Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 35
Nokkra fimmtu-
daga í sumar verður
boðið upp á Sumarbræð-
ing í Menningarhús-
unum. Þá verður boðið
upp á Sumarjazz í Saln-
um og lengri opnunar-
tíma í Gerðarsafni.
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á skemmti-legar og fræðandi smiðjur
í sumar fyrir ungt fólk. Um er að
ræða vikulegar smiðjur frá þriðju-
degi til fimmtudags og hefjast þær
30. júní. Það eru fjórir sumarstarfs-
menn menningarhúsanna sem
stýra smiðjunum, en hópurinn
kallar sig Sumarspírurnar. Hópinn
skipa þær Guðný Sara Birgisdóttir,
myndlistarkona og meistaranemi
í hönnun við Listaháskólann,
Ýr Jóhannsdóttir, textíllista-
kona og nemi í listkennsludeild
Listaháskólans, Jóhanna Malen
Skúladóttir, jarðvísindanemi við
Háskóla Íslands og teiknari, og
Þórhildur Magnúsdóttir sem er
víólunemi í Tónlistarháskólanum í
Kaupmannahöfn.
„Við munum leggja áherslu á
umhverfisvitund, list ræna sköpun
og leikgleði, en smiðjurnar standa
yfir frá klukkan 13-15, þrjá daga
vikunnar, og standa yfir frá 30.
júní til 13. ágúst,“ segir Guðný Sara.
„Á þriðjudögum verða vísinda-
miðaðar smiðjur og þrautagerð,
myndlist verður í boði á mið-
vikudögum, og á fimmtudögum
bjóðum við upp á fimmtudags-
flækjur.
Smiðjurnar eru öllum opnar og
ekkert kostar inn á þær,“ bætir Ýr
við.
Þverfagleg samskipti aukin
Smiðjurnar eru hugsaðar fyrir
10-14 ára krakka, en verða að sjálf-
sögðu opnar fyrir alla þá sem hafa
áhuga á listrænni sköpun segir
Jóhanna Malen. „Dagskráin mun
að mestu leyti fara fram í Gerðar-
safni, Bókasafni Kópavogs og
Náttúrufræðistofu, en einnig
munum við nýta útivistarsvæði
Menningarhúsanna og vera eina
viku í Lindasafni.“
Það er þeim mikið hjartans mál
að viðhalda því f lotta og öfluga
menningarstarfi sem Menningar-
húsin í Kópavogi bjóða upp á yfir
vetrartímann og færa það yfir á
sumartímann líka.
Mikil fjölbreytni
Guðný ætlar að leggja áherslu á
skemmtilegar myndlistarsmiðjur
á miðvikudögum undir heitinu
Myndlistar-miðvikudagar! „Smiðj-
urnar verða allar mjög fjölbreyttar
og snerta á sem flestum flötum
myndlistarinnar. Við verðum til
dæmis með klippimyndasmiðju,
prentsmiðju með áherslu á endur-
vinnslu á efniviði og vatnslita-
smiðju.“
Ýr, sem skapar undir nafninu
Ýrúrarí, stendur fyrir smiðjunum
á fimmtudögum, sem verða með
furðu- og flækjuþema. „Það verða
meðal annars textíltilraunir og
leikir úti á túni, f léttað úr lofti og
vatni, frumlegar fataviðgerðir og
skapandi útsaumur og dúskagerð,
með endurunnum efnivið.“
Leyniletur og sólkerfi
Jóhanna Malen, sem meðal annars
hefur unnið með námi í vísinda-
smiðju Háskóla Íslands, við vís-
indamiðlun til grunnskólabarna,
mun sjá um þverfaglegar smiðjur.
„Ég mun leggja áherslu á sköpun í
tengslum við vísindi og náttúru og
bjóða upp á til dæmis tetrisþrauta-
smíði, seglasmiðju, leyniletur og
sólkerfið, svo fátt eitt sé nefnt.“
Starf Þórhildar í sumar felst
einna helst í að spila á víóluna og
tvinna saman lifandi tónlist og
annars konar list, sem fram fer í
smiðjunum, á skapandi hátt.
Nánari upplýsingar verða svo
settar jafnóðum inn á Facebook
Fjölbreytt og lifandi sumar
Í sumar munu Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á skemmtilegar smiðjur fyrir ungt fólk. Auk
þess verður fjölbreytt dagskrá í boði allt sumarið fyrir alla aldurshópa.
Guðný Sara Birgisdóttir, myndlistarkona og meistaranemi, Ýr Jóhannsdóttir, textíllistakona og nemi í LHÍ, Jóhanna Malen Skúladóttir, jarðvísindanemi
við Háskóla Íslands og teiknari og Þórhildur Magnúsdóttir sem er víólunemi í Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það er margt í boði fyrir börn í Bókasafninu í Gerðarsafni í Kópavogi. Það er alltaf líf og fjör hjá ungu kynslóðinni í Kópavogi enda margt í gangi.
Salalaug er glæsileg en hún er önnur tveggja sundlauga í bænum.
hópinn „Sumarspírur Menn-
ingarhúsanna“ og á facebook síðu
Menningarhúsanna í Kópavogi.
Eitthvað fyrir alla
Menningarhúsin í Kópavogi eru
Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa
Kópavogs, Bókasafn Kópavogs,
Héraðsskjalasafn Kópavogs og
tónleikhúsið Salurinn, en öll húsin
eru staðsett í hjarta Kópavogs-
bæjar í Hamraborginni.
Í sumar standa þau fyrir sam-
vinnuverkefni sem ber heitið
Söfnum sumri í Menningarhús-
unum í Kópavogi. Um er að ræða
fjölskylduverkefni sem skapar
vettvang til útiveru og samveru,
þar sem fjölskyldan getur unnið
saman að skemmtilegum og fræð-
andi verkefnum. Þátttakendur fá
afhentan glæsilegan taupoka, stút-
fullan af fjölbreyttum og sumar-
legum verkefnum og þrautum,
sem fjölskyldan er hvött til að taka
með sér út í sumarið og í ferðalögin
fram undan.
Nokkra fimmtudaga í sumar
verður boðið upp á svokallaðan
Sumarbræðing í Menningarhús-
unum í Kópavogi. Þá verður boðið
upp á Sumarjazz í Salnum og lengri
opnunartíma í Gerðarsafni og
Pure Deli, eða til klukkan 21. Næsti
Sumarjazz í Salnum er 9. júlí, en þá
koma fram Unnur Birna og Bjössi
Thor. Ókeypis er á Sumarjazzinn
og í Gerðarsafn frá klukkan 17.
Gerðarsafn opnar sýninguna
Þegar allt kemur til alls, eftir tólf
íslenska samtímalistamenn,
laugardaginn 4. júlí. Verkin eru
sérvalin út frá því hvernig fegurðin
í hversdagsleikanum, léttleiki,
húmor og leikgleði, birtast í þeim.
Á sýningu Náttúrufræðistofu
Kópavogs er gestum boðið í ferða-
lag um helstu búsvæði sem finnast
á Íslandi, allt frá myrkustu undir-
djúpum til hæstu fjallatoppa. Á
leiðinni mæta gestum þær lífverur
sem finna má í hinum mismunandi
búsvæðum.
Bókasafn Kópavogs býður upp á
mikið úrval bóka og tímarita, auk
þess sem lestraraðstaða safnsins er
hin huggulegasta.
Útivistarsvæði Menningar-
húsanna í Kópavogi býður upp á
eitthvað fyrir alla fjölskylduna.
Fullorðnir geta notið sín með
kaffibolla frá Pure Deli og bók við
hönd, á meðan börnin leika sér á
svæðinu, sem inniheldur meðal
annars ærslabelg, klifurgrind og
gosbrunn.
Að lokum má nefna að í Kópa-
vogi eru tvær frábærar sundlaugar,
Salalaug og Sundlaug Kópavogs.
Þær eru opnar frá klukkan 6.30 –
22 alla virka daga og frá klukkan
8 – 20 um helgar.
Nánari upplýsingar um viðburði
og opnunartíma er að finna á
menningarhusin.kopavogur.is.
KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÍSLAND KOMDU MEÐ