Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 45
— Þar kemur margt til, sagði Haraldur. M.a. má nefna mjög lélega æfingaaðstöðu innanhúss. En þar sem skilningur bæjar- yfirvalda á þörfinni fyrir bætta aðstöðu virðist nú vera að vakna, þá erum við bjartsýnir á framtíðina og vonum að okk- ur takist að rétta hlut okkar í körfuknatt- leik í náinni framtíð. Síðan hélt Haraldur áfram og sagði, að það væri ekki einungis körfuknattleikur sem hefði átt erfitt uppdráttar á undan- förnum árum, heldur ætti þetta líka við frjálsar íþróttir og fleiri greinar. Væru orsakimar þar mikið til hinar sömu. Þar sem nú hillir undir batnandi aðstöðu til íþróttaiðkana í bænum sagðist Haraldur vera vongóður um að endurvekja mætti áhugann á þeim greinum sem verið hafa í öldudal. — K.A. mun einnig vera opið fyrir öllum nýjungum á íþróttasviðinu og því kemur það alltaf til greina að fjölga þeim greinum, sem stundaðar eru á vegum félagsins, ef fyrir því verður áhugi, sagði Haraldur Sigurðsson að lokum. Ungir íþróttamenn ó Akureyri Iþróttafélag fatlaðra á Akureyri: Ungt fólk og áhugasamt í forystuhlutverkin Laugardaginn 7. des. s.l. var stofnað Iþróttafélag fatlaðra á Akureyri. Fundur- inn var haldinn að Bjargi, sem er bækistöð Sjálfsbjargar á Akureyri og sóttu rösklega 20 manns stofnfundinn. Vitað er um all marga í viðbót, sem ætla að gerast félagar strax í byrjun. Þetta nýja íþróttafélag er annað í röðinni sem stofnað er á vegum fatlaðra, áður hafði verið stofnað sams konar félag í Reykjavík. Fundinum stýrði hinn dugmikli for- maður Sjálfsbjargar á Akureyri, frú Heið- rún Steingrímsdóttir, en fundarritari var Kristjana Einarsdóttir. Eftir að samþykkt höfðu verið lög fyrir félagið, kosið í stjórn og aðrar .trúnaðar- stöður, flutti Isak Guðmann, form. ÍBA, ávarp, bauð íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri velkomið í hóp annarra íþróttafélaga og færði því að gjöf 10 þúsund krónur frá ÍBA. Hermann Sigtryggsson, íþróttafull- trúi Akureyrar, ávarpaði einnig stofnfund- inn, lýsti ánægju sinni með þetta athyglis- verða framtak, og kvaðst þess fullviss, að stofnun félagsins mundi stuðla að því, að íþróttamannvirki yrðu hönnuð þannig, að þau mættu henta öllum jafn vel. Hinn kunni íþróttafrömuður þeirra Akureyr- inga, Hermann Stefánsson menntaskóla- kennari, sat einnig stofnfundinn. Loks talaði Sig. Magnússon, útbreiðslustjóri ÍSÍ, sem hafði ákveðið að veita hinu nýja félagi 100 þúsund króna fjárframlag á næsta ári. Jafnframt sýndi hann ameríska og sænska kvikmynd um íþróttaiðkandir fatlaðra í Reykjavík. Fundarstjóri þakkaði allar góðar óskir og gjafir og þakkaði sérstaklega Magnúsi H. Ölafssyni íþróttakennara og sjúkra- þjálfara áhuga hans og liðveizlu við að koma félaginu á fót. Án hans framlags væri félagið ekki orðið að veruleika. Það var ungt og áhugasamt fólk sem valdist til forystu í íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri, staðráðið í að koma starfsem- inni í gagn hið fyrsta. Mörg þeirra hafa orðið fyrir slysum og hlotið varanlega örorku. Kristjana, ritari félagsins, 10 ára að aldri, lenti í bílslysi 17 ára gömul og gengur við tvær hækjur, Tryggvi, 17 ára Menntaskólanemi, lenti í dráttarvél 14 ára gamall og missti annan fótinn, og Ásgrím- ur P. Ásgrímsson varð fyrir því að reka höfuðið í sundlaugarbotn, er hann stakk sér til sunds, og hlaut af þvf lömun. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.