Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Við munum bæta við okkur starfs- fólki og búnaði til að mæta aukinni eftirspurn Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Pólsk stjórnvöld hafni því þó alfarið að tengsl séu milli forsetakosninganna og uppsagnar Jakubs. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ FRÁ: 11.990.000 KR. JEEP® WRANGLER RUBICON • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI STAÐALBÚNAÐUR M.A.: FERÐASTU UM ÍSLANDALLT BÍLL Á MYND: JEEP® WRANGLER RUBICON 35” BREYTTUR TÆKNI Meltingarensím úr íslensk- um þorski gætu gegnt lykilhlutverki sem vörn gegn COVID-19 sjúk- dómnum, samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum úr rannsóknum þar að lútandi. Sænska líftæknifyrir- tækið Enzymatica tilkynnti í gær- morgun að munnúðinn ColdZyme, sem er þegar í sölu víða um Evrópu, þar á meðal Íslandi, undir vöru- merkinu PreCold, hefði óvirkjað yfir 98% af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, á 20 mín- útum í tilraun sem framkvæmd var af óháðum þriðja aðila. Eitt helsta innihaldsefni Cold- Zyme er þorskatrypsín. Það er ensím unnið úr meltingarvegi þorsks sem veiddur er við Ísland. Trypsínið er framleitt af íslenska líftæknifyrirtækinu Zymetech, sem stundar rannsóknir og framleiðslu á ensímunum að Fiskislóð í Örfirisey. ColdZyme byggir á íslensku hugviti en Enzymatica og Zymetech sam- einuðust árið 2016. „Atlantshafsþorskur lifir í mjög köldu umhverfi og étur allt sem hann kemst yfir. Því þarf hann að mynda meltingarensím með sterka niðurbrotseiginleika á pró- teinum, sem meðal annars finnast á yfirborði SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur COVID-19,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Zymetech. „Þarna er um að ræða bráða- birgðaniðurstöður af rannsóknar- stofu sem lofa mjög góðu en ekki er hægt að yfirfæra niðurstöðurnar beint yfir í klínísk áhrif. Til þess þarf klínískar prófanir. Sambæri- legar tilraunir hafa verið gerðar með ColdZyme á algengustu veiru- f lokkum sem valda kvefi, þar á meðal kórónaveiru. Í þessum til- fellum hefur verið sýnt fram á virkni vörunnar með klínískum rannsóknum. Sú virkni lýsir sér meðal annars í styttri veikinda- tíma. Munnúðinn myndar vernd- andi filmu í hálsi og munnholi sem dregur úr sýkingarhættu af völdum veira,“ bætir Ásgeir við. Fjölmargar kvefpestir eru af stofni kórónaveira í öðrum undirflokki en sú sem veld- ur COVID-19. Sýnt hefur verið fram á að kóróna veiran sem nú gengur yfir heiminn tekur sér jafnan fyrst ból- festu í munnholi fólks. Þar marg- faldast veiran með þeim af leið- ingum að sýktir einstaklingar geta veikst hratt. Munnúðinn gæti því verkað sem fyrirbyggjandi vörn sökum niðurbrotseiginleika tryps- íns á yfirborði veirunnar. Zymetech og Enzymatica höfðu átt í samstarfi um nokkurra ára skeið áður en fyrirtækin samein- uðust árið 2016. Evrópska einka- leyfastofan hefur nýlega staðfest einkaleyfi fyrirtækjanna á notkun ensíma úr Atlantshafsþorski í lækn- ingatæki, snyrtivörur og í lyf. „Talsverð aukning umsvifa er fram undan hjá Zymetech.  Sala á munnúðanum hefur aukist og markaðssvæði er að stækka,“ segir Ásgeir. „Við munum bæta við okkur starfsfólki og  búnaði til að mæta aukinni eftirspurn,“ segir hann. Hann nefnir einnig að fyrir- tækið þurfi að eiga í góðu sam- starfi við íslenskan sjávarútveg, svo tryggja megi ferskleika og gæði slógs sem notað er við framleiðsl- una. thg@frettabladid.is Þorskur gæti sigrað Covid-19 Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að ensím unnið úr þorski af Íslandsmiðum kunni að draga mjög úr líkum á sýkingu af völdum COVID-19. Íslenska fyrirtækið Zymetech hefur einkaleyfi á notkun efnisins. Ásgeir Ásgeirsson framkvæmdastjóri og Ágústa Guðmundsdóttir, sem er yfir rannsóknum Zymetech. SAMFÉ L AG Mikil óánægja er í pólska samfélaginu á Íslandi með þá ákvörðun pólskra stjórnvalda að segja pólska ræðismanninum á Íslandi upp störfum og kalla hann heim til Póllands. Greint var frá uppsögninni í fréttamiðli pólska samfélagsins á Íslandi á vefnum icelandnews.is síðastliðinn miðvikudag þar sem fram kom að talsmenn nokkurra pólskra félagasamtaka hefðu reynt að afhenda pólska sendiherranum bréf þar sem óánægju með uppsögn Jakubs Pilch er mótmælt og óskað skýringa á skyndilegu brotthvarfi hans, en sendiherrann mun hafa neitað að veita bréfinu viðtöku. Talsmenn umræddra samtaka sögðu í samtali við Fréttablaðið að sendiherrann hefði nú fallist á beiðni fólksins um fund. Þau vildu ekki ræða málið við fjölmiðla fyrr en að þeim fundi loknum en benda á fyrrnefnda frétt. Í f rétt í pólska miðlinum Wyborcza sem birtist á föstudag, segir að Jakup hafi aðeins fengið þrjá daga til að yfirgefa Ísland með konu sinni og tveimur börnum. Jakub vildi ekki veita Fréttablað- inu viðtal vegna málsins, en hann var þegar kominn til Póllands þegar Fréttablaðið náði af honum tali síð- astliðinn föstudag. Í frétt Wyborcza segir einnig að Jakub hafi komið að framkvæmd utankjörfundarkosningar hér á landi vegna pólsku forsetakosn- inganna sem fram fóru um síð- ustu helgi, en eins og fram hefur komið kusu langflestir, sem nýttu atkvæðisrétt sinn hér á landi, Evr- ópusinnann Rafał Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár, sem tapaði fyrir sitjandi forseta Andrzej Duda. Pólsk stjórnvöld hafni því þó alfarið að tengsl séu milli for- setakosninganna og uppsagnar Jakubs. – aá Mótmæla harðlega brottrekstri pólska ræðismannsins á Íslandi Jakub Pilch, fráfarandi ræðismaður. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur ákveðið að framlengja árlega lokun friðlandsins í Gróttu í Sel- tjarnarnesbæ til næstkomandi mán- aðamóta. Grótta hefur verið lokuð í þeim tilgangi að vernda fuglavarp frá 1. maí síðastliðnum en til stóð að opna friðlandið aftur 15. júlí.   Í  tilkynningu Umhverfisstofn- unar, þar sem framlengingin er kynnt,  segir  að mikilvægt sé að framlengja lokunina því hætta sé á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opnað strax. Vin- sælt útivistarsvæði sé í nágrenni fuglavarpsins og fuglalífið sé enn viðkvæmt í Gróttu. Gerð  hafi verið  úttekt á fugla- varpi á svæðinu og ákvörðunin tekin í framhaldi af niðurstöðum þeirrar úttektar. Auðugt og fjöl- breytt fuglalíf er í Gróttu en sam- kvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið eru um 450 kríupör í Gróttu. – hó Grótta verður áfram lokuð Fuglavarpið í nágrenni útivistar- svæðisins við Gróttu er viðkvæmt. 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.