Fréttablaðið - 27.06.2020, Síða 92
LISTAMENN ERU AÐ
NOTA RAUNSÆIÐ TIL
AÐ SKILJA UMHVERFI SITT EN
LÍKA SJÁLFA SIG OG MÁLA ÞAÐ
SEM STENDUR ÞEIM NÆRRI.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Allt sem sýnist – raun-veruleiki á striga 1970-2020 er sýning á Kjarvalsstöðum. Sý ningarst jór i er Markús Þór Andrés-
son.
„Á þessari sýningu eru sýnd verk
listamanna sem hafa náð ákveðinni
sérhæfingu og færni í því að gera
myndir af veruleikanum með raun-
sæislegum stílbrigðum,“ segir Mark-
ús. „Þarna eru 50 ár dregin fram í
eins konar yfirliti, með áherslu á
tengingu hins sýnilega umhverfis
við málverkið. Almennt má segja
að mikill áhugi sé meðal listamanna
hverju sinni á að stúdera skynjun
sína og tengsl við umhverfið og
tjá í málverki. Þessi leikur verður
mörgum að óþrjótandi viðfangs-
efni. Ferill margra listamanna er
einskorðaður við þetta, en aðrir
nota þetta sem stuðning við annað
sem þeir eru að gera.“
Á sínum forsendum
Sýningin heitir Allt sem sýnist og
þá kemur óneitanlega upp í hugann
orðatiltækið: ekki er allt sem sýnist.
„Í þessum verkum er kannski ekki
allt eins einfalt og það lítur út fyrir
að vera því hver listamaður er að
skoða raunveruleikann algjörlega
á sínum forsendum,“ segir Markús.
„Þarna eru listamenn sem sækja
beint í poppið, gera hárfínar eftir-
myndir úr neyslusamfélaginu og
lýsa nærumhverfi okkar mannanna
meðan aðrir eru kannski með hug-
ann við natúralista 19. aldar. Sumir
hugsa um yfirborð og handbragð
meðan aðrir eru með hugmynda-
fræðilega nálgun, jafnvel andlega.
Það er mjög gaman að setja saman í
sýninguna verk sem sýna þær ólíku
þarfir og hvatir sem liggja að baki
þessa kima listsköpunar.“
Spurður hvort mikill munur sé
á verkum elstu listamannanna
og þeirra yngstu segir Markús: „Á
seinni tímum kemur til sögunnar
ný ljósmyndatækni, vídeótækni,
kvikmyndlist og stafræn tækni eins
og Photoshop sem hefur áhrif á það
hvernig fólk skynjar umhverfi sitt
og hvernig það les myndir. Lista-
menn taka mið af öllum þessum
breytingum, sem er lýsandi fyrir
þá ævarandi grunnþörf að beita
listsköpun og handverki til þess að
greina veruleikann sem við búum
við hverju sinni.“
Vill brjóta niður múra
Markús segir að hann vilji með sýn-
ingunni brjóta niður ákveðna múra.
„Mig langar að brjóta niður múrana
á milli yfirborðs og inntaks, þar
sem stundum hefur verið sett upp
aðgreining eins og há- og láglist
eða list og kitsch. Um leið vil ég
andæfa því að hlutir hafi ekki djúp-
stæða merkingu af því að þeir eru
aðlaðandi og fallega gerðir. Þegar
f linkir listamenn eiga í hlut þá er
viss hætta á að maður nemi staðar
við yfirborðið. Þetta er alltof mikil
einföldun. Það leynir sér ekki að til
dæmis Erla S. Haraldsdóttir er lista-
maður sem kljáist við fegurðina.
Hún málar verk sem eru grípandi
einmitt af því þau eru aðlaðandi
og máluð af mikilli natni. En þar að
baki liggur jafnframt þrungin hug-
myndafræði sem byggist á samtali
við listasöguna og er í sjálfu sér
mjög nútímaleg.
Ég vona að fólk velti þessum hlut-
um fyrir sér og skoði hvers konar
veruleika við erum að tala um. Það
er einföldun að kalla þetta bara
raunsæi. Við getum stuðst við ýmis
fræðiheiti, kallað sumt natúralisma,
svo er ofurraunsæi, ljósmyndaraun-
sæi eða töfraraunsæi. Listamenn
eru að nota raunsæið til að skilja
umhverfi sitt en líka sjálfa sig og
mála það sem stendur þeim nærri,
eins og fjölskyldu sína, líkama sinn,
munina í kringum sig og náttúruna.
Í þessu mengi eru ekki listamenn
sem eru í fantasíu eða súrrealisma,
eða að setja fram einhvers konar
allegóríur. Nærumhverfið er þeim
hugleikið – og hér í safninu finnst
okkur þessi fókus eiga ágætlega við,
ekki síst í samtímanum, á tímum
farsóttarinnar, þegar sjónsvið allra
hefur þrengst og færst nær að okkar
nánasta umhverfi.“
Veruleikinn með raunsæislegum stílbrigðum
Á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum er ekki allt eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Sýning
á verkum eftir listamenn sem hafa gert raunveruleikann að yrkisefni. Fimmtíu ár dregin fram í yfirliti.
Mig langar að brjóta niður múrana á milli yfirborðs og inntaks, segir Markús. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Séð yfir hluta salarins á Kjarvalsstöðum.
Listamennirnir á
sýningunni
n Eggert Pétursson (1956)
n Eiríkur Smith (1925-2016)
n Erla S. Haraldsdóttir (1967)
n Erró (1932)
n Guðjón Ketilsson (1956)
n Gústaf Geir Bollason (1966)
n Hallgrímur Helgason (1959)
n Helena Margrét Jónsdóttir
(1996)
n Hlaðgerður Íris Björnsdóttir
(1970)
n Hringur Jóhannesson (1932-
1996)
n Karl Jóhann Jónsson (1968)
n Kristinn Guðbrandur Harðar-
son (1955)
n Ragnhildur Jóhannsdóttir
(1977)
n Sara Vilbergsdóttir (1956)
n Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
(1966)
n Svanhildur Vilbergsdóttir
(1964)
n Þorri Hringsson (1966)
n Þuríður Sigurðardóttir (1949)
Miklir hæfileikar og tækni birtast í raunsæislegum vinnubrögðum.
2 7 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R40 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING