Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 37
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar og FlyOver Iceland er hin full-
komna byrjun á ferðalaginu um
Ísland. Myndin gefur ákveðinn
forsmekk af því hvað Ísland hefur
að bjóða og sýnir magnaðar
myndir af því stórkostlega landi
sem við búum í. Gestir okkar sem
þekkja landið vel segjast sjá Ísland
í alveg nýju ljósi, og það eitt, er
mikið hól fyrir okkur,“ segir Agnes
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
FlyOver Iceland.
Hjá FlyOver Iceland gefst fólki
færi á að sjá Ísland með augum
fuglsins fljúgandi.
„Já, það má segja það. Að sjá
Ísland úr lofti og í miklu návígi er
einstök upplifun. Ég held að okkur
öll dreymi um að geta svifið og
það er smá galdur á bak við það að
herma eftir þeirri tilfinningu, að
svífa um eins og fuglinn fljúgandi.
Að baki liggur gífurleg vinna, bæði
við upptökur á myndinni og við
tæknilegu útfærsluna, að ná þess-
ari einstöku tilfinningu að finnast
maður raunverulega svífa yfir
íslenska náttúru,“ upplýsir Agnes.
Sýning á heimsmælikvarða
Í FlyOver Iceland komast ferða-
langar í tæri við staði sem fæstir sjá
á lífsleiðinni.
„Í upphafi var ákveðið að sýna
fólki bæði þekkta og óþekkta
staði. Við förum ekki með fólk í
Gullna hringinn eða Bláa Lónið
sem dæmi, en það eru nokkrir
kunnuglegir staðir eins og Dyr-
hólaey og Mælifell. Aðrir staðir
eru jöklar, hálendi, faldir fossar og
djúp gil sem flestir sjá í fyrsta sinn
og er afar erfitt að komast að nema
vera fuglinn fljúgandi sem við
bjóðum gestum okkar upp á.“
Gestirnir hefja ferðalagið í Lang-
húsinu.
„Þar segir sögumaðurinn okkar,
Páll Pálsson, fyrrum sjómaður,
frá sagnahefð og þrautseigju
Íslendinga í gegnum aldirnar
og kynnir til sögunnar íslensku
tröllin. Í seinni forsýningunni er
kíkt í Brunn tímans þar sem tröll-
skessan Sú Vitra, sem Hanna María
Karlsdóttir leikkona ljáir rödd
sína, segir frá náttúruöflunum
sem mótuðu Ísland og gera enn, og
hverjir voru fyrstu landnemarnir
á Íslandi: Jú, auðvitað tröllin! Að
lokum er stigið inn í salinn fyrir
f lugsýninguna. Gestir sitja í sætum
með fæturna dinglandi og hreyfast
með myndinni sem varpað er á 270
fermetra skjá,“ upplýsir Agnes um
sýningu FlyOver Iceland, sem er
tæknilega fremst á meðal jafningja
og ein af fáum sambærilegum
sýningum í heiminum.
„Það er afar spennandi að geta
boðið Íslendingum upp á slíka
sýningu, sem er á heimsmæli-
kvarða,“ segir Agnes.
Með tár í augum af hrifningu
Í FlyOver Iceland er lögð áhersla
á að efla öll skilningarvit, en upp-
lifunin er þó alls ekki hrikaleg.
„Það heyrist nóg af gleðiópum
og andköfum,“ segir Agnes. „Í
heimi skemmtigarða og afþrey-
ingasýninga er FlyOver Iceland
skilgreind sem „mildly thrilling“,
eða temmilega æsileg sýning.
Upplifunin er afar raunveruleg og
margir lyfta fótum, svo þeir rekist
ekki í jökulsporð eða turninn á
Hallgrímskirkju. FlyOver Iceland
hentar því fjölskyldum afar vel og
nær til breiðs aldurshóps og oftar
en ekki hef ég tekið á móti fólki
með tárin í augunum af hrifningu.
Það eitt færir manni yl í hjarta.“
Agnes segir það hafa komið sér
skemmtilega á óvart hversu vel
Íslendingar hafa tekið í sýninguna,
en alls hafa 70.000 Íslendingar
heimsótt FlyOver Iceland frá
opnun.
„Það er afar algengt að gestir
komi aftur og aftur og við höfum
heyrt af gestum sem eru að koma
í fjórða, fimmta og jafnvel tólfta
skiptið! Þetta er afþreying sem
er ólík öllum öðrum. Hún hentar
öllum aldurshópum, er tilvalin
fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa og
fjölskyldur. Það skiptir höfuðmáli
að Íslendingar hafi trú á því sem
við bjóðum upp á, því það er besta
auglýsingin – orðspor FlyOver
Iceland dreifist hratt um landið.“
Sömu viðbrögð komi fram hjá
öllum aldurshópum.
„Fólk kemur yfirleitt skælbros-
andi og hlæjandi út. Við tökum
á móti krökkum frá fjögurra til
fimm ára, en þau þurfa að hafa náð
102 sentimetra hæð, og upp í 90 ára
fólk. Elsta konan sem hefur prófað
FlyOver Iceland var í Kanada. Hún
var 104 ára og vildi ólm fara aftur
í f lugið. Ferðamenn koma oft út af
sýningunni og spyrja hvort þetta
sé raunverulega allt á Íslandi; þeir
eru orðlausir yfir fjölbreytileika
íslenska landslagsins.“
FlyOver Iceland í Vancover
Að geta skoðað heiminn með
þessum hætti segir Agnes vera það
sem koma skal í ferðamennsku
og FlyOver Iceland ætlar að færa
heiminn nær Íslendingum.
„Ég lít á FlyOver Iceland sem for-
smekk af því sem landið hefur upp
á að bjóða og á sama tíma að kitla
forvitna aðila til að kynnast land-
inu enn betur. Til dæmis erum
við að sýna íslensku myndina í
FlyOver Canada í Vancouver. Það
eitt og sér er mögnuð landkynn-
ing. Á næsta ári munum við einnig
opna annað FlyOver í Las Vegas,
þar sem vesturströnd Banda-
ríkjanna verður sýnd og árið 2022
verður ný FlyOver Canada-mynd
frumsýnd í Toronto. Kosturinn
við að vera partur af slíku sterku
alþjóðlegu fyrirtæki er að okkur
gefst tækifæri á að sýna Íslend-
ingum myndir frá f leiri stöðum
og í haust munum við til dæmis
sýna FlyOver Canada-myndina
hér á landi. Þetta er frábær leið til
að kynnast öðrum löndum og á
sama tíma fá innblástur að nýjum
ferðalögum.“
Hún segir fólk ekki verða ugg-
andi við að sveiflast um í lausu
lofti.
„Í raun er fólk ekki laust í loftinu
heldur í sætum með sætisbelti
og fæturnir dingla niður. Sætin
hreyfast svo í takt við myndina.
Við mælum ekki með sýningunni
fyrir þá sem kljást við mikla loft-
hræðslu en á hinn bóginn hafa
mjög margir lofthræddir heimsótt
okkur og viljað fara strax aftur
í aðra ferð. Einnig er gott að vita
að við leggjum mikla áherslu á
allt öryggi og fylgjumst vel með
hverjum og einum einstaklingi.
Ef við sjáum að viðkomandi líður
illa stöðvum við sýninguna sam-
stundis þannig að sá aðili komist
út, svo höldum við áfram fluginu.
Fyrir f lesta er þetta frábær og
jákvæð upplifun. Hún er spenn-
andi og ólík öllu öðru.
Raunveruleg upplifun
Í FlyOver Iceland er öll upplifun
gerð eins raunveruleg og mögu-
legt er.
„Við leggjum mikið upp úr góðu
aðgengi og sýningin gerir mörgum
kleift að ferðast um Ísland sem
annars hefðu ekki tök á því að
ferðast, klífa fjöll og sjá marga
af stöðum sem eru fótgangandi
ferðalöngum ómögulegt að sjá.
Það að geta fundið vindinn í
hárinu og ilm af nýslegnum akri
færir svo upplifunina á annað
plan,“ segir Agnes.
Að f luginu loknu segir Agnes
nokkur börn hafa spurt hvort þau
séu enn á Íslandi.
„Flestir koma út af sýningunni
og eru spenntir að fara út til að
upplifa Ísland og sjá nýja staði.
Aðrir koma hrærðir út með tárin í
augunum. Enn aðrir hafa stofnað
gönguhópa með það að markmiði
að heimsækja þá 27 staði sem við
sýnum í myndinni. Viðbrögðin
eru margvísleg og það er einstakt
að fá þau frá gestum okkar.“
Í sumar ætlar starfsfólk FlyOver
Iceland að njóta þess að taka á
móti kátum og ævintýraþyrstum
Íslendingum.
„Ferðagjöfin er ákaflega
skemmtilegt tækifæri fyrir gesti
að koma og prófa þessa sýningu
sem er á heimsmælikvarða.
Sjálf ætla ég að vera dugleg að
ferðast um landið í gönguferðum,
hjólandi og á hestum. Ísland er
einstakt land og fyllir mann enda-
lausri orku.“
Hægt er að sjá allar nánari upp-
lýsingar á tilboðum á heimasíðu
FlyOver Iceland, flyovericeland.is.
Spennandi
upplifun og
ólík öllu öðru
Ferðalag um Ísland hefst í FlyOver
Iceland. Landsmenn taka andköf af
undrun og fögnuði þegar farið á staði
sem enginn kemst nema fuglinn
fljúgandi. Flestir þrá að komast aftur.
Í FlyOver
Iceland finnst
gestum sem
þeir svífi yfir
undurfagurt
landslag Ís-
lands.
KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÍSLAND KOMDU MEÐ