Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 70
Það er hægt að
kynnast dýrunum í
sveitinni, kanna
skemmtilegar göngu-
leiðir, fara í hestaferðir,
kajakferðir, eða spila
golf.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Um er að ræða eina af ást-sælustu vegasögum okkar tíma. Þeim fáeinu hræðum
sem hafa enn ekki kynnt sér þessa
frábæru menningargersemi er
bent á að hætta að lesa greinina
undir eins, því hér á eftir munu
fara ýmsar uppljóstranir sem
ætlaðar eru aðdáendum Stellu en
gætu skemmt fyrir fyrsta áhorfi
ókunnugra.
Með aðalhlutverk í Stellu í orlofi
fara þau Edda Björgvinsdóttir
(Stella), Gestur Einar Jónasson
(Georg), Þórhallur Sigurðsson (Sal-
omon), Sólveig Arnarsdóttir (Eva),
Unnur Berglind Guðmundsson
(Silja), Gísli Rúnar Jónsson (Anton
f lugstjóri), Ása Hlín Svavarsdóttir
(sænska gæran), Björgvin Franz
Gíslason (sveitastrákur) og Hildur
Guðmundsdóttir (sveitastelpa).
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir og handritshöfundur er
Guðný Halldórsdóttir.
Bláar sokkabuxur, lýsislykt,
pappír og berjaljóð
Stella, ráðagóð og eiturhress
húsmóðir í Reykjavík, tekur þá
afdrifaríku ákvörðun að skella
sér í veiðiferð eftir að Georg,
maðurinn hennar handleggs-
brotnar og þarf að hætta við téða
veiðiferð, sem að sjálfsögðu er
ekkert annað en framhjáhaldsferð
í dulargervi með „gærunni“ sem
nefnd er í upphafi pistils. Upp-
hefst stórskemmtilegt ferðalag þar
sem alkóhólistinn Salomon, sem
sjálfur ætlar í SÁÁ-meðferð, er
sóttur á f lugvöllinn í misgripum
fyrir „viðskiptafélaga Georgs“, sem
að sjálfsögðu er engin önnur en
framangreind gæra sem í kjöl-
farið sést reglulega skakklappast
um vegakerfi landsins í leit að
Georg á háum hælum og bláum
sokkabuxum alla leið í veiði-
húsið við Selá, þar sem megnið af
kvikmyndinni á sér stað. Við sögu
koma kátir meðlimir Lionsklúbbs-
ins Kidda, ógleymanleg veiðiferð
lituð dagdrykkju, fornmælt sveita-
systkini, bændafólk sem selur
engar landbúnaðarafurðir, horfin
veska, laxahjarta sem angar af lýsi
og fjölmörg önnur ógleymanleg
atriði.
Egg eru uppspretta ógæfu
Egg, spæld eður ei, koma víða við
sögu í kvikmyndinni, en atriðið
þar sem Stella og Salomon vippa
upp hurðinni að veiðihúsinu
endar á því að egg brotnar á höfði
Salomons og eftirfarandi setning
hljómar: „Herregud, þetta er
blóð“. Einnig muna margir eftir
gömlu konunni í hjólastólnum
sem lemur göngustaf sínum ítrek-
að í bæjardyrnar og æpir í sífellu:
„egg!“. Persónur kvikmyndar-
innar efast sífellt um gæfusemi og
manngildi Georgs enda er hann
sérlega aumkunarverð persóna.
Ólán hans hefst á því þegar hann
missir andlitið bókstaflega ofan í
Út með
gæruna
„Út með gæruna!“ er ein þekktasta
setning íslenskrar kvikmyndasögu
fyrr og síðar. Setningin kemur fram
í kvikmyndinni Stella í orlofi sem
frumsýnd var þann 18. október 1986.
Frú Stella Löve og Salomon skála fyrir góðum feng í Selá.
„gulu majónesuna“ í afmælisboði
í upphafi kvikmyndarinnar, en
glöggir lesendur vita að majónes
er ekkert annað en egg og olía.
Einnig má nefna sveitasystkinin
sem hafna peningum Georgs og
systirin hefur orð á því að hann
virðist eigi gæfumaður vera. Á
eftir koma þessi f leygu orð frá
bróður hennar: „Vel var þetta
mælt Sigríður mín og segir mér
hugur um að þú hafir spælt mann
þennan.“
Þessi stórskemmtilega ferðasaga
er án efa ein tilvitnaðasta kvik-
mynd Íslandssögunnar og kveikir
hjá f lestum óslökkvandi ferðaþrá
um íslenska vegi og náttúru.
Gistimöguleikarnir innan Hey Ísland eru mjög fjöl-breyttir: sumarhús, íbúðir,
gistiheimili af öllum stærðum
og gerðum og hin glæsilegustu
sveitahótel. Það ættu því allir að
finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri
hjá Ferðaþjónustu bænda.
Víða er afþreying í boði á gisti-
staðnum, eða í nánasta umhverfi
hans. „Það er hægt að kynnast
dýrunum í sveitinni, kanna
skemmtilegar gönguleiðir, fara í
hestaferðir, kajakferðir, eða spila
golf. Möguleikarnir eru endalausir
á ferðalögum um landið okkar.“
Einnig er hægt að leita að
veitingastöðum, en margir þeirra
bjóða upp á hráefni beint frá býli
eða annað spennandi hráefni úr
héraði. „Margir þessara veitinga-
staða eru mjög skemmtilegir og
það er gaman að kynnast ólíku
hráefni og réttum eftir lands-
hlutum.“
Gjafabréfin eru vinsæl
„Einfalt er að kaupa gjafabréf á hey.
is en þau verða sífellt vinsælli gjafa-
kostur, enda stórsniðug gjöf sem
gleður,“ segir Berglind. Þau gilda
bæði fyrir ferðalög innanlands
með Hey Íslandi og Bændaferðum
út í heim, sem er annað vörumerki
Ferðaþjónustu bænda hf.
Nú er einfalt
að skipuleggja
draumafríið
Það er tilvalið að panta gistingu og afþreyingu
gegnum íslensku bókunarsíðuna hey.is, sem er í
eigu Ferðaþjónustu bænda hf. Innan hennar má
finna ferðaþjónustubændur á um 160 stöðum
víða um land. Staðirnir eru eins ólíkir og þeir eru
margir, sem gerir upplifunina skemmtilega.
Gistimöguleikarnir innan Hey Ísland eru mjög fjölbreyttir.
Tilboð og séróskir
Fjölbreytt tilboð eru í gangi yfir
sumarið sem gott er að kynna sér
þegar sumarfríið er skipulagt. Má
þar meðal annars nefna gistingu
og golf um allt land, lúxusgöngu-
ferðir eða gistiupplifun, aftur til
gamla tímans á Austurlandi og
matarupplifun á Norðurlandi.
„Svo má skoða ævintýradvöl á
Vestfjörðum, sjálf bærni í sveitinni
á Suðurlandi og sveitasælu á
Vesturlandi, svo nokkur tilboð séu
talin upp.“
Þeir sem ferðast um landið á
raf bílum, eða eru með gæludýr
með sér á ferðalaginu, geta leitað á
hey. is eftir gististöðum sem bjóða
upp á sérhæfðri þjónustu, sem og
gististaði með hjólastólaaðgengi.
Mögnuð, íslensk náttúra
Berglind segir magnað að vera úti í
íslenskri náttúru og í sumar gefist
Íslendingum einstakt tækifæri til
að njóta hennar og jafnframt að
upplifa alla þá grósku sem fyrir-
finnst í íslenskri ferðaþjónustu í
dag. „Við hjá Hey Íslandi hvetjum
alla til að ferðast sem mest innan-
lands í sumar og njóta alls þess
sem náttúran og fólkið í landinu
hefur upp á að bjóða. Gleðilegt
ferðasumar!“
16 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RÍSLAND KOMDU MEÐ