Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 27.06.2020, Qupperneq 22
MIG LANGAR TIL AÐ STYÐJA VIÐ ÍSLENSKA TÓNLISTARMENN, ÞAÐ ERU MARGIR ATVINNU- LAUSIR NÚNA OG ÞAÐ ER OFT ÞANNIG AÐ ÞEGAR EITTHVAÐ KEMUR UPP Á, ÞÁ BÚAST ALLIR VIÐ AÐ TÓNLISTARMENN GERI ALLT ÓKEYPIS. Björk Guðmundsdóttir hefur verið með tón-leikaröðina sem verður í Hörpu í ágúst á bak við eyrað í nokkur ár, en tímasetningin hefur ekki verið rétt fyrr en núna. Á tón- leikunum verður farið yfir 25 ára samstarf hennar við íslenska flytj- endur og er áherslan á hinn óraf- magnaða hluta tónlistar hennar. Tónleikaröðin mun jafnframt kynna tónsköpun Bjarkar á heild- rænan hátt, þar sem hún er bæði tónskáldið og sér um útsetningar tónlistarinnar. Tónleikarnir verða fernir talsins og allir ólíkir. Ásamt Björk koma meðal annars fram strengjasveit frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamra- hlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, f lautusveitin Viibra og hörpuleikarinn Kate Buckley. Engir tónleikanna verða eins, og ekkert lag verður spilað tvisvar á þessum fernum tónleikum. Alls verða 44 lög á lagalistanum, eða 11 á hverjum tónleikum. Björk fékk hugmyndina að tón- leikaröðinni þegar hún gaf út nótnabók með lögum sínum í sam- starfi við píanistann Jónas Sen árið 2017. Bókin ber heitið 34 verk fyrir píanó, orgel, sembal og celestu. Með bókinni vildi Björk miðla tónlist sinni áfram með öðrum tónlistar- mönnum, en í henni má nálgast bæði f lóknar og einfaldar nótur. Allir sem hafa einhverja kunnáttu á hljómborðshljóðfæri geta spilað lögin og líka sungið, en röddin er einnig skrifuð í nótur með texta. Plönin breyttust vegna faraldursins „Mig hefur langað til þess að halda þessa tónleika frá því ég gaf út bók- ina og fyrir ári síðan var ég næstum því búin að láta verða af því, en þá tók Cornucopia-tónleikaferðalagið yfir og ég ákvað að láta það hafa for- gang.“ Björk ferðaðist víða með Cornu- copia, nokkrir tónleikar voru haldn- ir í New York og víða um Evrópu, en fjölmargir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt. „Þetta er það stærsta sem ég hef gert hvað varðar leikmynd og mannskap. Það tók langan tíma að semja við tónlistarhúsin, enda var þetta rosalega stór sýning. Við vorum á ferðalagi alveg þangað til að kórónaveiran kom upp, og ég, eins og aðrir tónlistarmenn, þurfti að fresta öllum ferðalögum á árinu. Þá hugsaði ég með mér að núna væri tíminn til að láta verða af þessum tónleikum hér heima.“ Björk þótti tímasetningin góð, bæði þar sem hún er á landinu, en einnig vegna þess að hana langar til að styðja við tónlistarmenn á Íslandi. „Mig langar til að styðja við íslenska tónlistarmenn, það eru margir atvinnulausir núna og það er oft þannig að þegar eitthvað kemur upp á, þá búast allir við að tónlistarmenn geri allt ókeypis. Margir þeirra lifa á því að spila á tónleikum, því þeir fá ekki lengur tekjur af plötusölu.“ Styður við Kvennaathvarfið Kynþáttafordómar hafa verið áber- andi í umræðunni upp á síðkastið, en Björk fékk tvær ungar stúlkur, þær Chanel Björk Sturlu dótt ur og Di önu Rós Breckmann Jónatans- dótt ur, til að vera með samtal á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þar ræddu þær saman um rasisma á Íslandi og hvernig Black Li ves Matter-hreyf ing in hefur haft áhrif hér á landi. „Ég vil endilega sýna lit í þessari umræðu, enda þykir mér hún afar mikilvæg. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig ég gæti lagt þessu mál- efni lið hér heima og hef ákveðið að styðja við Kvennaathvarfið. Mér finnst þau vera að gera góða hluti, bæði fyrir konur af erlendum uppruna, en einnig núna á tímum kórónaveirunnar þegar hér, eins og annars staðar í heiminum, urðu konur fyrir meira heimilisofbeldi og gátu leitað þangað.“ Eftir tónleikana í Hörpu, sem allir munu hefjast klukkan fimm síð- degis, geta gestir keypt sér mat og notið, og mun allur ágóði sölunnar renna til Kvennaathvarfsins en einnig verður hægt að styrkja mál- efnið beint. „Mig hefur alltaf langað til að halda tónleika síðdegis. Það er annar tónlistarfókus á kvöldin en á daginn, mér finnst ég miklu opnari í dagsorkunni. Það var því kjörið tækifæri að halda tónleikana klukkan fimm, þá getur fólk borðað saman eftir á, horft yfir Faxaflóann í góðri stemningu og stutt gott mál- efni.“ Björk stefnir á að streyma tón- leikunum erlendis gegn greiðslu, en þeir sem vilja horfa, til dæmis í Bandaríkjunum, geta þá greitt fyrir áhorfið, og ágóðinn rennur þá til hjálparsamtaka í Bandaríkj- unum, eða í því landi þar sem þeim er streymt. „Það hefði ekki verið neitt mál að gera þetta ókeypis, við erum ekki að gera þetta fyrir peningana. En ég vil að þetta verði framtíðin, að tónlistarmenn geti haldið tónleika heima hjá sér og fengið borgað fyrir það. Ég er að berjast fyrir tónlistar- menn og því að þeir séu ekki alltaf að gefa vinnuna sína.“ Alltaf búið á Íslandi Björk kom, eins og fyrr segir, heim í lok febrúar og hefur verið á landinu síðan. Aðspurð hvort hún sé komin fyrir fullt og allt segist hún aldrei hafa f lutt alveg frá Íslandi, en hún fái þessa spurningu oft. „Ég hef alltaf búið á Íslandi sextíu prósent tímans; bara alltaf, meira að segja á níunda áratugnum. Það hefur engin breyting orðið á því. Fólk heldur bara að ég sé í útlönd- um því ég er að fela mig þegar ég er hérna heima. Ég læt lítið fyrir mér fara, kíki rétt í Vesturbæjarlaugina, annars er ég bara heima eða uppi í sumarbústað.“ Björk nýtti tímann í samkomu- banninu með fjölskyldunni og segist vera þakklát og fegin að fjölskyldan hafi öll verið saman á Íslandi. Hún er nýorðin amma, en sonur hennar eignaðist sitt fyrsta barn á árinu. „Ömmuhlutverkið er eitt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég skil núna hvað ömmur og afar hafa alltaf verið að segja. Þetta er eintóm gleði og einföld hamingja.“ Hún segist hafa gegnt húsmóður- hlutverkinu undanfarna mánuði og líkað vel. „Nú á maður aðeins stærri fjöl- skyldu og við vorum mikið saman á þessum tíma. Ég rak veitingastað heima hjá mér. Vanalega fer fólk í skóla og vinnu, en allt í einu þurfti að græja þrjár máltíðir alla daga vikunnar. Ég breyttist bara í gamal- dags súper-húsmóður og mér fannst það bara kikk, ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ Hún segir þetta hafa verið óvenju- lega tíma fyrir alla og að fólk hafi eflaust upplifað mismunandi kvíða. Berst fyrir hag tónlistarmanna Björk Guðmundsóttir hefur dvalið á Íslandi síðan í lok febrúar og nýtt tímann með fjölskyldunni í hlutverki hús- móður, samið nýja tónlist og skipulagt tónleikaröð hér heima, sem hana hefur lengi langað til að láta verða af. Urður Örlygsdóttir urdur@frettabladid.is Björk Guðmundsdóttir ásamt hluta þess stóra hóps íslensks tónlistarfólks sem hefur starfað með henni og mun koma fram á tónleikaröðinni í Hörpu í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.