Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.06.2020, Qupperneq 38
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að mikil aðsókn sé á útivistarstíginn sem liggur á milli Hrafnagils og Akureyrar. „Þetta er mátulega löng ganga á sléttlendi, sem hentar allri fjölskyldunni. Hægt er að ganga stíginn, hjóla eða hlaupa,“ segir hann. „Hér er mikið framboð af alls kyns afþreyingu, sem gaman er að taka þátt í, fyrir alla fjölskylduna. Við erum með öflugt ferðamálafélag sem er duglegt að skipuleggja hina ýmsu viðburði,“ segir Finnur. „Útivistarstígurinn hefur opnað marga möguleika fyrir þá sem vilja hreyfa sig og upplifa sveitina um leið,“ bætir hann við og bendir á Hælið í Kristnesi, þar sem er gott kaffihús. „Þaðan er stutt að rölta yfir í jólagarðinn og fá sér ís áður en haldið er í laugina í Hrafnagili.“ Finnur segir að einnig sé skemmtilegt að fara í bíltúr út í sveit og koma við í Holtseli, þar sem hægt sé að fá heimagerðan ís. Þar er kúabúskapur og ísgerð. „Smámunasafnið er í um 8 km fjarlægð frá Hrafna gili og þar er gaman að koma við,“ segir hann. „Það er mikil hjólaumferð á milli Akureyrar og Hrafnagils. Margir kjósa líka að ganga um skóglendið en hér í kring eru nokkrar merkt ar gönguleiðir. Síðan eru margir sem ganga frá Kaffi kú, þar sem er veit­ ingastaður, og upp Uppsalahnjúk en útsýnið þaðan er mjög fallegt.“ Handverkshátíðin í Hrafnagili er alltaf vinsæll atburður á sumrin, en að þessu sinni hefur henni verið frestað, eins og svo mörgum öðrum hátíðum. Hins vegar verður boðið upp á Matarstíg Helga magra, sem er samvinnu­ verkefni matvælaframleiðenda á svæðinu. „Þetta er verkefni sem hefur verið í bígerð í langan tíma. Það verða nokkrar uppákomur í Hrafnagilsskóla í sumar, þar sem bændur bjóða upp á matartengda viðburði með mat úr héraðinu. Þetta verða bændamarkaðir sem eru mjög spennandi,“ segir Finnur. „Stefnt er að matarhátíð, helgina sem Hrafna gilshátíð ætti að vera. Svo má benda á að hér í sveitinni er mikið úrval af góðum gisti­ og veitingastöðum. Í Hrafnagili er fjölskylduvæn sundlaug með leiktækjum auk glæsilegs tjaldsvæðis og fjölbreytts úrvals veitingastaða. Margt í boði í blómlegri sveit Það er skemmtilegt fyrir fjölskyldur að koma á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit. Ég er fæddur og uppalinn á Hvolsvelli og tengist því Rangarþingi eystra afar sterk­ um böndum. Þarna þekkir maður hvern hól og hverja þúfu. Frelsið sem maður upplifði í æsku hefur svo mikið að gera með það hvernig maður er í dag. Við smíðuðum kofa, ég gerði við skellinöðrur og var í raun með heilt þorp sem leik­ völl. Það er algerlega ómetanlegt að hafa fengið að alast upp á svona stað. Minn uppáhaldsstaður á öllu svæðinu er að sjálfsögðu æsku­ heimilið að Litlagerði 10. Þar er alltaf heitt á könnunni þegar ég er á svæðinu, enda eru Hvolsvell­ ingar þekktir fyrir eindæma gest­ risni,“ segir Ómar. Leyndarmál Ómars Ómar lumar á nokkrum ráðum þegar kemur að því að ferðast um Suðurlandið. „Ekki keyra framhjá Hvolsvelli, því þetta heillandi þorp er ótrúlega vel staðsett fyrir þá sem ætla að ferðast á þessu svæði. Þar er æðislegur veitinga­ staður og rólóinn við leikskólann Örk er líka stórskemmtileg dægra­ stytting fyrir krakkana. Frá Hvols­ velli er hægt að skella sér í geggjað­ ar göngur, til dæmis upp á fjallið Þríhyrning. Einnig er steinsnar að kíkja í dagsferð í Þórsmörk, eða jafnvel til Vestmanna eyja. Þar eru líka ferða þjónustufyrirtæki líkt og Midgard og South Coast Adventure, sem hafa margt spenn­ andi upp á að bjóða.“ Söguslóðir Ómar segir svæðið vera gullkistu fyrir útivistarfólk. „Ég mæli með að fólk skipuleggi útivistar ferðir, hvort sem eru göngur, hestaferðir eða annað. Þetta eru náttúru­ lega Njáluslóðir og það að upplifa svæðið á hestbaki, eins og Njáll og Gunnar forðum, er algerlega ólýsanlegt. Ég mæli líka sérstak­ lega með því að kíkja í Sögusetrið, ef fólk vill kynna sér Njálu betur, áður en haldið er á Njáluslóðir. Njála er spennusaga fyrir alla aldurshópa og krakkarnir hafa jafn gaman af því að læra um kappana og fullorðna fólkið.“ Heillandi helgarferð Hin fullkomna helgarferð í huga Ómars myndi byrja á því að kíkja í sund til að starta deginum. „Næst myndi ég draga fjölskylduna í góða gönguferð, til dæmis upp á einn tind Þríhyrnings. Því næst myndum við renna að Hellis­ hólum og fá okkur snæðing, áður en við héldum á ærslabelginn á Hvolsvelli, sem er alveg æðisleg útrás fyrir yngri kynslóðina. Krakkarnir falla svo í djúpan og ótruflaðan svefn fram á næsta morgunn. Daginn eftir væri snilld að halda inn í Þórsmörk, sem er ein fallegasta náttúruperla okkar Íslendinga, skella upp tjaldi fyrir nóttina, ganga um svæðið og grilla svo eitthvað girnilegt um kvöldið.“ Ekki láta Hvolsvöll framhjá þér fara Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson er Hvolsvellingur í húð og hár. Ræturnar toga hann reglulega úr ys og þys borgarinnar að heimsækja æskuslóðirnar. Ómar Úlfur útvarpsmaður og Bára Jónsdóttir, kona hans, skelltu sér í dags- ferð í Þórsmörk. Upphafsstaðurinn var að sjálfsögðu Hvolsvöllur. Oft er sagt að Eyjafjarðarsveit sé blómlegasta sveit Íslands. Þar eru frábærar gönguleiðir og margt í boði. ASKJA KOMDU OG UPPLIFÐU! HERÐUBREIÐ, DREKAGIL o.fl 1980 - 2020 HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Sími: (+354) 464 - 1920 Email: myvatntours@gmail.com Meiri upplýsingar: www.myvatntours.is MÝVATN TOURS er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í Öskjuferðum með 40 ára reynslu. Farið er um stórbrotið landslag Öskju, Vítis, Drekagils, Herðubreiðarlindar og annarra einstakra staða. Í sumar er áætlað að bjóða uppá 2-4 ferðir vikulega. Einnig bjóðum við uppá einkaferðir í Öskju eða lengri um hálendið. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.