Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 57

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 57
Gamla myndin MYNDIN: Aftari röð talið fró vinstri, fsleifur Þorkelsson, Eyjólfur Guðbrandsson. Heiðar Haraldsson, Gunnar Huseby, Sverrir Elíasson, Kári Elíasson. — Fremri röð: Hilmar Jóhannesson, Kjartan Einarsson, Anton Jónsson, Gunnar Símonarson, Gunnar Haukur Morthens og Árni Guðmundsson. Huseby og Haukur Morthens í ósigrandi KR-liði! Þeir voru engin lömb við að leika þessir 3. flokksstrákar hans ísleifs Þorkelssonar. fsleifur var þama ungur þjálfari, tók við 3. flokki KR um vorið. Þama voru tómir nýliðar, Sigurður Halldórsson hafði fylgt með sínum 3. flokki, sem gekk upp í 2. flokk á einu bretti, og þetta var liðið, sem eftir var. Enginn spáði liðinu velgengni. „Strákarnir voru samstilltir, og auk þess stórir og stæðilegir flestir hverjir,“ sagði Isleifur, sem er einn þekktari KR-inga í vesturbænum í Reykjavík. Þekktustu nöfnin á myndinni eru Gunnar Magnússon, Sigurjón Steindórsson, Myndin var tekin sumarið 1939. Gunnar Huseby og Haukur Morthens. Báðir voru stjörnur í liðinu. Gunnar var geysisterkur og jafnframt ótrúlega nettur og flínkur í fótunum. Haukur var lágur í loftinu en mjög laginn með boltann og fljótur útherji. Að sjálfsögðu lagði þetta KR-lið alla mótherja sína og vann mótin, enda þótt piltamir í hinum félögunum væru orðnir eldri en KR-ingarnir. Borgar- stjóri heiðraður Fyrir nokkru síðan samþykkti Fram- kvæmdastjórn Í.S.Í. að sæma borgarstjór- ann í Reykjavík Birgi ísleif Gunnarsson, gullmerki íþróttasambandsins. Borgarstjóri hefur jafnan sýnt íþrótta- starfinu i höfuðborginni mikinn skilning og stutt það með ráðum og dáð. Hann hefur mikinn áhuga á að bæta aðstöðu íþróttafélaganna í þeirra starfi fyrir æsku- lýðinn og hefur sýnt það margvíslega í verki. Mönnun er væntanlega líka í fersku minni það sem nefnt hefur verið ,,Græna byltingin" enn það er ekki síst fyrir frum- kvæði borgarstjóra, að í náinni framtíð verður lögð sérstök áhersla á gerð útivist- arsvæða í og utan við borgina þar sem fólk fær góða möguleika til útiveru og hreyfingar. Borgarstjóri var „Frammari“ á sínum yngri árum og keppti fyrir félagið í 4., 3. og 2. aldursflokki og sl. ár hefur hann iðkað badminton hjá T.B.R. — það er mitt trimm, sagði borgarstjóri. Myndin er tekin þegar forseti l.S.Í. afhendir borgarstjóra gullmerkið, en auk þeirra eru á myndinni f.v.: Hermann Huð- mundsson, Þorvarður Árnason og Hannes Þ. Sigurðsson. 49

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.