Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 2
Þeir sem hafa komið með hunda til okkar eru mjög ánægðir og þetta hefur gefist mjög vel. Davíð Torfi Ólafs- son, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela Veður Norðaustan 5-13, skýjað og smá væta sums staðar í dag, en þykknar upp og fer að rigna á sunnanverðu landinu í kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnan til. SJÁ SÍÐU 38 Aldarafmæli fagnað Rannveig Sigríður Sigurðardóttir fagnaði 100 ára afmæli í gær. Henni til heiðurs var farið í skrúðgöngu frá Sundlaug Kópavogs þar sem hún stundar enn sundleikfimi. Skrúðgangan endaði í afmælisveislunni þar sem Rannveig beið og tók á móti gestum með bros á vör. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FERÐAÞJÓNUSTA Umhverfis- og auð- lindaráðuneytið hefur veitt tíma- bundna undanþágu á reglugerð um hollustuhætti sem kveður á um bann hunda á gististöðum til sjö hótela Íslandshótela. Hundar eru nú leyfðir á hótelum keðjunnar í Reyk- holti, Stykkishólmi, Patreksfirði, Húsavík, Fáskrúðsfirði, Öræfa- sveit og á Grand Hóteli í Reykjavík. Undanþágan gildir til 1. október á þessu ári. Í beiðni um undanþágu sem send var ráðuneytinu 12. maí síðastlið- inn kemur fram að ástæður beiðn- innar séu fordæmalausar aðstæður í þjóðfélaginu vegna COVID-19, fækkun erlendra ferðamanna og aukin hundaeign landsmanna. „Hundaeign landsmanna hefur auk- ist undanfarin ár og teljum við að með því að bjóða gistingu þar sem hundar eru leyfðir þá náum við að koma til móts við og uppfylla þarfir hundaeigenda.“ Undanþágan er bundin ýmsum skilyrðum sem lúta til dæmis að þrifum, hreinlæti og ábyrgð. Hundar skulu vera í búrum á her- bergjum hótelanna, þeir skulu ekki valda ónæði, aðrir gestir hótelsins skulu vera upplýstir um að hundar séu leyfilegir og þeir eru aðeins leyfilegir á ákveðnum svæðum hótelanna. Þá skal áætlun um þrif vera í samræmi við að hundar dvelji á hótelunum. Davíð Torf i Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Íslandshótela, segir íslenskt ferðafólk afar áhugasamt um að taka hundinn með í ferða- lagið og að breytingarnar fari vel af stað. „Áhuginn er mikill og við sjáum að það verður töluvert um þetta þegar fjölskyldur fara í ferða- lög í júlí,“ segir hann. „Þeir sem hafa komið með hunda til okkar eru mjög ánægðir og þetta hefur gefist mjög vel. Það eru auð- vitað strangar reglur og við förum eftir þeim, hundar mega til dæmis ekki koma nálægt veitingasal,“ segir Davíð. Þá segir hann Ísland að mörgu leyti aftarlega á merinni hvað varð- ar reglur um gæludýr. „Í mörgum öðrum löndum hafa gæludýr verið boðin velkomin á hinum ýmsu stöðum en ekki eins mikið hér. Þetta er þó að breytast og við erum farin að sjá meira af því að gæludýr séu boðin velkomin á kaffihús til dæmis,“ segir hann. „En auðvitað eru tvær hliðar á þessu og það þarf að fara varlega. Það er fólk með bráðaofnæmi og annað slíkt svo það þarf að gæta allra reglna en í heildina litið er þetta jákvæð þróun myndi ég segja,“ bætir Davíð við. birnadrofn@frettabladid.is Voffar landsins boðnir velkomnir í ferðalagið Sjö hótel Íslandshótela hafa fengið undanþágu frá umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu og eru hundar nú leyfilegir á ákveðnum svæðum hótelanna. Framkvæmdastjórinn segir Íslendinga áhugasama um að taka hundinn með. Hundar eru velkomnir á sjö hótel Íslandshótela í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is S TJ Ó R N M ÁL Þing f lok kar hafa loksins náð saman um þinglok og stefnt er að því að þingstörfum ljúki snemma í næstu viku. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær strandaði eingöngu á þing- mannamáli Pírata um afnám refs- inga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, en samningar höfðu náðst við bæði Miðflokkinn og aðra flokka stjórnarandstöðunnar. Meirihlutinn vildi ekki að frum- varp Pírata færi í atkvæðagreiðslu á Alþingi en vildi vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Það vildu Píratar ekki sættast á. Stjórnarmeirihlutinn gaf sig hins vegar síðdegis í gær og mál Pírata fer væntanlega til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Þegar Píratar hófu málþóf vegna f íkniefnamálsins í gær höfðu Miðf lokksmenn verið í málþófi í nokkra daga vegna frumvarps um stofnun opinbers hlutafélags um samgönguinnviði á höfuðborgar- svæðinu. Samkomulag náðist um málið sem afgreitt verður með framhaldsnefndaráliti frá fjárlaga- nefnd. Enn á eftir að afgreiða fjölda mála á þingi og stóð þingfundur fram eftir kvöldi í gær. Gert verður hlé á þingfundum um helgina en þing- störfum svo lokið með atkvæða- greiðslum eftir helgi. – aá Samningar um þinglok í höfn Halldóra Mogensen, þingflokksfor- maður Pírata. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL „Þetta eru gríðarleg von- brigði, að það sé sakfellt í þessu máli,“ segir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding sem sakfelldur var fyrir umboðssvik í Stím-málinu í Landsrétti í gær. Fimm ára fangelsisdómur yfir Lárusi var staðfestur en refsingin skilorðsbundin vegna þess hve mjög málsmeðferðin hefur dregist á lang- inn en Fjármálaeftirlitið kærði hátt- semina til sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug. Óttar segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort óskað verður eftir leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Jóhannes Baldursson og Þor- valdur Lúðvík Sigurjónsson voru einnig sakfelldir í málinu og fengu einnig skilorðsbundna fangelsis- dóma. Jóhannes í átján mánuði en Þorvaldur tólf. – aá Lýsir miklum vonbrigðum með sakfellingu 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.