Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 10
Tiltekin byggðarlög nánast standa og falla með útkomunni úr excel- skjali útgerðarinnar á staðnum. Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA Það yrði algjört stórslys ef allt færi á hliðina og það þyrfti að endurráða í allar stöður og þjálfa fólk upp á nýtt. Frosti Logason útvarpsmaður Ég veit ekkert hvernig þetta fer. En ef þetta fer á hinn veginn þá er 40 ára starf runnið út í sandinn og eftir nokkur ár verður þetta orðin önnur geðdeild Landspítalans. Hendrik Berndsen, blómaskreyt- ingamaður ára HEILBRIGÐISMÁL Búist er við spenn- andi kosningum á aðalfundi SÁÁ á þriðjudag en þar verður kjörinn nýr formaður og 16 stjórnarmenn í 48 manna stjórn samtakanna. Tveir hafa boðað framboð til for- mennsku, Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður og yfirlæknir til áratuga, og Einar Hermannsson, sem sagði sig úr stjórn SÁÁ í vor eftir hatrammar deilur milli meðferðar- sviðsins og framkvæmdastjórnar. Núverandi formaður, Arnþór Jóns- son, hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir aðalfund. Vill efla grasrótarstarf og verja faglega meðferð Frosti Logason útvarpsmaður ákvað að bjóða sig fram til stjórnar eftir að hafa fylgst með átökunum í vor. Hann hefur verið meðlimur í nokkur ár en ekki komið beint að starfinu fyrr. „Ég fór að hafa áhyggjur af stöð- unni þegar ég sá að framkvæmda- stjórnin hafði sagt upp fjölda starfs- manna og Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir sagt sínu starfi lausu til að mótmæla því,“ segir Frosti. „Eftir að hafa skoðað þessi mál komst ég að þeirri niðurstöðu að framtíð SÁÁ væri best borgið undir stjórn Einars Hermannssonar.“ Segir hann Einar tala fyrir heil- brigðustu sýninni, það er að ef la grasrótarstarf samtakanna og standa vörð um faglega hluta með- ferðarstarfsins þannig að fram- kvæmdastjórnin sé ekki að hlutast til um það. Nýlega skrifuðu 57 starfsmenn undir yfirlýsingu til stuðnings Einari og gegn framboði Þórarins. Þar á meðal Víðir Sigrúnarson yfir- læknir og Ingunn Hansdóttir yfir- sálfræðingur. Frosti segist ekki geta neitað því að óttast um starfsemina ef framboð Þórarins og fylgismanna Stefnir í sögulegar kosningar hjá SÁÁ Á aðalfundi SÁÁ munu tvær fylkingar keppa um formann og 16 stjórnarstöður. Stuðningsmaður Einars Hermannssonar óttast fjöldauppsagnir á spítalanum en stuðningsmaður Þórarins Tyrfingssonar óttast að Vogur verði að annarri geðdeild Landspítalans. Hart er deilt um framtíð SÁÁ og spítalans að Vogi og vonast er til að aðalfundur skeri á hnútinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BYGGÐAMÁL „Það getur verið tví- eggjað sverð fyrir lítil og meðalstór byggðarlög þegar eitt fyrirtæki er burðarásinn í atvinnulífinu,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og einn helsti sérfræðingur landsins í byggða- málum. „Við þekkjum þetta vel úr til dæmis sjávarútveginum þar sem tiltekin byggðarlög nánast standa og falla með útkomunni úr excel- skjali útgerðarinnar á staðnum.“ Á fimmtudag var tilkynnt að framleiðsla kísilverksmiðjunnar PCC á Bakka við Húsavík yrði stöðvuð og á níunda tug starfs- manna sagt upp. Bæði stjórnar- formaður fyrirtækisins og sveitar- stjóri Norðurþings hafa sagt að um tímabundna stöðvun sé að ræða og vonast sé til þess að framleiðsla geti hafist á ný um áramót. Þóroddur segir f jölbreytni í atvinnulífinu einn mikilvægasta þáttinn í að styrkja byggðir lands- ins. Að sjávarútvegur, ferðaþjón- usta, stóriðja, fiskeldi og opinber starfsemi séu ekki töfralausnir hver um sig en geti saman skapað traust- ar undirstöður lítilla samfélaga. „Uppbygging iðnaðarsvæðisins á Bakka hefur þannig styrkt atvinnu- lífið í Suður-Þingeyjarsýslu, bæði með þeim störfum sem hafa skap- ast og með aukinni fjölbreytni í atvinnulífi,“ segir Þóroddur. „Það hefur hins vegar verið ákveðinn veikleiki að kísilverið hefur staðið að mestu undir starfseminni á svæðinu eins og sést á því að breyt- ingar í excel-skjali stjórnenda PCC hefur í för með sér umtalsvert högg fyrir samfélagið.“ Líkt og stjórnendur PCC telur Þóroddur víst að um skamm- tímaaðgerð sé að ræða. Hún sé þó áminning til fólks um að fyrirtæki komi og fari en innviðaáhrifin ráð- ist af innviðum og seiglu samfélags- ins. Óttast hann ekki um framtíð Húsavíkur í þessu samhengi. – khg Stöðvunin á Bakka áminning um nauðsyn fjölbreytni atvinnulífs hans verður ofan á, það er að stór hluti starfsfólksins myndi einfald- lega segja upp. „Það yrði algjört stórslys ef allt færi á hliðina og það þyrfti að endurráða í allar stöður og þjálfa fólk upp á nýtt,“ segir hann. „Undir stjórn Valgerðar hefur verið mikil starfsánægja og miklu minni starfs- mannavelta en á árum áður.“ Segist hann þó vera bjartsýnn á að sigur vinnist á aðalfundi. Verið að slíta Vog frá SÁÁ „Ég er búinn að starfa með Þórarni frá upphafi og hann hefur búið til þessa meðferð í raun,“ segir Hendrik Berndsen blómaskreytingamaður, eða Binni í Blómaverkstæðinu. Binni var einn af þeim sem stofnuðu SÁÁ árið 1977 eftir að hafa lært af meðferðarstarfi í Freeport í Banda- ríkjunum. Hann býður sig nú fram í 48 manna stjórnina. Þrátt fyrir yfirlýsingu starfs- fólks telur Binni að eina leiðin til að ná sátt innan samtakanna sé að Þórarinn verði kjörinn formaður. Spyr hann sig hvað sé að gerast í starfsmannahópnum. „Það er ekki hægt að lækna okkur fyllibytturnar, ekki frekar en fyrir 40 árum síðan. En það er hægt að kenna okkur leið til að lifa lífinu lifandi þegar við komum út úr meðferð,“ segir hann. „Frá því að ég var 18 til 32 ára var ég búinn að fara 28 sinnum inn á Kleppsspítala, því það var eina meðferðin á sínum tíma. Færustu geðlæknar og sálfræðingar gátu ekki læknað mig þá frekar en í dag. Þess vegna stofnuðum við SÁÁ.“ Telur Binni að þeir sem skrifi gegn núverandi stjórn og fram- boði Þórarins séu að reyna að slíta spítalann á Vogi frá samtökunum sjálfum. Einnig efast hann um að full heilindi séu að baki öllum 57 undirskriftunum og telur starfsfólk hafa verið beitt þrýstingi. „Ég veit ekkert hvernig þetta fer. En ef þetta fer á hinn veginn þá er 40 ára starf runnið út í sandinn og eftir nokkur ár verður þetta orðin önnur geðdeild Landspítalans.“ kristinnhaukur@frettabladid.is SEYÐISFJÖRÐUR Á bæjarráðsfundi Seyðisfjarðar var málefni tollvarða tekið upp að nýju. Í byrjun mán- aðarins gagnrýndi bæjarráð upp- sagnir hjá tollinum og að útsvars- tekjur Seyðisfjarðarkaupstaðar væru rýrðar með því að leggja niður störf og færa þau til Reykjavíkur. Líneik Anna Sævarsdóttir spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í stöðuna á Alþingi en samkvæmt svörum frá ráðuneytinu hefur engum tollverði á Austurlandi verið sagt upp. Fjórir tollverðir starfi þar. Ef senda þurfi tollverði frá Reykjavík austur á land kosti dagurinn 61 þúsund í f lug, 15-20 þúsund í bílaleigubíla sem og gistingu en uppihald er í kringum fjögur þúsund krónur. Það fer þó eftir því hvort morgunmatur er innifalinn í gistingu. Þetta þykir bæjarráði Seyðisfjarð- ar furðuleg skýring og segir: „Ljóst er að hér er á ferðinni grafalvarlegt mál,“ og skorar á stjórnvöld að gera rannsókn á ferli þessa máls er snýr að fækkun aðstoðarmanna toll- embættisins á Seyðisfirði og varðar tollskoðun við móttöku farþega- og bílaferjunnar Norrænu. „Það er ekki einungis höggvið skarð í opinbera starfsmannaf lóru kaupstaðarins heldur er um rangfærslur að ræða í þeim upplýsingum sem okkur hafa verið sendar varðandi málið sem fást ekki staðist.“ – bb Engum tollverði hefur verið sagt upp Enginn virðist vita hvort tollurum hafi verið sagt upp störfum eða ekki. Stórt sé spurt og nóg um svör en þau eru öll þvers og kruss. MYND/TOLLURINN 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.