Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 6
Hér í heimi er ekki sjálfgefið að geta haldið á kjörstað og kosið sér fulltrúa á þing eða þjóðhöfðingja. Það er búið að vera alveg frábært að ferðast í kringum landið og hitta allt þetta góða og duglega fólk sem býr á Íslandi. KÁTASTA. KVIKMYND. ALLRA. TÍMA. KOMIN Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Hvernig hefur kosningabaráttan gengið? Hún hefur gengið alveg glimrandi vel. Það er búið að vera alveg frá- bært að ferðast í kringum landið og hitta allt þetta góða og duglega fólk sem býr á Íslandi. Hvað kom mest á óvart í kosninga- baráttunni? Hvað ráðamenn hafa leyft sér að ganga nærri þjóðinni með skatt- heimtu, skerðingum og lítilli hjálp við erfiðar aðstæður. Það er hægt að gera svo miklu betur og þetta þarf alls ekki að vera svona. Hvað tekur við náir þú ekki kosn- ingu? Ég bara hreinlega veit það ekki. Ekkert ákveðið enn. Lokaskilaboð til kjósenda Mætum öll á kjörstað í dag og kjós- um eftir eigin sannfæringu. Guðmundur Franklín Jónsson Hvernig hefur kosningabaráttan gengið? Hún hefur gengið vonum framar. Hvarvetna hef ég fundið fyrir stuðningi, velvild og hlýhug. Fyrir það þakka ég innilega. Mér þykir líka vænt um að Íslendingar virðast sammála mér um að forseta beri að stuðla að samhug í samfélaginu, fagna fjölbreytni og frelsi, hampa því sem vel gekk fyrr á tíð, benda líka á það sem miður fór en horfa um leið björtum og raunsæjum augum fram á veg. Hvað kom mest á óvart í kosninga- baráttunni? Í þessu embætti lærist manni f ljótt að láta fátt koma sér í opna sk jöldu, vera v iðbúinn hinu óvænta, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda en sýna stillingu, sama á hverju gengur. Í kosninga- baráttunni hefur margt verið fyrir- sjáanlegt og ekkert komið á óvart. Blessunarlega hef ég fundið sama meðbyr og fyrr á forsetastóli, og það fæ ég seint fullþakkað. Hvað tekur við náir þú ekki kosn- ingu? Ný ævintýri, nýjar áskoranir. Hvern einasta dag í nær fjögur ár hef ég fundið hversu einstakur heiður það er að gegna embætti forseta Íslands. Um leið veit ég að hamingja mín og lífsgleði ræðst ekki af því hvaða stöðu ég gegni í samfélaginu heldur því að eiga góða að, njóta góðrar heilsu og því að geta sagt við sjálfan sig að kvöldi: Þetta var góður dagur, nú hlakka ég til næsta dags. Lokaskilaboð til kjósenda Við skulum fagna þessari lýðræðis- hátíð saman. Hér í heimi er ekki sjálfgefið að geta haldið á kjörstað og kosið sér fulltrúa á þing eða þjóð- höfðingja. Við skulum nýta þennan rétt saman og minnast þess um leið að þrátt fyrir öll þau ólíku sjónar- mið og ólíku hagsmuni sem eiga að ríkja í öflugu samfélagi er það mun meira sem sameinar okkar en það sem sundrar okkur. Og eitt af því sem við eigum að geta sameinast um er embætti forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson FORSETAKOSNINGAR Íslendingar kjósa sér í dag forseta til næstu fjögurra ára. Í stærstu sveitarfélögum landsins eru kjörstaðir opnir frá klukkan 9 til 22 en opnunartími getur verið mis- munandi í minni sveitarfélögunum. Allar upplýsingar um kjörstaði er að finna á vefnum kosning. is. Kosningarnar í dag eru níundu almennu forsetakosningarnar í sögu lýðveldisins. Tveir eru í fram- boði, þeir Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir allt til öruggs sigurs Guðna sem hefur mælst með rúmlega 90 prósenta fylgi. Síðdegis í gær höfðu um 52 þús- und manns kosið utankjörfundar sem er umtalsvert meira en fyrir f jórum árum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundi í gær að ekki hefðu fundist leiðir til þess að ein- staklingar í sóttkví gætu kosið. Kjörsóknin fyrir fjórum árum var tæp 76 prósent en hún fór undir 70 Fólkið velur sér forseta 1952 82,0% 1968 92,2% 1980 90,5% 1988 72,8% 1996 85,9% 2004 62,9% 2012 69,3% 2016 75,7% ✿ Kosningaþátttaka prósent bæði 2012 og 2004. Sögu- lega séð hefur kjörsókn í forseta- kosningum verið mikil ef undan eru skildar kosningarnar 1988. Þá var í fyrsta framboð gegn sitjandi forseta en Vigdís Finnbogadóttir hlaut yfir- burðakosningu. Á kjörskrá eru 252.217 einstakl- ingar sem eru rúmlega sjö þúsund fleiri en í kosningunum 2016. Hlutfallslega f lestir kjósendur búa í Suðvesturkjördæmi eða 28,8 prósent. Í Reykjavíkurkjördæmi norður búa 18,3 prósent og 17,8 pró- sent í Reykjavík suður. Þá eru 14,8 prósent í Suðurkjördæmi, 11,8 pró- sent í Norðausturkjördæmi og 8,5 prósent í Norðvesturkjördæmi. – sar 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.