Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 39

Fréttablaðið - 27.06.2020, Page 39
Gríptu hjólið með þér norður í sumar. Í sumar verður tónlistarhátíðin Úlfaldi úr Mýflugu endurvakin en hún mun fara fram dagana 3.- 4. júlí í Jarðböðunum við Mývatn Mývatn og flugskýli Mýflugs. Það sem helst einkennir Þing-eyjarsveit og Skútustaða-hrepp er gríðarleg fjölbreytni í landslagi og útivistarmögu- leikum, ásamt afþreyingu sem henni tengist, segir Soffía Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Mývatnsstofu. „Á svæðinu má líka finna margt gott að borða beint frá býli og mikið úrval af gistimögu- leikum. Hér eru 40 gistiheimili, stór og smá, og sjö tjaldsvæði. Hægt er að njóta svæðisins á marga mismunandi vegu eftir áhugasviði hvers og eins, hvort sem það eru fjallgöngur, hjólaferðir, hesta- ferðir, hálendisferðir, hellaskoðun, skoðunarferðir, f lugferðir eða bara afslöppun í fallegri náttúru. Á svæðinu gætir þú dvalið í viku án þess að borða á sama veitingastað tvisvar, eða gista á sama gistiheim- ili eða tjaldsvæði.“ Ýmsar náttúruperlur Aðspurð um helstu náttúruperlur og afþreyingu sem svæðið býður upp á, segir hún margt koma upp í hugann. „Það má nefna hraunið, fjöllin, fossana og háhitasvæðin, en þau standa upp úr á þessu svæði að mínu mati. Flestir þekkja Detti- foss og Goðafoss, en einnig mælum við með Selfossi og Hafragilsfossi við Dettifoss og Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi í Bárðardal.“ Hún segir margar styttri og lengri gönguleiðir á svæðinu og það sé einstaklega gaman að labba um Dimmuborgir, en þar geta gestir líka rekist á jólasveina. „Öll fjölskyldan getur síðan hæglega skokkað upp á Hverfjall (Hverfell) og Vindbelgjarfjall. Allir ættu síðan að nýta tækifærið í sumar og kíkja í hálendisferð upp í Öskju og Drekagil og skoða fjalladrottningu Íslands, Herðubreið, en hægt er að fara þangað í jeppaferðir, og dagsferðir með rútu. Dalirnir í Þingeyjarsveit eru líka dásam- legir og vel þess virði að skoða, t.d. Flateyjardalur og svo má skreppa í Flatey. Mývatnssveitin stendur alltaf fyrir sínu og þar eru margar perlur sem eru mörgum kunnugar eins og Skútustaðagígar, Höfði og Grjótagjá, ásamt fjölbreyttu fuglalífi.“ Tónlistarhátíð endurvakin Í sumar verður tónlistarhátíðin Úlfaldi úr Mýflugu endurvakin, en hún mun fara fram dagana 3.- 4. júlí í Jarðböðunum við Mývatn og flugskýli Mýflugs. „Þar munu koma fram listamennirnir Auður, Bríet, krassasig, Dimma, Haki, Stefán Elí og Cell7. Hátíðin fór fram síðast árið 2010, svo það ríkir mikil spenna í loftinu yfir þessari endur- vakningu.“ Hún minnir síðan á að það sé alltaf upplifun að heimsækja jóla- sveinana í Dimmuborgum. „Þeir taka á móti gestum í sögustund alla laugardaga í sumar klukkan 13, en það eru ekki margir sem hafa hitt þá svona yfir hásumarið og heyrt þá segja sögur af sér.“ Einnig má nefna að Umhverfis- stofnun býður upp á daglegar gönguferðir með leiðsögn land- varðar í Dimmuborgum, við Goða- foss og víðar. Fjölbreytt matarframboð Að sjálfsögðu er nóg af góðum mat í Þingeyjarsveit og Skútu- staðahreppi og svæðið býður upp á fjölbreytta flóru matvæla fyrir fólk á öllum aldri. „Við Mývatn er mikið af reyktum silungi og hverarúgbrauði sem allir þurfa að smakka. Margir bændur selja síðan eigin afurðir beint frá býli, eins og lambakjöt og nautakjöt, og þeir sem eru með reykhús bjóða að sjálfsögðu líka upp á hangikjöt. Síðasta sumar opnaði ísbúðin Skúta-ís á Skútustöðum, sem fram- leiðir ís úr mjólk frá býlinu. Mozz- arella-osturinn og fetaosturinn í Vogafjósi er einnig framleiddur þar. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á afurðir frá Norður- landi, hvort sem það er kjöt eða grænmeti, mjólkurafurðir og ís.“ Ýmis afþreying í boði Fyrir utan alla náttúruna sem fjölskyldan getur upplifað saman, geta ferðalangar farið í sund- laugina á Laugum eða í Jarðböðin við Mývatn til að baða sig, segir Soffía. „Fuglasafnið er einnig virki- lega skemmtilegt og svo er hægt að heimsækja byggðasafnið á Grenj- aðarstað, sem er glæsilegur torf- bær. Það er virkilega gaman fyrir alla fjölskylduna að heimsækja húsdýrin í Daladýrð og heimsækja kýrnar í Vogafjósi. Síðan er hægt að nýta sér bændagistingu, þar sem börn geta nálgast dýrin á bæj- unum. Laugavöllur er skemmti- legur íþróttavöllur við tjaldsvæðið og sundlaugina á Laugum, þar sem börn á öllum aldri geta leikið sér. Ekki má gleyma Vaglaskógi, en hann er kjörinn til útivistar fyrir börn og fullorðna. Það má því með sanni segja að hér ríki ein- stök veðursæld, náttúrufegurð og dásamleg gestrisni og ég vona svo sannarlega að sem flestir lands- menn stoppi hér í sumar.“ Nánari upplýsingar má finna á www.visitmyvatn.is. Dásamlegur staður að heimsækja Einstök veðursæld, náttúrufegurð og dásamleg gestrisni, einkenna Þingeyjarsveit og Skútustaða- hrepp, ásamt útivistarmöguleikum og ýmiss konar afþreyingu. Margt verður um að vera í sumar. Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum. MYND/ MARCIN KOZACZEK Að skoða Goðafoss er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. MYND/JÓN TÓMAS EINARSSON Fjölskylda á ferðalagi um svæðið snemmsumars, hér í Dimmuborgum. MYND:/JÓN TÓMAS EINARSSON. KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÍSLAND KOMDU MEÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.