Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 20
Circle
Circle er ný heimilislína frá Reykja-
vík Trading Co. sem unnin er í sam-
starf i við keramik-listakonuna
Þóru Breiðfjörð og valda veitinga-
staði í nærumhverfi í Hafnarfirði.
Hjónin og hönnuðirnir Anthony
Bacigalupo og Ýr Káradóttir eru
fólkið á bak við Reykjavík Trading
Co. og hafa þau safnað saman,
hannað og útbúið nýjar vörur og
nýta til þess matarafganga.
Matarafgöngum er safnað saman
frá veitingastöðum og kaffihúsum
sem liggja í ákveðnum radíus út
frá heimili þeirra hjóna. Úr þeim
verða til nýir hlutir fyrir heimilið
og hinir endurnýttu hlutir fá önnur
hlutverk í formi keramiks eða vefn-
aðarvöru.
Hlutir úr „Circle“-línunni verða
til sýnis í verslunar- og sýningar-
rými R.T.Co., The Shed í Hafnar-
firði meðan á opnun stendur en
vörurnar verður hægt að kaupa í
takmörkuðu upplagi. Boðið verður
upp á mat og drykk á opnuninni
sem fer fram í dag laugardag klukk-
an 14, sem einnig tengjast þemanu
sem þau vinna með.
Sýningarstaður: The Shed, Suð-
urgötu 9, Hafnarfirði.
Plastplan
Plastplan er plastendurvinnslu-
stöð og hönnunarstúdíó sem felur
í sér plastendurvinnslu, hönnun,
vöruþróun og framleiðslu. Þannig
er stuðlað að hringrás plastefna.
Sýningin, sem er staðsett í vinnu-
stofu Plastplan í Bríetartúni, gefur
innsýn í f lókið ferli endurvinnslu
neytendaplasts og er leiðsögn um
sýninguna í dag, laugardag, frá
klukkan 18 til 19.
Sýningarstaður: Plastplan, Brí-
etartúni 13, Reykjavík.
Skógarnytjar
Skógarnytjar byggir á samstarfi
við aðila skógræktar á Íslandi til
að fullnýta auðlindina og stuðla að
jákvæðum umhverfisáhrifum með
framleiðslu og aðgerðum í samstarfi
við aðila skógræktar.
Eftir tveggja ára rannsóknar-
og þróunarvinnu verður kynnt á
markað endurbætt Skógarnytja-
húsgagnalína sem leggur grunn að
bættri viðarmenningu. Með verk-
efninu og framleiðslu húsgagnanna
eru lögð drög að sjálf bærum iðnaði
hér á landi.
Sýningarstaður: Studio Björn
Steinar, Bríetartúni 13, Reykjavík.
Catch of the day: Limited Covid-
19 edition
Um er að ræða sérframleitt hand-
spritt fyrir HönnunarMars 2020.
Verkefnið byggir á Catch of the
day sem var tilnefnt til Hönnunar-
verðlauna Íslands 2018 og er ætlað
að draga úr matarsóun í samstarfi
v ið mat vælainnf ly tjendur og
sporna gegn útbreiðslu COVID-19.
Til framleiðslunnar eru notaðir
afgangsávextir frá matvælainn-
f lytjendum sem annars hefði verið
sóað. Brúsunum er svo skilað aftur
til Plastplans þar sem þeir fá nýtt
framhaldslíf.
Sýningarstaður: Studio Björn
Steinar, Bríetartúni 13, Reykjavík.
Stóll aðdáendanna
Stólalínan „The Fan Chair“ eða
„Stóll aðdáendanna“ gefur gömlum
sætum úr KR-stúkunni nýtt líf.
Stólunum er jafnframt ætlað að
fanga adrenalínið, björtu litina og
spennu stúkunnar frá níunda ára-
tugnum og færa hana innandyra.
„The Fan Chair“ og „The Fan Bar
Stool“ („Barstóll aðdáendanna“)
einkennast af fjörugum karakter
sem er náð fram með endurnýttum
plastsætum og björtum stálfótum.
Útlit þeirra er einfalt en jafnframt
áberandi sem gerir þá tilvalda
fyrir hversdagslegt, en öðruvísi
umhverfi. Línan kemur í þremur
litasamsetningum og tveimur mis-
munandi stærðum.
Sýningarstaður: Skólavörðustíg
16a, Reykjavík.
Vörulínan sem aldrei varð
Á sýningunni verður sýnd vöru-
lína sem er en aldrei varð. Vörur
sem skilja varla neitt umhverfis-
spor eftir sig og munu eyðast í nátt-
úrunni fyrr en við sjálf.
Á sýningunni tekst Védís Páls-
dóttir vöruhönnuður á við það
hvernig er að vera vöruhönnuður
í heimi sem er of hlaðinn vörum
og ofurseldur neyslumenningu
sem þarf að breyta. Hún veltir því
fyrir sér hvort hægt er að komast
hjá kostnaðarsömu og meng-
andi framleiðsluferli til verndar
umhverfinu, en uppfylla um leið
kröfur neytandans um nýjungar
og vöruúrval.
Á sýningunni mun hún sýna
vörulínu sem er en aldrei varð.
Aðalútgangspunkturinn eru
tölvuteiknaðar vörur í þrívídd
sem hefur verið umbreytt í grafísk
tvívíð verk. Vörurnar eru því ekki
annars staðar en í heimi ímyndun-
araf lsins, ekki þó alveg óáþreifan-
legar heldur á prenti uppi á vegg.
„Hvenær verður vara að vöru?“
verður til sýnis á samsýningunni
„Meira og minna“.
Sýningarstaður: Göngugatan á
Hafnartorgi.
Hvernig geta arkitektar haft
jákvæð áhrif á hlýnun jarðar?
A rk itek t afélag Íslands, Félag
íslenskra landslagsarkitekta og
Græn byggð sameinast í sýningu
um framtíð hins byggða umhverfis
á HönnunarMars 2020.
Tölur sýna að rekja má allt að
40 prósent losunar gróðurhúsa-
lofttegunda á heimsvísu til bygg-
ingariðnaðarins. Arkitektar kapp-
kosta að þróa leiðir til að minnka
losunina. En hvað er hægt að gera?
Á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur
á HönnunarMars verða til sýnis
lausnir sem þegar hafa verið tekn-
ar í notkun, lausnir sem enn eru í
þróun og framtíðarlausnir.
Sýningarstaður: Göngugatan á
Hafnartorgi.
List fyrir
umhverfið
Fjölmargir listamenn sem taka þátt í Hönn-
unarMars setja fókusinn á umhverfið og
vekja um leið athygli á hlýnun jarðar.
Stólalínan „The Fan Chair“ eða „Stóll aðdáendanna“ gefur gömlum sætum úr KR-stúkunni nýtt líf. MYND/KEVIN PAGÉS
Eftir tveggja ára rannsóknar- og þróunarvinnu verður endurbætt Skógarnytja
húsgagnalína kynnt á markað sem leggur grunn að bættri viðarmenningu.
Plastplan er plastendurvinnslustöð og hönnunarstúdíó sem felur í sér
plastendurvinnslu, hönnun, vöruþróun og framleiðslu.
Hlutir úr
„Circle“-línunni
verða til sýnis
í verslunar- og
sýningarrými
R.T.Co., The
Shed í Hafnar-
firði meðan á
opnun stendur.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN