Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 34

Fréttablaðið - 27.06.2020, Side 34
Ferðalagið hennar Mörtu byrjaði í Land- mannalaugum, eftir að hafa gengið Lauga- veginn. Síðan var farið austur- leiðina með strætó. Maður lærir að nýta hlutina í skátunum og forðast sóun. Við eigum svo margt sem vel er hægt að nýta betur og lengur. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Marta býr í Grundarfirði þar sem hún hefur starfað við ferðaþjónustu, auk þess sem skátastarfið á hug hennar allan. Hún hefði verið að undir- búa Landsmót skáta, ef allt hefði verið eðlilegt, en það átti að vera á Akureyri 8. – 14. júlí. Vegna COVID var því frestað um eitt ár. Gestir koma alls staðar frá í heiminum á Landsmótið og venjulega er mikið tilhlökkunarefni hjá skátum að mæta á svæðið. „Við þurfum bara að hlakka til aðeins lengur,“ segir Marta, en útilegur í tjaldi þykja henni mjög skemmtilegar. Útilegur eru stór hluti af skátastarfinu og Marta segir að öllum sé velkomið að heimsækja Úlfljótsvatn í sumar, þar sem er góð aðstaða fyrir úti- legur og margt um að vera. Þegar Marta er spurð um eftir- minnilegar útilegur, er hún fljót að svara. „Ég hef farið víða um landið þótt ég eigi enn nokkra staði eftir. Fyrir þremur árum fór ég hringinn í kringum landið í strætó og rútu, með tveimur þýskum vinkonum mínum. Það var mjög skemmti- legt ferðalag. Þetta var ferð sem boðið var upp á, en maður þurfti að stoppa á nokkrum stöðum og dvelja í sólarhring á hverjum stað. Það var ný og öðruvísi upplifun. Maður var kannski allt í einu staddur á einhverjum stað, sem annars hefði bara verið keyrt í gegnum. Þýsku vinkonur mínar eru sérfræðingar í sparsemi þann- ig að það var ekkert verið að eyða í óþarfa. Við sváfum alltaf í tjaldi og vorum ekki með mikinn farangur með okkur,“ segir Marta. „Það kom nokkrum sinnum fyrir að við ætluðum að stoppa á einhverjum stað, en hættum við það þegar komið var á staðinn þar sem ekkert var í boði. Við hoppuðum út úr strætó og inn í hann aftur. Fórum síðan á næsta stað og veltum fyrir okkur hvað við ættum að gera skemmtilegt í heilan sólarhring. Ferðin byrjaði í Landmannalaugum, eftir að við höfðum gengið Laugaveginn frá Skógafossi. Næsti viðkomustaður var Vík í Mýrdal, síðan Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir, Húsavík, Mývatn, Akureyri og loks Snæ- fellsnesið. Þetta var sjö daga ferð. Fór hringinn í strætó og rútu Marta Magnúsdóttir, formaður Bandalags íslenskra skáta, hefur ferðast mikið um landið og fer óvenjulegar leiðir þegar hún leggur land undir fót. Útilegur eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Marta Magnúsdóttir, formaður Bandalags íslenskra skáta, segir að skáta- starfið sé einstaklega skemmtilegt og ekki síst útilegurnar. Það er vel hægt að njóta landsins á einni viku. Við vorum ekki með bíl og fórum þess vegna ekkert út fyrir þessa bæi,“ segir Marta. Hornstrandir í uppáhaldi „Þýsku vinkonur mínar komu síðan aftur í heimsókn og þá fórum við á Hornstrandir. Það var það langskemmtilegasta sem ég hef gert á Íslandi. Við vorum í fimm daga og lentum í svarta- þoku sem var ekkert grín. Ferðin var gríðarleg upplifun fyrir okkur allar, ekki síst þær, sem höfðu þó aðeins kynnst íslensku veðurfari. Strandirnar eru einstakt svæði og ferðin var mikið ævintýri,“ segir Marta og bætir við að það hafi ekki verið neitt óþægilegt að hafa ekki bíl. „Ég eignaðist minn fyrsta bíl í vor og var vön því að ferðast með áætlunarvögnum eða á puttanum. Einu sinni lenti ég í því að vera fjórtán tíma frá Reykjavík til Grundarfjarðar,“ segir Marta, sem er fædd og uppalin á Grundarfirði, en hefur auk þess búið um tíma í Reykjavík, Minnesota í Banda- ríkjunum og í Ekvador. „Ég kem alltaf aftur í Grundarfjörðinn þar sem mér líður best, enda er eins og maður sé alltaf í sumarbústað,“ segir hún. Flestir vita að það er fallegt á hennar heimaslóðum. „Ég flutti reyndar í Dalabyggð í vor til að vera í sauðburði. Maður reynir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera.“ Þarf ekki dýrustu græjurnar Marta bendir á að ef fólk langar í útilegu en sé ekki vant að ferðast innanlands, er engin ástæða til að kaupa öll tæki og tól eftir vöru- listum. „Það er ýmislegt hægt að fá lánað hjá ættingjum eða fara í eigin skápa og finna potta, pönnur og önnur áhöld og taka með sér í ferðalagið. Ef fólk er að fara eitt- hvað í alfaraleið er góð þjónusta á f lestum viðkomustöðum. Auk þess er grillaðstaða á mörgum tjald- svæðum. Ég er búin að læra að því minna sem maður hefur meðferð- is, þeim mun minni verða áhyggj- urnar. Það er vel hægt að bjarga sér með fáum hlutum. Bara taka það allra nauðsynlegasta. Hver hlutur sem maður tekur með hefur notagildi, tjald, svefnpoki og nesti. Ef fólk á ekki tjalddýnu er hægt að notast við tvö ullarteppi í staðinn, vera hlýlega klæddur og leggja af stað. Það er vel hægt að komast af án dýrustu græjanna. Þegar ég fer til útlanda tek ég til dæmis alltaf með mér föt sem ég hef ekki notað lengi. Maður lærir að nýta hlutina í skátunum og forðast sóun. Við eigum svo margt sem vel er hægt að nýta betur og lengur.“ Vill fjölga skátum Marta hvetur skáta til að draga fjölskyldur sínar í útilegur í sumar og ferðast um Ísland. „Ég byrjaði í skátunum þegar ég var 15 ára. Þá fór ég á kynningu á starfseminni, en hafði haft fordóma gagnvart skátunum. Á fundinum var verið að kynna alþjóðlegt skátamót sem mér þótti afar spennandi. Ég ákvað að skrá mig og þetta var það allra skemmtilegasta sem ég hef gert, síðan eru liðin tíu ár,“ segir hún. „Við erum með skátafélag í Grundarfirði og ágætis þátttaka, þótt ég vilji alltaf fá f leiri. Núna er að fara í gang verkefni til að fjölga skátum á landinu og skátafélögum. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja alla sem vilja kynnast starfinu til að hafa samband við Skátamiðstöðina í Hraunbæ. Þar er tekið vel á móti öllum. Börn og unglingar hafa mjög gott af því að taka þátt í skátahreyfingunni, en hún er stofnuð fyrir frið og bræðralag. Skátar um allan heim hafa mikla samheldni og vinna saman. Hvar sem ég hef komið í heiminum hef ég eignast góða vini í gegnum skátahreyfinguna,“ segir skátaforinginn Marta. an ok .is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.