Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 18
ENSKI BOLTINN Liverpool hafði gert
harða atlögu að enska meistara
titlinum vorið 2014 en látið í minni
pokann fyrir Manchester City á
lokasprettinum. Þegar Klopp tók
við liðinu var það að jafna sig á
brotthvarfi Stevens Gerrard og sat
í 10. sæti deildarinnar.
Á fyrsta blaðamannafundi sínum
sem knattspyrnustjóri Liverpool
sagði Þjóðverjinn félagið vera sér
stakt. Markmiðið væri að vera
orðið samkeppnishæft lið til þess
að vinna alla þá titla sem í boði
eru heima fyrir og í Evrópu innan
fjögurra ára. Nú tæpum fimm árum
síðar hefur hann skilað bæði sigri í
Meistaradeild Evrópu og langþráð
um Englandsmeistaratitli.
Í fyrsta leik Klopp við stjórn
völinn gerði Liverpool markalaust
jafntef li við Tottenham Hotspur.
Þrír leikmenn sem hófu þann leik
eru enn í leikmannahópi Liverpool
en það eru þeir James Milner og
Divock Origi sem eru í rulluhlut
verki hjá liðinu og Adam Lallana
sem hefur verið í litlu hlutverki hjá
Klopp vegna meiðsla sinna.
Klopp fór með Liverpool í úrslit
enska deildarbikarsins vorið 2016
þar sem liðið tapaði fyrir Man
chester City eftir vítaspyrnukeppni.
Sama vor fór liðið í úrslitaleik Evr
ópudeildarinnar í fyrsta skipti
síðan árið 2007 en þar reyndist
Sevilla ofjarl Liverpoolliðsins. Á
fyrsta keppnistímabili Klopp á
hliðarlínunni hafnaði Liverpool í
áttunda sæti ensku úrvalsdeildar
innar.
Fyrstu tvö tímabilin sannfærðu
eigendurna um langtímaplanið
Þessi árangur varð til þess að eig
endur Liverpool gerðu nýjan sex
ára samning við Klopp og þjálfara
teymi hans. Klopp sá svo til þess
að Liverpool myndi taka þátt í
Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn
síðan tímabilið 2014/1015 með því
að lenda í fjórða sæti ensku úrvals
deildarinnar vorið 2017.
Fjórða sætið varð aftur stað
reyndin leiktíðina þar á eftir en
þann vetur festi bakvarðaparið
Andrew Robertson og Trent Alex
anderArnold sig í sessi hjá liðinu og
Virgil van Dijk var keyptur til félags
ins í janúarglugganum árið 2018.
Koma hollenska varnarmannsins
inn í varnarlínu Liverpool átti stór
an þátt í því að Liverpool komst í
úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
eftir ellefu ára fjarveru frá úrslita
leiknum. Þar brást markvörðurinn
Loris Karius samlanda sínum og
Liverpool laut í lægra haldi fyrir
Real Madrid.
Þá skorti Liverpool breidd sókn
arlega til þess að takast á við meiðsli
Mohamed Salah sem meiddist á öxl
eftir viðskipti sín við Sergio Ramos í
leiknum. Þetta var sjötta tap Klopp í
síðustu sjö úrslitaleikjum hans.
Ári seinna fór Klopp hins vegar
aftur með lærisveina sína í úrslita
leik Meistaradeildarinnar og þá
vannst sjötti titillinn í sögu félags
ins eftir sigur gegn Tottenham
Hotspur á fallegu vorkvöldi í Madr
íd. Á þeim tímapunkti hafði Klopp
tryggt sér þjónustu brasilíska
markvarðarins Alisson Becker sem
reyndist mikill happafengur. Þá var
Fabinho mættur inn á miðsvæðið
til þess að stöðva enn frekar þann
leka sem hafði verið á mörkum á
fyrstu misserunum í stjórnartíð
Klopp.
Á leið sinni í átt að sjötta Meist
aradeildartitlinum átti Liverpool
eina af mögnuðustu endurkomum
í sögu keppninnar. Eftir 30 tap á
móti Barcelona í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum á Nou Camp mætt
ust liðin í seinni leiknum á Anfield.
Til þess að bæta gráu ofan á svart
voru Mohamed Salah og Roberto
Firmino sem hafa myndað eitrað
framherjaþríeyki með Sadio Mané
í Bítlaborginni síðustu árin meidd
ir. Liverpool með sína mögnuðu
stuðningsmenn og hápressuleik
stíl þýska gleðigjafans Klopp að
vopni snéri taflinu sér í vil með 40
sigri. Þar var það Divock Origi sem
hefur oft reynst Klopp vel á ögur
stundum sem reyndist hetja Liver
poolliðsins.
Titilbaráttan í ensku úrvalsdeild
inni á síðustu leiktíð var í raun lygi
lega jöfn. Liverpool hafði þá betur
í fyrstu sex deildarleikjum sínum
sem var félagsmet. Á jóladag árið
2018 var Liverpool með fjögurra
stiga forskot á Manchester City.
Áður en 2019 gekk í garð hafði
Liverpool aukið við forystu sína
og um áramótin var liðið með níu
stigum meira en Manchester City.
Ótrúlegur lokasprettur Manchester
City varð hins vegar til þess að 97
stig sem er þriðja besta stigaskot í
sögu ensku efstu deildarinnar dugði
Liverpool til þess að binda endi á
eyðimerkurgöngu sína.
Vonbrigðin urðu eldsneyti á
tankinn hjá leikmönnum
Það varð ljóst í upphafi yfirstand
andi leiktíðar að hungrið í Liverpool
til þess að bæta upp fyrir svekk elsið
að hafa ekki náð að landa enska
meistaratitlinum varð til efla liðið
enn frekar. Aftur unnust fyrstu sex
deildarleikirnir og Manchester City
var ekki eins öflugt og árið áður.
Liverpool hefur haldið dampi alla
leiktíðina og hefur einungis beðið
ósigur í einum leik sem var óvænt
tap á móti Watford og gert jafntefli
við erkifjendur sína, Manchester
United og Everton. Tapið gegn
Watford í lok febrúar batt enda á
44 leikja hrinu Liverpool án þess
að láta í minni pokann sem er met í
sögu ensku efstu deildarinnar.
Munurinn hefur jafnt og þétt
aukist milli Liverpool og Manch
ester City. Tap Manchester City
gegn Chelsea í vikunni varð svo til
þess að Liverpool varð fyrsta liðið
til að vera búið að vinna ensku
Jürgen Klopp
ári of seinn að
skila titlinum
Jürgen Klopp var ráðinn knattspyrnustjóri Liver-
pool í byrjun októbermánaðar árið 2015 en hann
tók við starfinu af Brendan Rodgers sem hafði stýrt
liðinu í þrjú keppnistímabil og var fyrsti stjórinn
frá því á sjötta áratug síðustu aldar til þess að skila
ekki titli í hús á sínum fyrstu þremur árum í starfi.
Liverpool sem leikur undir stjórn Jürgen Klopp er nú handhafi fjögurra titla en liðið hefur unnið Meistaradeild
Evrópu, heimsmeistaramót félagsliða, Ofurbikarinn og Englandsmeistaratitilinn síðasta árið. MYND/GETTY
Jürgen Klopp sagði á
sínum fyrsta blaðamanna-
fundi að hann myndi vera
með lið í allra fremstu röð
innan fjögurra ára.
úrvalsdeildina þegar sjö umferðir
eru enn eftir af deildarkeppninni.
Þegar Liverpool lagði Southamp
ton með fjórum mörkum gegn engu
í febrúar síðastliðnum náði liðið 22
stiga forystu á Manchester City en
sá munur hafði aldrei verið milli
liðanna í tveimur efstu sætunum í
ensku úrvalsdeildinni.
Sigur liðsins gegn West Ham
United í lok febrúar var svo 18.
sigurleikurinn í deildinni í röð sem
er met í efstu deild á Englandi. Þá
skráði Klopp sig enn fremur í sögu
bók Liverpool með því hafa þar
betur í sínum 21. heimaleik og jafna
þar met Bill Shankly frá því árið
1972. Það var sömuleiðis met í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar. Metið
var enn frekar bætt með sigri gegn
Bournemouth í síðasta leik fyrir
hlé vegna kórónuveirufaraldursins
í byrjun marsmánuðar og sigri í
fyrsta heimaleiknum eftir hléið á
móti Crystal Palace.
hjorvaro@frettabladid.is
Tilfinningarnar báru Klopp ofurliði þegar titillinn var í höfn
Klopp var gripinn í viðtal þegar
titillinn var í höfn en þegar hann
ræddi við Greame Souness,
fyrrverandi leikmann og knatt-
spyrnustjóra hjá Liverpool, brast
hann í grát undir lok viðtalsins.
Það var ljóst að titillinn hafði
mikla merkingu í huga Klopp sem
sendi þakkir hingað og þangað
til aðila í Liverpool-samfélaginu.
Þá sagði hann íbúa í Liverpool lifa
fyrir tvennt, knattspyrnu og tón-
list. Það væri honum mikils virði
að hafa getað glatt þá jafn inni-
lega og raun bar vitni með því að
færa þeim enska meistaratitilinn.
Klopp ræddi svo við sjónvarps-
stöð Liverpool í gær þar sem
hann fór yfir andartökin þegar
ljóst var að titillinn væri að verða
að veruleika. Þjóðverjinn sagðist
hafa hringt í fjölskyldu sína á
Facetime þegar í þann mund
sem lokaflautið gall á Stamford
Bridge.
Hann hafi átt innilega stund
með fjölskyldunni sem hann
getur ekki hitt þessa dagana
sökum ástandsins vegna
kórónaveirunnar. Þau hafi skipst
á kærleiksríkum orðum þegar
titillinn var að koma í hús.
Þar á eftir fagnaði Klopp vel
og innilega með leikmönnum
sínum á hótelgarði í grennd við
Melwood-æfingasvæðið.
Seinna um kvöldið sýndi Klopp
magnaða takta á dansgólfinu.
Klopp lét hafa eftir sér í samtali
við Skysports að hann hefði að
sínu mati verið betri dansari en
knattspyrnumaður á sínum tíma.
Í spjalli sínum við sjónvarps-
stöð Liverpool dásamaði hann
svo leikmannahóp sinn sem hann
segir afar náinn auk þess að vera
stútfullur af hæfileikum.
Klopp hefur fengið mikið lof
fyrir að fá til liðs við sig leikmenn
sem hafa hvort í senn mikla hæfi-
leika og mikinn karakter. Klopp
segir kjarnann vera sterkan í
hópnum og andrúmsloftið í bún-
ingsklefanum sé einstakt.
2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT