Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 4
BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.302.000 KR. ÁN VSK. 9.405.480 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 TÖLUR VIKUNNAR 21.06.2020 TIL 27.06.2020 73 einstaklingar eru með skráð lögheimili á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í vikunni. 57 prósent Íslendinga telja kynþáttafordóma algenga á Íslandi. 310 milljóna króna bónus mun renna til stjórnarmanna Klakka, vegna árangurs við sölu. 195 milljónir króna vantar upp á að Ríkisútvarpið standi við skuldbind­ ingar sínar í þjónustusamningi. 2,3 prósenta lækkun var á verði sjávarafurða í erlendri mynt, í maímánuði síðastliðnum. Þrjú í fréttum Kærunefnd, hvatning og kvikmyndir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra sendi bréf með hvatningu til sveitarfélaga um að lækka álagningarpró- sentu, til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Er þá fyrst og fremst horft til atvinnuhúsnæðis. „Ljóst er að tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafa hækkað verulega á umliðnum árum og því mikilvægt að halda aftur af frekari hækkunum á tímum sem þessum,“ segir í bréfinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menn ing ar- mála ráð herra ætlar að höfða mál gegn Hafdísi Helgu Ólafs- dóttur, skrif- stofustjóra í forsætisráðuneyt- inu, sem kærunefnd jafnréttismála taldi að ráðherrann hefði brotið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu í emb- ætti ráðuneytisstjóra. Kristinn Þórðarson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði að rannsaka þyrfti greiðslur Ríkisútvarpsins til sjálfstæðra framleiðenda. Segir hann að ef greiðslurnar séu löglegar, þá séu þær ekki í anda þjónustusamningsins. Ríkisútvarpið hafi forskot á markaðnum og ætti að fara fram með góðu fordæmi. STÓRIÐJA Fyrirhuguð framleiðslu- stöðvun kísilmálmframleiðandans PCC á Bakka gæti kostað Lands- virkjun yfir 300 milljónir króna á ársgrundvelli, ef miðað er við raf- orkuverð upp á 25 dollara á mega- vattstund og 80 prósenta lágmarks- kaupskyldu PCC. Tilkynnt var í vikunni að PCC myndi hætta starf- semi tímabundið í lok júlímánaðar, aðeins fjórum mánuðum eftir að tilkynnt var um endurfjármögnun fyrirtækisins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar innan Landsvirkj- unar vegna stöðvunar PCC, segir talsmaður Landsvirkjunar. Orkuþörf PCC á Bakka á fullum afköstum er um 456 þúsund mega- vattstundir á ári. PCC er skuld- bundið til að standa skil á greiðsl- um til Landsvirkjunar þrátt fyrir að starfsemin stöðvist, en í orkusölu- samningum sem þessum (e. take or pay) er algengt að kaupskylda hvíli á kaupandanum, um að minnsta kosti 80 prósent af umsaminni orku, óháð því hvort rafmagnið er notað eða ekki. Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri PCC á Íslandi, vildi ekki upplýsa hver lágmarks- kaupskylda PCC gagnvart Lands- virkjun væri. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin innan Landsvirkjunar vegna boðaðrar, tímabundinnar stöðvunar PCC Bakka. Sú stöðvun á að koma til framkvæmda síðar í sumar og þá munu mál eflaust hafa skýrst,“ segir Ragnhildur Sverris- dóttir, talsmaður Landsvirkjunar. „PCC Bakki er mikilvægur við- skiptavinur Landsvirkjunar og mikilvægur atvinnuveitandi og við vonum sannarlega að markaðsað- stæður breytist til hins betra sem fyrst,“ bætir Ragnhildur við. Hugsanlegt tekjutap af minni raforkukaupum Bakka, miðað við ofangreindar forsendur, er ekki stórt í samhengi rekstrar Lands- virkjunar, en tekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu yfir 70 milljörðum króna. Þó að smátt sé, eru tíðindin þó enn eitt höggið á rekstur fyrir- tækisins. Landsvirkjun lækkaði nýlega verð til stórnotenda um allt að 25 prósent vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum um heim allan. Áætlað er að þær verðlækkanir muni kosta einn og hálfan milljarð á þessu ári. Öllu stærra áhyggjuefni Lands- virkjunar er að raforkuverð í Evr- ópu hefur hrunið á undanförnum mánuðum. Nýr orkusölusamning- ur Landsvirkjunar og Norðuráls, sem rekur álverið á Grundartanga, tók gildi í nóvember síðastliðnum og er tengdur við Nord Pool-raf- orkuverðið í Evrópu. Meðalverð á Nord Pool stóð í 42 evrum að með- altali í nóvember síðastliðnum, en í lok þessarar viku stóð sama verð í 1,59 evrum á megavattstund og því væntanlega glatt á hjalla á Grundar- tanga um þessar mundir. Um er að ræða meira en 96 pró- senta lækkun og því einsýnt að Norðurál er væntanlega sá við- skiptavinur Landsvirkjunar sem borgar lægsta verðið um þessar mundir. Fram kom í ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir síðasta ár, að áhættuvarnir gegn sveiflum á Nord Pool-raforkumarkaðnum séu ekki fyrir hendi. Norðurál kaupir alla jafna um 10 prósent af því rafmagni sem Landsvirkjun framleiðir. thg@frettabladid.is Annað högg á Landsvirkjun Þrátt fyrir að kísilmálmbræðsla PCC á Bakka muni stöðvast, mun fyrirtækið enn þurfa að standa skil á lágmarksgreiðslum til Landsvirkjunar, sem hefur engar ákvarðanir tekið vegna stöðvunar PCC. Endurfjármögnun nýlokið Tilkynnt var í apríl á þessu ári að rekstur PCC á Bakka hefði verið fjárhagslega endurskipulagður. Samkvæmt samkomulaginu var kísilverinu veittur frestur á greiðslu vaxta og afborgana og þá mun þýska fyrirtækið PCC SE, sem á 86,5 prósenta hlut á móti 13,5 prósenta hlut Bakkastakks, leggja fram 40 milljónir Banda­ ríkjadala, jafnvirði 5,6 milljarða króna, í reksturinn í formi hlut­ hafaláns. Bakkastakkur er félag í eigu íslenskra lífeyrissjóða og Íslandsbanka. Framlag Bakka­ stakks var víkjandi og breytan­ legt skuldabréfalán, með 8,5 prósenta vöxtum. Árlegar vaxta­ greiðslur af bréfinu áttu að nema 800 milljónum króna. Önnur af tveimur túrbínum við Kröflu er nú stopp en það er ekki sagt tengjast stöðvun PCC. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.