Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 30
Það var auðvitað
stórkostlegt fyrir
mig að fá að umgangast
svona Hollywood-
stjörnur. Þetta eru allt
leikarar, bæði íslenskir
og erlendir, sem ég hef
lengi litið upp til.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
Nýjar umbúði
r
Halldóra segir að það hafi verið stórkostleg upp-lifun að sitja við hlið Pierce
Brosnan í upptökum á senu,
þar sem þau hlustuðu saman á
Waterloo með ABBA sem bar sigur
úr býtum í Eurovision árið 1974, en
atriðið á að gerast á þeim tíma. „Og
þarna sat ég við hliðina á mann-
inum sem söng í bíómyndinni
Mamma Mia!Við spjölluðum smá
um Eurovision og hann sagðist
muna eftir því að hafa horft á
keppnina þegar ABBA vann, á
meðan hann var sjálfur í leiklistar-
námi. Svo erum við mörgum árum
seinna að taka þetta upp og ég sjálf
nýútskrifuð,“ segir þessi unga leik-
kona. „Þetta var einstök upplifun,“
bætir hún við.
Hélt þetta væri grín
Halldóra segir að það hafi verið
mjög spennandi að koma að svona
stóru verkefni stuttu eftir útskrift.
„Ég hef ekki einu sinni leikið í
stuttmynd á Íslandi, svo þetta var
magnað tækifæri fyrir mig. Þegar
fyrirtækið Spotlight, sem er svo-
kallað „casting“ fyritæki margra
þekktra leikara, hafði samband
við mig, var ég ekki komin með
vinnu og var að leita að húsnæði
í London. Þegar mér var boðið að
koma í prufu fyrir myndina Euro-
vision hélt ég í fyrstu að þetta væri
grín, enda var aðeins vika frá því
ég útskrifaðist úr skólanum. Síðan
þurfti ég að bíða í tvær vikur áður
en ég var kölluð í aðra prufu. Það
var taugatrekkjandi tími,“ segir
Halldóra. „Það var því mikið gleði-
efni að fá hlutverkið.“
Senan sem Halldóra leikur í var
tekin upp í Edinborg. Hún bauð
fram frekari krafta ef hún gæti
aðstoðað og fékk það hlutverk að
þýða texta úr ensku yfir á íslensku
og kenna stórstjörnunni Pierce
Brosnan að bera fram íslensk
orð. „Við Guðmundur Ingi leikari
fengum að vinna með talþjálfara
að kenna Brosnan. Hann var bara
rólegur og til í slaginn að læra setn-
ingarnar á íslensku. Ef þú ert James
Bond þá eru nokkrar setningar
á íslensku ekki mikið mál,“ segir
Halldóra brosandi. Með henni í
myndinni voru, auk Guðmundar
Inga, Nína Dögg Filippusdóttir og
Arnar Jónsson.
Halldóra segist ekki hafa hitt
Will Ferrell, en hún hitti leik-
konuna Rachel McAdams. „Það
var auðvitað stórkostlegt fyrir mig
að fá að umgangast svona Holly-
wood-stjörnur,“ segir hún. „Þetta
eru allt leikarar, bæði íslenskir
og erlendir, sem ég hef lengi litið
upp til. Það var frábært að sjá
hvað listaheimurinn getur verið
hvetjandi og fallegur. Nína Dögg
Kenndi Pierce
Brosnan
íslensku
Halldóra Þöll Þorsteins útskrifaðist
frá breska leiklistarskólanum Rose
Bruford College of Theatre and Per-
formance í fyrra. Fyrsta hlutverkið
hennar eftir útskrift var í bíómynd-
inni Eurovision sem Netflix sýnir.
Halldóra segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að leika í kvikmyndinni Eurovision sem er komin í sýningu á
Netflix. Frábært að fá hlutverk í svona stórri mynd þar sem Hollywood-leikarar koma við sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
var ótrúlega góð við mig. Ég mun
vinna með henni áfram í sumar við
upptökur á þáttaröðinni Verbúð,
en ég hef dáðst að Vesturporti alla
mína ævi, svo þetta er draumur
sem er að rætast,“ segir hún.
Í breskum barnaskóla
Halldóra bjó í London þegar hún
var á aldrinum 10-13 ára og gekk
í breskan, kaþólskan skóla. For-
eldrar hennar voru á þeim tíma í
mastersnámi og Halldóra segir að
það hafi verið mjög skemmtilegt
að upplifa allt annars konar skóla
en hún var vön frá Íslandi. „Þarna
kynntist ég breskri menningu og
hafði mikinn áhuga á enskunni.
Mér fannst því henta mér betur
að fara í leiklistarnám í Bretlandi.
Þótt ekki sé langt að fara til Eng-
lands er menningin ólík þeirri
íslensku og mannflóran fjölbreytt.
Mér finnst skemmtilegt að kynn-
ast fólki með ólíkan bakgrunn og
hlusta á sögur þess. Ég bý í London
en kom heim vegna COVID,“ segir
Halldóra, sem hefur áhuga á verk-
efnum hér á landi til að kynnast
listaheiminum.
Úr verkfræði í leiklist
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
leiklist og sérstaklega söngleikjum.
„Ég byrjaði ung í söngnámi hjá
Margréti Eir og fór síðan í Söng-
leikjadeild Söngskóla Sigurðar
Demetz, hjá Völu Guðnadóttur
og Þór Breiðfjörð. Ég hafði mikla
ástríðu fyrir söngleikjum þegar
ég var táningur, en ég þorði aldrei
að tala um eða viðurkenna að mig
langaði að verða leikari. Ég var
alltaf mjög góð í raungreinum,
sérstaklega stærðfræði. Var dúx í
grunnskóla, fór síðan á eðlisfræði-
braut í Verzló og þaðan í heil-
brigðisverkfræði í HR í eitt ár, þar
sem ég komst á forsetalistann
haustönnina. Þar að auki var ég
keppniskona í sundi fyrir Ármann.
Ég æfði sund í fimmtán ár og
stefndi hátt, en meiddist í baki og
varð að hætta. Þá varð ég að finna
mér ný áhugamál,“ segir hún.
Þorði ekki að segja frá
Rose Bruford skólinn bauð
Íslendingum að koma í prufur
fyrir leiklistarnám og ég komst
strax inn. Ég þorði ekki fyrst að
segja foreldrum mínum frá þessu,
en ég þurfti að ákveða mig í hvelli
og flutti til London fimm dögum
seinna. Námið var frábært. Ég fór í
skiptinám til Chicago og lærði heil-
mikið þar líka. Í útskriftarverkinu
lék ég aðalhlutverkið, Hekúbu, í
nýrri útgáfu af grísku tragedíunni
Trójukonum eftir Evripídes. Eftir
útskrift hef ég leikið í barnaleikriti
á Norður-Englandi, verið í „voice-
over,“ og hef verið að vinna með, og
leikstýra, bekkjarbróður mínum
sem var að skrifa leikrit til að setja
vonandi upp á Camden Fridge og
Vaults festivalinu, þegar COVID
og samfélagið leyfa,“ segir Hall-
dóra, sem var ekki búin að horfa á
Eurovison þegar viðtalið var tekið
í gær, en ætlar að horfa á hana með
fjölskyldunni. „Ég hlakka mikið
til að sjá myndina. Það er stórkost-
legt að hugsa til þess að maður hafi
verið að vinna að sama verkefni og
allar þessar stórstjörnur. Í raun er
stórkostlegt að upplifa svona stórt
verkefni og sjá hvað það er mikið
fyrirtæki að búa til kvikmynd,“
segir Halldora Thoell, en það er
sviðsnafnið hennar.
Eurovision er komin í sýningu á
Netflix, svo nú er hægt að sjá hana.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R