyrn- una á Akureyri, þar sem nú muni fleiri fá tækifæri til að reyna sig. Aðrir telja skipt- inguna geta orðið félögunum dýrkeypta, sérstaklega fjárhagslega. íþróttablaðinu tókst að ná tali af formanni annars félags- ins, þ.e.a.s. Haraldi M. Sigurðssyni for- manni K.A. og innti hann nánar eftir skiptingunni og fleiri málum, sem íþrótta- forystan á Akureyri er að fást við. -— Ég var persónulega á móti skipting- unni, sagði Haraldur, og vildi fara aðra leið til að lyfta knattspymunni úr þeim öldudal, sem hún var komin í hér á Akureyri. M.a. var ég mjög hræddur við þann kostnaðarauka sem fylgir skipting- unni því nú eru það tvö Iið sem kosta þarf til þátttöku í íslandsmótum í hverjum aldursflokki. Aftur á móti skal það tekið fram, að takist okkur í K.A. með góðra manna hjálp og auknum skilningi ráða- manna á vandamálum okkar, að hefja knattspyrnuna á Akureyri til vegs og virð- ingar á ný, þá hefur skiptingin orðið til góðs. Við erum mjög ánægðir með byrjun- ina, þar sem við vorum svo heppnir að fá til starfa á ný hjá K.A. hinn góðkunna knattspyrnuþjálfara og fyrrverandi leik- mann félagsins, Einar Helgason og bind- um við miklar vonir við starf hans. Að öðru leyti vil ég ekki segja meira um þessa skiptingu, þar sem mikið hefur verið ritað og rætt um hana þegar. Nú er þátttaka í Islandsmótum í hóp- íþróttum ákaflega dýr fyrir Akureyrarfél- ögin vegna mikilla ferðalaga. Eins og Haraldur gat um, þá verður skiptingin ekki til að draga úr þessum kostnaði. Er komið eitthvað til móts við Akureyringa með greiðslu á þessum kostnaði af ein- hverjum aðilum? — Ferðakostnaður vegna þátttöku í íslandsmótum hefur aukist ár frá ári, sagði Haraldur — Nú er svo komið að jafnvel 1. deildar lið stendur vart undir þeim gífur- lega kostnaði sem er samfara þátttöku í þessum mótum. í sambandi við þátttöku okkar í 1. deildarkeppni í knattspyrnu höfum við orðið að fara 7 ferðir suður á keppnistímabilinu og þó svo að hand- boltamenn hafi leikið tvo leiki I hverri ferð, þá hafa þeir orðið að fara 4 ferðir. Þess má geta að hver ferð kostar nú hátt í hundrað þúsund krónur. Aðstöðumunur- inn er því mikill miðað við félögin á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þau þurfa að- eins að fara eina ferð norður á keppnis- tímabilinu og hefur maður heyrt að þeim þætti það nógu dýrt. Mig langar til að taka fram, að til þessa hefur ekki verið komið til móts við okkur í þessum málum. Að vísu er málið nú í athugun en f.B.A. hafði forgöngu um að kynna forseta f.S.Í. málið. Við bindum miklar vonir við hans úrræði á vandamáli okkar. Á meðan við leggjum alla okkar fjármuni í þessi ferðalög getum við aldrei byggt félagið upp félagslega. Þetta kemur m.a. niður á framkvæmdum við svæði það, sem Akureyrarbær hefur úthlutað okkur til íþróttaiðkana. í framhaldi af þessu var Haraldur innt- ur eftir því hvernig K.A. aflaði fjár til íþróttastarfseminnar. — Á árum áður var dansleikjahald aðalfjáröflunarleið félgsins, og voru þær tekjur nægilegar til að halda starfseminni sæmilega vel gangandi. Nú er þessi fjár- öflunarleið næstum því úr sögunni þar sem allur kostnaður við slíkt samkomu- hald er óhemju mikill. Nú höfum við reynt ýmsar aðrar leiðir, svo sem bingó, hlutaveltur, auglýsingaöflun. getraunir, frjáls samskot og margt fleira. Auk þess ber að nefna styrki frá Akureyrarbæ, sem hafa farið hækkandi undanfarin ár og lítilsháttar styrk frá ríkinu. Þó hefur aldrei tekist að afla svo mikils fjár að starfsemin hafi getað eflst nægilega mikið. Þegar litið er til baka I sögu K.A. þá kemur í ljós að félagið innleiddi körfu- knattleik í bænum. Nú virðist þessi íþrótt eiga erfitt uppdráttar hjá félaginu. Hver kann orsökin að vera? 4. flokkur KA. 35

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.