Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 31
Sýningarstaðir safnsins eru í Árbæjarsafni, Landnáms-sýningunni í Aðalstræti,
Sjóminjasafninu í Reykjavík,
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og
Viðey, auk þess sem starfsemi
safnsins er sýnileg með öðrum
hætti, til dæmis með sögugöngum,
útgáfu og menningarmerkingum í
borgarlandinu.
Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn sem er
opið allan ársins hring. Þar er
safn gamalla húsa sem flest hafa
verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ
Reykjavíkur. Svæðið skiptist í torg,
þorp og sveit og gefur góða mynd
af umhverfi og bæjarbrag í Reykja-
vík á 19. og 20. öld.
Í safninu er boðið upp á fjölda
sýninga og viðburða, þar sem
einstökum þáttum í sögu Reykja-
víkur eru gerð skil. Þar má nefna
handverksdaga, fornbílasýningu,
jólasýningu og margt f leira.
Árbæjarsafn er tilvalinn staður
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Eitt safn á fimm stöðum
Hlutverk Borgarsögusafns er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka menningarminjar sem
eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og miðla fjölbreyttri sögu á forvitnilegan hátt.
Sjóminjasafnið úti á Granda hefur margt skemmtilegt til að skoða.
Ljósmyndasafn
Reykjavíkur,
mynd frá Vitni,
sýningu Chri-
stophers Lund
sem stendur til
13. september.
Landnámssýningin er ævintýralega skemmtileg.
Árbæjarsafn heillar unga sem aldna enda er þar margt að sjá frá fyrri tíð.
Ýmsar skemmtilegar sýningar eru í gangi í safninu yfir sumartímann.
fyrir börn. Um er að ræða fróðlega
sýningu fyrir alla aldurshópa.
Hljóðleiðsögn er fáanleg á íslensku
og ýmsum tungumálum.
Opið:
Mán.–föst. kl. 10–17
Helgar kl. 9–18
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.borgarsogusafn.is
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Nýja grunnsýning Sjóminjasafns-
ins á efri hæð safnsins fjallar um
fiskveiðar Íslendinga, frá því ára-
bátarnir gömlu viku fyrir útgerð
stórra skipa á síðustu áratugum 19.
aldar og fram yfir aldamótin 2000.
Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta
útgerðarbæjar landsins, Reykja-
víkur, með gripum og textum,
myndum og leikjum. Aðalper-
sónan í þessari sögu er auðvitað
fiskurinn! Honum er fylgt eftir úr
hafinu í netið, um borð í bátinn og
að landi, í gegnum vinnslu – og loks
á diskinn. Mjaltastúlkan er sýning
á neðri hæð safnsins um neðan-
sjávarfornleifar. Árið 1659 sökk
hollenskt kaupskip í ofsafengnum
stormi við Flatey á Breiðafirði.
Meira en 300 árum síðar, árið 1992,
fundu kafarar f lak skipsins. Árið
eftir var í fyrsta sinn framkvæmd
víðtæk rannsókn á fornminjum
neðansjávar við Ísland. Enn stærri
hluti f laksins var svo grafinn upp
árið 2016.
Við bryggju safnsins liggur hið
fræga varðskip Óðinn. Boðið er
fyrir fjölskylduna til að verja parti
úr degi enda nóg við að vera fyrir
börn sem fullorðna.
Opið:
Júní–ágúst kl. 10–17
September–maí kl. 13–17
Kistuhylur, 110 Reykjavík
www.borgarsogusafn.is
Leiðsögn daglega kl. 13 allan
ársins hring
Landnámssýningin
Landnámssýningin byggir á
skálarúst sem varðveitt er á upp-
runalegum stað. Með túlkun á
fornminjum er ljósi varpað á líf
og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur
og tengsl þeirra við umhverfið í
nýju landi. Efni Landnámssýn-
ingarinnar byggir á niðurstöðum
fornleifarannsókna, efnistökin
eru vísindaleg og kynna nýjustu
túlkanir vísinda- og fræðimanna
á þessu tímabili sögunnar. Á sýn-
ingunni má einnig finna leiksvæði
þrisvar sinnum daglega upp á leið-
sögn um borð.
Opið alla daga:
Kl. 10–17
Dagleg leiðsögn í Óðin
kl. 13, 14 og 15
Grandagarður 8, 101 Reykjavík
www.borgarsogusafn.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Safnið varðveitir um fimm milljón-
ir ljósmynda sem teknar hafa verið
af atvinnu- og áhugaljósmyndurum
á tímabilinu um 1870 til 2002. Um
30 þúsund þeirra eru aðgengilegar
á myndvef safnsins. Safnið stendur
árlega fyrir fjölbreyttum sýningum
með áherslu á sögulega og samtíma
ljósmyndun, í listrænu sem menn-
ingarlegu samhengi.
Opið:
Mán.–fim. kl. 10–18
Fös. kl. 11–18
Helgar kl. 13–17
Tryggvagata 15 (6. hæð), 101
Reykjavík
www.borgarsogusafn.is
Viðey
Viðey er sögustaður og náttúru-
perla, en eyjan var öldum saman
talin ein besta bújörð landsins. Þar
er að finna mannvistarleifar allt
frá landnámstíð, en einnig minjar
um klaustur á 13. öld. Í Viðey
standa ein elstu hús landsins,
Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa
frá tímum Skúla Magnússonar á
18. öld. Í Viðey er einnig að finna
ein merkustu listaverk borgar-
innar, þ.e. Áfanga Richard Serra og
Friðarsúlu Yoko Ono. Á sumrin er
boðið upp á reglulegar kvöldgöng-
ur auk fjölda annarra viðburða.
Sumar: Siglt er út í Viðey alla daga
vikunnar.
Vetur: Siglt er út í Viðey aðeins um
helgar.
Sjá nánari upplýsingar á www.
videy.com, www.borgarsogusafn.
is og https://www.facebook.com/
videyreykjavik/
Ljósmydasafn
Reykjavíkur
Christopher Lund
Vitni/Witness
06.06.–
13.09.2020
www.borgarsogusafn.isí Skotinu
Borgarsögusafn Reykjavíkur,
spennandi ferðalag í gegnum
sögu og menningu. www.borgarsogusafn
frábærum
safn
Eitt
á fimm
stöðum
Árbæjarsafn
Landnámsýningin
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Viðey
KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 SÖFN Á ÍSLANDI