Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 27.06.2020, Blaðsíða 71
Ég get fullyrt að Hornfirðingar eru skemmtilegir heim að sækja og góðir gestgjafar“, segir Ásta Júlía Theodórsdóttir sem býr á Hala í Suðursveit og rekur þar gistihúsið Skyrhúsið, sem er umvafið litríkum og lögulegum fjöllum. „Perlur Hornafjarðar eru margar og náttúrufegurðin allt um kring, en ég held að Lónið sé einhver van- metnasta sveit landsins, náttúru- lega séð. Hér er einstök fjallasýn, jöklarnir, sandarnir og sjórinn, og orkan eftir því.“ Ásta Júlía segir gott fyrir munn og maga að kynnast matarmenn- ingu Hornafjarðar. „Það er auðvitað ómissandi að fá sér hornfirskan humar. Á Höfn er einn fegursti og besti veitinga- staður landsins, OTTO Matur og drykkur, og svo stendur Hafnar- búðin alltaf fyrir sínu og ekkert að humarlokunni þar. Þá svíkur Hala-lambið og bleikjan á Þór- bergssetri engan. Því er ekki annað en að drífa sig af stað, finna plötuna Algjör Sveppur með Gísla Rúnari á Spotify, hækka í botn og syngja hástöfum með; „Í sveit, í sveit, í Suðursveit …“.“ Leyndarmálin ótal mörg „Helstu töfrar Hornafjarðar eru stórbrotin náttúra allt í kring, sem mótast hefur í aldanna rás af eldvirkni, rofi og framburði jökla Faldar perlur í Ríki Vatnajökuls Hornafjörður geymir margar af fegurstu náttúruperlum Íslands. Mannlífið er líka blómlegt, sem og margslungin menningin, gómsætur maturinn og mögnuð sagan sem drýpur af hverju strái. Leyndardómar í Ríki Vatna- jökuls eru svo margir að það tæki ferðafólk margar vikur að skoða þá alla. MYND/ÞORVARÐUR ÁRNASON RÍKI VATNAJÖKULS BÝÐUR HEIM Í SUMAR VISITVATNAJOKULL.IS og jökulvatna. Jöklarnir og svartir sandarnir, ásamt jökulsorfnum fjöllum, setja sterkan svip á svæðið og það má með sanni segja að jöklasýnin sé engu lík í Horna- firði,“ segir Berglind Steinþórs- dóttir, eigandi afþreyingarfyrir- tækisins Glacier Adventure á Hala. Hún segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva kyrrðina í náttúru Hornafjarðar og hversu fjölbreytt hún er, bæði stórbrotið landslagið en ekki síður sé menningarsaga Vatnajökulsþjóðgarðs einstæð á heimsvísu. „Margt er ómissandi að sjá og upplifa í Hornafirði og best geymdu leyndarmálin eru svo ótal mörg og það tæki ferðafólk margar vikur að skoða þau öll,“ upplýsir Berglind. „Á svæðinu eru fjöl- breyttar gönguleiðir, sumar fjöl- farnar en aðrar ekki. Ein falin perla sem má nefna er Þröng, austan við Jökulsárlón. Þar mæli ég með að ganga inn í Veðurárdal, ganga á Breiðamerkurjökul að sumri til, eða skoða íshella á veturna. Hafa ber í huga að mikilvægt er að fara ekki á jökulinn nema í fylgd reyndra jöklaleiðsögumanna, og eru þó nokkur heimafyrir- tæki sem bjóða upp á jöklaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði.“ Hlustað á nið aldanna „Í menningu Hornfirðinga er af mörgu að taka. Á Höfn er listasafn sem er gaman að heimsækja og þar er hægt að panta gönguferðir með leiðsögn um þorpið. Fjölmargir veitingastaðir með flottum mat eru við höfnina og þar er göngu- stígur meðfram firðinum með einstöku útsýni og hægt að fræðast um sólkerfið í leiðinni,“ segir Þorbjörg Arnórsdóttir á Þórbergs- setrinu á Hala, þar sem er sýning um Þórberg Þórðarson rithöfund og sögusvið bóka hans. „Ég held að Íslendingar eigi eftir að uppgötva alla fallegu staðina við þjóðveginn á Hornafirði, að staldra við um stund og taka sér gönguferð út í náttúruna þar sem stutt er að fara, skynja ósnortna náttúru og vera í raun aleinn í heiminum. Sem dæmi má nefna Sandfell í Öræfum, Kvíármýrar- kamb, Kvísker að austan, eyðibýli undir Fellsfjalli að vestan, þar sem Breiðamerkurjökull mætir Fells- fjalli. Austar er gaman að keyra inn að Heinabergsjöklum, þar eru kajakferðir á Heinabergslóni, aka að Fláajökli og Hoffellsjökli, svo að ég tali nú ekki um vegslóða inn að Haukafelli, reit og tjaldstæði Skógræktarfélags Austur-Skafta- fellssýslu. Það er því ástæða til að dvelja í Hornafirði, kaupa sér gistingu í nokkrar nætur, njóta veitinga á heimaveitingastöðum og kanna nýja staði þar sem hægt er að lesa í landið. Einnig mæli ég með að kynna sér einstaka sögu um sambýli við jökul og jökulár, líta augum einstakt jöklalandslag, villtan gróður og „hlusta á nið aldanna,“ við horfnar húsarústir, svo vitnað sé í höfuðskáld Skaft- fellinga, Þórberg Þórðarson,“ segir Þorbjörg. KYNNINGARBLAÐ 17 L AU G A R DAG U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÍSLAND KOMDU MEÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.