Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 26

Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 26
FÆSTIR SJÚKLINGAR HAFA INNSÝN Í KOSTNAÐ Í HEIL- BRIGÐISKERFINU, ÞAÐ SAMA GILDIR UM MARGA HEILBRIGÐISSTARFSMENN OG GETUR ÞAÐ VALDIÐ NOKKRU HUGARANGRI ÞEGAR KEMUR AÐ RANN- SÓKNUM. Þvagvegir okkar eru nýru, þvagleiðarar, þvagblaðra og þvagrás. Allir þessir staðir geta sýkst, en algengast er að slíkar sýkingar komi fram í blöðrunni. Hjá sumum er um krónískt vandamál að ræða, algengara er að konur fái slíkar sýkingar og einnig aldraðir. Einkennin geta verið margbreyti- leg, en sviði við þvaglát, aukin þörf á að fara á klósettið, oftar og jafn- vel lítið í einu, kviðverkir og vond lykt af þvagi, auk litabreytinga, eru algengust. Hjá öldruðum ein- staklingum er fyrsta einkenni oftar en ekki ruglástand, eða breyting á líðan sem er rakin til þvagfæra- sýkingar. Þá getur verið munur á einkennum eftir því hvar sýkingin er, til dæmis er ekki algengt að það fylgi hiti nema sýkingin sé komin ofar, eða alla leið upp í nýrun. Áhættuþættir eru mismunandi eftir kynjum, hjá konum er þvag- rásin styttri og gerir bakteríum auðveldara um vik að komast upp í blöðruna. Kynlíf er áhættuþáttur og sumar getnaðarvarnir geta aukið líkurnar. Þá er í kjölfar tíðahvarfa talsverð breyting á hormónastarf- semi og slímhúðinni, sem gerir konur einnig viðkvæmari. Aðrir þættir sem hafa áhrif eru nýrna- steinar, þeir sem nota þvagleggi, að hafa farið í aðgerð á þvagvegum og svo þrengsli ýmiss konar, sem hindra rennsli, þar meðtalin blöðru- hálskirtilsstækkun eða -mein. Auðvelt er að greina sýkinguna með þvagprufu eða ræktun, sumir læra að þekkja einkennin ef þau koma reglulega upp. Meðhöndlun er oftast í formi sýklalyfja, en ekki alltaf. Þá er mikilvægt að stunda for- varnir, eins og að drekka ríkulega af vökva og helst vatni, pissa eftir kynlíf og að skeina sig rétt, sem er frá skeiðaropi. Sumir trúa á trönu- berjasafa sem sakar örugglega ekki og svo hjá konum á breytingaskeiði að nota hormónauppbót, eða stað- bundna meðferð vegna slímhúðar- breytinga. Stundum eru notuð lyf í forvarnarskyni til að hindra sýkingar, en það er meira hjá öldr- uðum. Ef þú ert með einkenni, láttu þá skoða þig. Þvagfærasýking Auðvelt er að greina sýkingu með þvagprufu. MYND/GETTY Það er auðvitað grund-vallaratriði að fara vel yfir sögu og fram-kvæma skoðun, sem á að leiða lækninn áfram með það hvaða rann- sóknir er skynsamlegt og eðlilegt að panta og láta framkvæma. Með því að beita þessu rétt, aukast líkur á réttri greiningu og meðferð sem virkar. Því að rannsaka fylgir heilmikil ábyrgð og læknar hafa ríkar skyldur gagnvart sjúkl- ingum sínum. En ekki síður þeim sem greiða fyrir þjónustuna, sem hérlendis er í flestum tilvikum ríkið. Fæstir sjúklingar hafa innsýn í kostnað í heilbrigðiskerfinu, það sama gildir um marga heilbrigðis- starfsmenn. Þá bætast ýmis atriði við sem of f lókið er að útskýra í þessari grein og tengjast tryggingastöðu, örorku, notkun einstaklinga á heilbrigðis- kerfinu og auðvitað er verðvitund f lestra aftengd, því þeir hafa ekki innsýn í raunverulegan kostnað. Til dæmis kemur oftast ekki fram á reikningi heilbrigðisþjónustu hvað hún kostar. Hluti sjúklings annars vegar og hluti sjúkratrygg- inga hins vegar ætti að vera vel sýni- legur. Þar sem verkefnið er býsna f lókið kjósa margir að láta það sig engu varða og óska eða búast við því að þeir fái þá þjónustu sem þarf. Ef við tökum þessa nálgun út frá sjúklingnum, þá á hann rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni og er það stefna stjórnvalda og að ég tel, alls þorra almennings í þessu landi. Mannaflafrek þjónusta Hingað til hefur það gengið býsna ágætlega, en þó ekki áfallalaust. Við eigum ekki öll tækin sem þarf, fáum ekki alltaf nýjustu lyfin og þannig mætti lengi telja. Þá er heil- brigðisþjónusta mannaf lafrek og launaliðurinn stór þáttur í rekstr- inum. Penni læknisins, eða tölvan sem hann notar, eykur kostnað kerfisins, enda panta læknar rann- sóknir, skrifa út lyf, beiðnir fyrir meðferð og svo framvegis. Þeim er því uppálagt að einhverju leyti að vera hliðarverðir kostnaðar, á sama tíma og þeir eiga að greina sjúkling- inn og meðhöndla, sem getur leitt til erfiðrar stöðu. Tökum til skýringar dæmi: Heim- sókn til sérfræðilæknis, þar sem kemur vel fram hver heildarkostn- aður er við viðtal. Það sem fram fór og hver hlutdeild sjúklingsins er annars vegar og kerfisins hins vegar. Í heilsugæslunni er greitt eitt gjald, óháð verkefni, og ekki sund- urliðað. Sumpart er þjónustan ókeypis, sem er gott, en ætti engu að síður að koma fram hver kostn- aðurinn er. Varðandi rannsóknir er þessu mismunandi farið, þeir sem fara í röntgen sjá uppskiptingu, en hinir sem láta taka blóð greiða iðulega eingöngu blóðtökugjald og átta sig ekki á heildarkostnaði rannsóknar. Siðferðisleg spurning En skiptir þetta máli? Það gerir það vissulega, þar sem augljóst er að sami vandinn er alls staðar á Vesturlöndum. Aukinn fjöldi fólks með f lókin vandamál, fjölbreytni í meðferðarmöguleikum og sam- fara því aukinn kostnaður, sem ein- hvern tímann verður ekki hægt að standa undir. Siðferðilega spurningin er erfið. Hvenær þarf að gera breytingar og hverju á að breyta, eða hætta? Lík- lega er ein lausn að horfa í auknum mæli til forvarna og heilsuef lingar, enda skiptir ábyrgð einstaklings á eigin heilsu verulegu máli. Verðvitund allra, bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna, og opið bókhald, mun líklega skila tölu- verðu, og að ábendingar fyrir rann- sóknum og meðferð séu enn betur skilgreindar. Einstaklingsbundin nálgun á vanda sjúklinga, nýting tækni- lausna og gervigreindar, auk þess að horfa í auknum mæli til með- ferðar í heimahúsi, eru nokkrir punktar til viðbótar. Þetta verður áskorun, og verk- efni framtíðarinnar er að bæta þjónustu við sjúklinga á sama tíma og við hámörkum nýtingu og drögum úr kostnaði. Kostnaður í læknisfræði Í læknisfræði eigum við nokkuð mörg vopn í vopnabúrinu, þegar kemur að því að finna greiningu á þeim vanda sem sjúklingar glíma við. Rannsóknum fylgir þó ábyrgð. Sjúklingur á rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu, en fæstir hafa þeir innsýn í kostnaðinn sem fylgir heilbrigðiskerfinu. MYND/GETTY Blóðrannsóknir eru eitt algeng-asta form rannsókna sem læknar framkvæma. Þann- ig fáum við einstaka innsýn í það hvernig líkaminn virkar og hvort það er eitthvað sem bjátar á í hinum ýmsu kerfum. Líffærafræði, lífeðlis- og lífefna- fræði endurspeglast að hluta í slíkri prufu. Við getum til dæmis illmögu- lega áttað okkur á því hvort blóðfita sé í lagi, nema með því að gera slíka rannsókn. Sama gildir um mörg líffæri og reiðum við okkur mjög á blóðrannsóknir til að vísa veginn. Hvað skoðar læknirinn í blóði? Það er hægt að mæla ansi margt, en algengast er að átta sig á mergstarfs- semi og blóðmyndun, nýrum, lifur, söltum, blóðfitu og blóðsykri. Oft er efnaskiptavirkni og hormón eins og í skjaldkirtli, heiladinguls- eða kynkirtlastarfsemi mæld. Víta- mín eru síður mæld, en algengast er að mæla B-12 og D-vítamín. Þá er algengt að mæla járnbúskap, sér- staklega hjá konum. Svo er athugað hvort breytingar séu á gildum sem tengjast hugsanlega krabbameini og er þar oftast mælingin á blöðru- hálskirtli, eða svokölluðu PSA-gildi. Þegar læknirinn sendir beiðni þarf hann að ákveða hvert og eitt atriði og hafa til þess ábendingu, sérstaklega ef sjúkratryggingar eiga að greiða fyrir rannsóknina. Læknar eru almennt ekki að senda prufur og mæla „allt“, enda myndi slíkt setja heilbrigðiskerfið á haus- inn. Það er ágæt regla fyrir sjúklinga að vilja vita hvað var mælt og hvort það hafi orðið einhver veruleg breyting, til samanburðar við fyrri mælingar. Það getur gefið ýmsar vís- bendingar um heilsufar einstaklinga og þróun sjúkdóma, eða vanda. Það getur svo líka verið rík ástæða til þess að bæta við rannsóknum, ef ekki koma fram skýringar á ein- kennum sjúklinga. Svarið „blóð- prufan var fín“ er ágætt, en segir nákvæmlega ekkert, nema um það sem var mælt. Það sem ekki kemur fram Það eru ansi margir sjúkdómar sem „flagga“ ekki á venjulegri blóðrann- sókn og getur þurft að leita eftir með nákvæmari mælingum. Læknar taka oftar en ekki í upp- hafi almenna rannsókn sem skimar helstu kerfi. En segjum að sjúklingur væri með dæmigerð klínísk ein- kenni sykursýki, en það hefði ekki verið mældur sykur, hvað þá verið skoðað þvag, þá myndi sú greining ekki koma fram í slíkri rannsókn. Sama gildir um járn of hleðslu, skjaldkirtilsvanda, kynkirtilvanda og svo framvegis. Þess vegna er sykur í blóði ein algengasta mæling sem er framkvæmd í hefðbundinni blóðrannsókn. Þegar um flóknari sjúkdóma er að ræða sem þurfa annars konar prufur, til dæmis gigtarsjúkdómar, þá fara þær rann- sóknir oft fram á stofu sérfræðinga eftir tilvísun úr heilsugæslu, eða á sjúkrahúsi. Þannig má segja að við höfum ansi mikla breidd í mögu- leikum til rannsókna, en yfirleitt erum við að horfa á afmarkaða hluti. Þá er í eftirliti með ýmsum kvillum verið að fylgja þeim eftir sérstak- lega, til dæmis við innstillingu lyfja og mælingar því mjög afmarkaðar. Sjúklingurinn upplifir að stöðugt sé verið að taka blóð og því sé hann í góðu eftirliti með allt mögulegt, en reynist svo alls ekki vera það. Því er ágæt regla að vera meðvitaður um hvað er verið að rannsaka og hvers vegna. Hvað segir blóðið þitt? Blóðið veitir innsýn í margt. Teitur Guðmundsson læknir 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.