Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 16

Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir Í þessum darraðar- dansi hefur ráðherra mennta- mála skorið sig úr í hópi ráðherra, fyrir klaufa- skap og úrræðaleysi á viðkvæm- um tímum. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Sprengingar og sírenuvæl ræstu okkur hjónin nokkrar nætur í röð í Palo Alto-bæ í Kali-forníu. Bænum sem er vanur að sofa rótt. Ómanneskjulegt morð á hinum 46 ára George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði hefur vakið óhug um heim allan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bandarískur lögreglumaður af lífar samfélagsþegn. Í þetta sinn horfði heimurinn á aftökuna. Glæpur George var að nota falsaðan peningaseðil. Samkvæmt vefnum Mapping Police Violence rænir lögreglan í Bandaríkjunum árlega um 1.100 manns lífi. Svartir eru þrefalt líklegri en hvítir til að vera myrtir af lögreglu, en á sama tíma eru helmingi minni líkur á því að hinir svörtu séu vopnaðir. Þetta eru tölulegar staðreyndir. Tvær tegundir af fólki Kynþáttafordómar leynast víða, því miður. Sagt hefur verið: „Til eru tvær tegundir af fólki: Þau sem skipta heiminum í „við gegn þeim“ og þau sem gera það ekki,“ og að f leiri tilheyri fyrri tegundinni. Rökhugsun ræður sjaldnast skiptingunni, heldur er það undir tilfinningu komið hvort þú fáir inn- göngu í „við“, eða þér verði úthýst sem „þau“. Það eru meiri líkur á að komast í „við“ ef þú tilheyrir sama kynþætti, stundar sömu trúarbrögð, heldur með sama fótboltaliði, og þar fram eftir götunum. En hvaðan kemur þörfin að f lokka fólk í „við og þau“? Stanford-prófessorinn Robert Sapolsky hefur rannsakað heilann í þessu samhengi. Tals- verðar vísbendingar eru um að það að skipta heiminum í „við-þau“ sé greypt í heilann. Ef okkur er sýnd mynd af manneskju af öðrum kynþætti í sekúndubrot (svo stuttan tíma að við erum ekki viss um af hverju myndin var) þá ræsist heila- svæðið mandla, sem er svæði ótta, kvíða og árásarhneigðar. Því meiri undirliggjandi kynþátta- fordómar, því meiri virkni mælist í möndlunni. Og því sterkari tilfinning um að okkur sé ógnað. Aftur á móti ef myndin var af sama kynþætti, þá helst mandlan róleg. Það óhugnanlega er, að það er hægt að skilyrða fólk þannig að það upplifi ógn af örðum kynþáttum. Að komast í „við“ hjá öðrum er skiljanlega eftirsóknarvert, því að aðskilnaður er einn versti sársauki sem hægt er að upplifa. Þegar maður til- heyrir „við“, þá er maður hluti af einhverju stærra. Einungis „við“ Friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2019, Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, aðhyllist medemer-hug- myndafræðina, þar sem einungis „við“ þrífst. Hann vísar í afríska orðatiltækið: „Svo að þú megir eiga friðsama nótt, þarf nágranni þinn líka að eiga friðsama nótt.“ Það sé kærleikur, fyrirgefning og samstaða, sem raunverulega tengi mannkynið. Medemer stendur fyrir sameiningu fjölbreytileik- ans, þar sem ólík og andstæð viðhorf geta setið sátt við sama borð, og skoðanahroki á þar ekkert erindi, enda liggja rætur hugmyndafræðinnar í sjálfsþekk- ingu og náttúru. Þetta er alger andstæða þess sem við sjáum í kommentakerfum hins vestræna heims. Við breytum kannski ekki hvernig ósjálfráð fyrstu viðbrögð heilans eru, en með því að staldra við og skoða eigin hugsanir, getum við breytt viðbrögðum okkar. Ef andlit af öðrum kynþætti er sýnt nógu lengi, kviknar á svæði rökhugsunar í framheilanum – svæðinu sem getur slökkt á möndlunni og kallað fram samhygð. En til að takast á við eigin fordóma þurfum við að byrja á að ígrunda eigin hugsanir. Robert Sapolsky minnir okkur einnig á að skynsemi er venjulega byggð á rökhugsun, en ekki tilfinningum frá möndlu eða öðrum heilasvæðum. Ef við opnum fyrir fjölbreyti- leika í „við“-hópnum okkar, þá tökum við stórt skref í átt að friðsamri nótt. Við og þau Veturinn að baki var svo sannarlega óvæginn og harðdrægur. Stjórnmálin hafa ekki farið varhluta af því. Eins og hendi væri veifað lokaðist landið og fólk lokaði sig inni. Nær allur einkarekstur í uppnámi og tugir þúsunda misstu vinnuna að hluta, eða öllu leyti. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar létu á sér standa í fyrstu, en svo litu aðgerðapakkar dagsins ljós, einn af öðrum. Kynntar aðgerðir voru misgagnlegar, en settar fram í þeim tilgangi að deyfa höggið og reyna að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Ýmislegt sem kynnt var sem bráðaaðgerðir hefur þó ekki komið til framkvæmda. Brúarlán, stuðningslán, lokunarstyrkir og einskiptis fjárstuðningur við fjölmiðla eru þar á meðal. Í þessum darraðardansi hefur ráðherra mennta- mála skorið sig úr í hópi ráðherra, fyrir klaufaskap og úrræðaleysi á viðkvæmum tímum. Sumt af því sem á borði ráðherrans var þennan vetur hefur ekki komist í verk, á meðan annað hefur verið framkvæmt þannig að eftirmál verða. Ráðherrann skipaði í stöðu ráðuneytisstjóra og niður- staðan var brot á jafnréttislögum. Ráðherrann grófst fyrir um það hjá fjölmiðlum í vetur hvaða áhrif tugaprósenta samdráttur á auglýsingamark- aði hefði haft á rekstur þeirra. Niðurstaða þess var að kynna einskiptis stuðning við fjölmiðla, í því skyni að í landinu héldist upplýstur og fjölbreyttur fréttaflutning- ur. Þetta var í mars. Ekkert bólar á þeim stuðningi. Og úr því það er nefnt, þá bólar heldur ekkert á fjölmiðlafrum- varpinu sem um hefur verið rætt í mörg misseri. Ráðherrann ákvað fjárstuðning við sumarnám í háskólum. Í framhaldi benti Félag atvinnurekenda á að útfærsla niðurgreiðslunnar væri ólögmæt og sam- keppnishamlandi og bryti gegn samningi um EES. Ráðherrann ákvað að einn helsti ráðgjafi hennar skyldi taka forsæti í fjölmiðlanefnd, en þó lá fyrir að annar kandídat, sem hafði verið boðið sætið, væri til þess hæfari. Ráðherrann hefur svo haldið áfram að nýta sér þjónustu þessa ráðgjafa og hefur Fréttablaðið upplýst að hann hafi þegið hátt á annan tug milljóna frá ráðuneytinu á starfstíma ráðherrans. Ráðherrann kynnti nýjan þjónustusamning við Ríkis- útvarpið í ríkisstjórn í desember síðastliðnum. Þjón- ustusamningurinn kveður meðal annars á um tekjur stofnunarinnar og ráðstöfun þeirra til verkefna hennar. Samt hefur ekki verið undir hann ritað, svo vitað sé. Fréttablaðið hefur fjallað um kaup Ríkisútvarpsins á verkum sjálfstæðra framleiðenda. Ekki ber á öðru en að sá þáttur fullnægi ekki skilyrðum sem sett eru í gildandi þjónustusamningi. Þetta hefur ráðherrann ekki fengist til að ræða við blaðið. Verkleysið er þó ekki algert. Ráðherrann ætlar að stefna umsækjanda sem kærði skipan ráðuneytis- stjórans til kærunefndar jafnréttismála, til ógildingar úrskurðar nefndarinnar um að ráðherrann sjálfur hafi brotið jafnréttislög. Það er fremur lágt ris á þeirri fram- göngu. Við bætist svo að ráðherrann er á flótta undan fjöl- miðlum, sem vilja ræða þessi mál við hana. Allt ber þetta vott um verk- og ráðaleysi ráðherrans og læðist að efi um hvort hún eigi erindi í pólitík. Erindi – MEÐ ÞÉR Í SUMAR Þú getur lesið blað dagsins á frettabladid.is og í Fréttablaðsappinu, hvar sem þú ert í sumar FRÉTTABLAÐIÐ MEÐ Í FERÐALAGIÐ! 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.