Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 8
Við töldum að þessi
úrskurður væri
ekki í lagi og þess vegna
fórum við í þetta mál.
Einar Þór Sverrisson lögmaður
Flug og gisting í viku.
Verð frá kr. 69.900 plús
15.000 Vildarpunktar.
Verð miðast við tvo fullorðna
og tvö börn á Parque Cristobal.
Ferðadagar
29. ágúst, 12. september
og 5. desember.
Bókanlegt til 8. júlí.
Bókaðu Tenerife
í dag
REYKJAVÍK Borgarráð samþykkti á
fundi sínum á fimmtudag að setja
upp svokölluð smáhýsi fyrir heim-
ilislausa á Stórhöfða. Líkt og venju-
lega þegar húsin eru rædd eru íbúar
klofnir í afstöðu sinni. Segja hug-
myndina góða en vilja alls ekki fá þá
sem þurfa að nýta sér þetta úrræði
inn í sitt hverfi.
Meirihluti borgarráðs sagði í
bókun sinni á borgarráðsfund-
inum að hann myndi halda áfram
að leggja áherslu á skaðaminnk-
andi nálgun og hugmyndafræði
um „húsnæði fyrst“ í þjónustu við
heimilislaust fólk með miklar og
f lóknar þjónustuþarfir. Einnig að
borgin myndi halda áfram að fjölga
íbúðum og húsum til leigu fyrir
heimilislaust fólk.
Borgar f ulltr úar Sjálfstæðis-
f lokksins bentu á að val á stað-
setningu fyrir smáhýsi hefði gengið
mjög brösuglega og telja það mikil-
vægt að kynna valkosti betur fyrir
íbúum þeirra hverfa í Reykjavík
þar sem fyrirhugað er að koma fyrir
smáhýsum.
Aðeins ein jákvæð umsögn um
smáhýsin barst Reykjavíkurborg.
Þar segir að á Facebook-síðunni
Íbúar í Grafarvogi hafi heyrst
nokkrar mótbárur en langflestum
þótt þetta jákvæð og góð aðgerð.
„Bréfritari vonar að skipulaginu
verði ekki breytt vegna örfárra en
hárra radda og telur f lesta íbúa
Grafarvogs fagna því að gefa heim-
ilislausum heimili,“ segir í umsögn
sem Kristján Lindberg Björnsson
skrifar undir. Aðrar eru ekki eins
jákvæðar eins og Fréttablaðið
greindi frá um miðjan mánuðinn.
Nokkrir íbúar Grafarvogs sendu
umsögn þar sem þeir lýsa þeir sig
mjög mótfallna hugmyndinni.
Benda þeir á að smáhýsin „séu fyrir-
huguð í nokkurra metra fjarlægð frá
vinsælu útivistarsvæði og göngustíg
með fram voginum og Stórhöfða“.
Stígurinn sé nýttur í tómstundir
barna og íþróttastarf og smáhýsin
myndu „skemma“ fallega gönguleið.
„Smáhýsin og íbúar þeirra eigi
ekki góða samleið með þessu úti-
vistarsvæði. Galið sé að setja upp
smáhýsi fyrir óreglufólk inn á mitt
svæðið,“ segir í umsögn íbúa.
Þetta kvittar borgin ekki upp á
og segir að ekki sé tekið undir að
tillagan hafi veruleg áhrif á göngu-
leiðina meðfram voginum. Hún
verði áfram til staðar í óbreyttri
mynd.
Staðsetning smáhýsanna hefur
heldur ekki í för með sér útsýnis-
skerðingu frá öðrum byggingum í
grenndinni en íbúar smáhýsanna
fá hins vegar fallegt útsýni yfir vog-
inn. Ekki er tekið undir að smáhýsi
við Stórhöfða eyðileggi útsýni frá
íbúðabyggðinni hinum megin við
voginn, segir enn fremur í útskýr-
ingum borgarinnar.
Eigendur nokkurra fyrirtækja
við Stórhöfða lýsa sig andvíga smá-
hýsunum. Kaffitár gerir alvarlega
athugasemd við tillöguna þar sem
hún gæti rýrt verðgildi eignarinnar
og haft truflandi áhrif á starfsem-
ina. Flísabúðin á Stórhöfða 21, lýsir
sig alfarið mótfallna smáhýsunum,
sem gætu haft áhrif á rekstur versl-
unarinnar og veitingastaðurinn
Nings mun trúlega ekki endurnýja
leigusamning ef af þessu verður.
benediktboas@frettabladid.is
Heimilislausir fá heimili í Grafarvogi
Íbúar í Grafarvogi eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart smáhýsum fyrir heimilislausa. Sumir fagna og bjóða nýja gesti velkomna en
aðrir segja það galið hjá borginni að koma óreglufólki fyrir við gönguleið nálægt sjó. Borgin hefur samþykkt að húsin muni rísa.
Forstöðumaður yfir öllum smáhýsunum
Forstöðumaður verður yfir öllum
smáhýsum og veitir íbúum við-
eigandi stuðning ásamt starfs-
mönnum Vettvangs- og ráð-
gjafarteymis borgarinnar.
Íbúar hafa félagsráðgjafa hjá
Þjónustumiðstöð sem aðstoðar
þá eftir bestu getu, auk þess sem
þeir fá stuðning teyminu. Eftir að
einstaklingur fær úthlutað í smá-
hýsi skrifar hann undir þjónustu-
samning og fylgjandi húsreglur.
Forstöðumaður mun tryggja
hreinlæti og þrifnað við smá-
hýsin, segir í bréfi umhverfis- og
skipulagssviðs borgarinnar.
Lóðin austur af Stórhöfða 17. Þar ætlar borgin að byggja smáhýsi fyrir heimilislausa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Leikarinn Atli Rafn
Sigurðsson vann í gær mál sitt
gegn Persónuvernd fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Var úrskurður
stofnunarinnar frá 16. október árið
2018 felldur úr gildi. En samkvæmt
honum bar Borgarleikhúsinu ekki
að afhenda Atla gögn um nöfn og
efni ásakana sem ollu því að honum
var sagt upp störfum.
Taldi dómari verulega ágalla á
úrskurði Persónuverndar, meðal
annars að hann hefði verið byggð-
ur á nýjum lögum sem hefðu ekki
tekið gildi, og að lög um persónu-
vernd takmarki ekki rétt sem við-
komandi kunni að eiga samkvæmt
öðrum lögum, svo sem upplýsinga-
lögum og stjórnsýslulögum. Var
Persónuvernd einnig gert að greiða
Atla Rafni 900 þúsund krónur í
málskostnað.
„Það er ánægjulegt að hafa
unnið þetta. Við töldum að þessi
úrskurður væri ekki í lagi og þess
vegna fórum við í þetta mál,“ segir
Einar Þór Sverrisson, lögmaður
Atla. Óvíst er hvað gerist næst, enda
málið án fordæma og ekki er búið
að úrskurða beint um afhendingu
gagnanna. Segir Einar að það eigi
eftir að koma í ljós hvaða réttaráhrif
málið hafi.
Samkvæmt Einari Karli Hall-
varðssyni ríkislögmanni, sem flutti
málið fyrir hönd Persónuverndar,
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort að því verði áfrýjað til
Landsréttar. „Dómurinn verður til-
kynntur viðeigandi stofnun, Per-
sónuvernd í þessu tilviki, og svo
kemur ákvörðun,“ segir hann.
Fresturinn til áfrýjunar eru fjórar
vikur. – khg
Réttaráhrif dóms gegn
Persónuvernd óljós
Leikarinn Atli Rafn og lögmaður hans, Einar Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð