Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 10
Þegar stelpur hætta
að spila þá mættu
fleiri taka upp flautuna. Ég
sjálf byrjaði að dæma eftir
meiðsli og varð miklu betri
dómari en ég var sem
leikmaður
Ef allt gengur eftir
ættu framkvæmdir
að geta hafist næsta vor og
framkvæmdum lokið í
haustbyrjun 2021
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri
FÓTBOLTI „Næstu mánuðir verða
nýttir til að undirbúa verkið sem
best og ef allt gengur eftir ættu fram-
kvæmdir að geta hafist næsta vor og
framkvæmdum lokið í haustbyrjun
2021,“ segir Birgir Gunnarsson
bæjarstjóri í bréfi sínu um knatthús
sem kynnt var á bæjarráðsfundi Ísa-
fjarðarbæjar.
Kostnaðaráætlun miðast við 456
milljónir og er þá búið að taka tillit
til endurgreiðslu á virðisaukaskatti
vegna vinnu á verkstað, vinnu við
grunn, stauraundirstöður, fram-
lags úr Mannvirkjasjóði KSÍ og fjár-
magnskostnaðar. Áætlunin miðast
því við heildarkostnað við fullbúið
hús.
Í bréfi Birgis segir að unnið hafi
verið að undirbúningi og viðræður
hafa verið í gangi við norska fyrir-
tækið Hugaas Entreprenör AS í Nor-
egi undanfarnar vikur. Á sínum
tíma barst ekkert tilboð í verkið
á sínum tíma og því ekkert því til
fyrirstöðu að leita leiða til að semja
um verkið á grundvelli skilmála í
útboði.
Verk fræðistofa Verkís hefur
komið að málinu og á að sannreyna
að tilboð Norðmanna sé í samræmi
við skilmála útboðs og standist allar
þær gæðakröfur sem gerðar eru til
byggingarinnar. Niðurstaða Verkís
er að það hús sem Norðmenn bjóða
uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem
gerðar eru til hússins.
Verkís hefur einnig yf irfarið
hönnun á undirstöðum því nauð-
synlegt er að reka niður stauraundir-
stöður þar sem djúpt er niður á fast á
fyrirhuguðum byggingarstað. Telur
verkfræðistofan að það taki 4–6
vikur að reka staurana niður. – bb
Ísfirðingar fá norskt knatthús fyrir hálfan milljarð
Vestri er í sjötta sæti í Lengjudeildinni eftir gott gengi. Félagið hefur haft
bágborna aðstöðu til að sparka yfir vetrarmánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Guðjón Pétur Lýðsson,
sem nýverið fór á lán frá Breiða-
bliki í Stjörnuna, mun taka sæti í
Íþrótta- og tómstundaráði Garða-
bæjar á næsta ári. Þetta var tilkynnt
á síðasta fundi ráðsins og mun Guð-
jón taka við sæti Hannesar Inga
Geirssonar.
Guðjón hefur verið viðloðandi
pólitík fyrir Garðabæjarlistann
og var í sjötta sæti fyrir listann í
síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Hann á og rekur GPL sf. og er einn
af eigendum North Investment ehf.
sem starfrækir 14 skrifstofur og
leigir út skrifstofurými til minni
fyrirtækja og einstaklinga.
Guðjón er 33 ára gamall og hefur
leikið yfir 200 leiki í efstu deild og
skorað 45 mörk auk þess að leggja
upp ógrynni af mörkum. – bb
Guðjón Pétur
tekur sæti í ÍTG
Guðjón Pétur Lýðsson kann vel við
sig í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Tímaritið France Foot-
ball hefur ákveðið að engum knatt-
spyrnumanni eða -konu verði veitt-
ur Gullboltinn, eða Ballon d'Or, fyrir
tímabilið. Þetta er í fyrsta sinn sem
því hefur verið sleppt síðan boltinn
var veittur í fyrsta sinn árið 1956.
Pascal Ferre, ritstjóri blaðsins,
segir í yfirlýsingu að aðstæður séu
þannig að enginn skari fram úr á
þessum furðulegu tímum. Ákvörð-
unin hafi verið erfið en hann vonar
að Gullboltinn skíni aftur árið 2021.
Sem fyrr voru Lionel Messi og Cristi-
ano Ronaldo taldir líklegir til afreka
en einnig Sergio Ramos og Robert
Lewandowski. – bb
Enginn fær
Gullboltann í ár
Ronaldo hefur unnið Gullboltann
fimm sinnum. MYND/GETTY
FÓTBOLTI Bríet Bragadóttir milli-
ríkjadómari dæmdi leik Selfoss og
Þórs/KA á sunnudag en með henni
voru þær Eydís Ragna Einarsdóttir
og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Ekki
er mjög algengt að þær dæmi saman
leiki en komust þær vel frá sínu
hlutverki og dæmdu leikinn vel. Í
umfjöllun fótbolta.net um dómar-
ann sagði að það væri alltaf einn og
einn dómur sem fólk væri ekki sátt
við en stóru ákvarðanirnar voru
upp á tíu. Fékk Bríet 7,5 í einkunn
fyrir leikinn.
„Það er ekki algengt að dómara-
tríóið séu konur en þetta hefur gerst
einhvern tímann áður,“ segir Bríet.
„Þessi leikur gekk vel fannst mér. Að
starfa með þessum stelpum er gott
og við höfum unnið töluvert saman.
Ég hef farið í erlend verkefni með
þeim báðum og það er þægilegt að
dæma með þeim. Við vitum kosti og
galla hver annarra þannig að það er
gott að hafa þær á hliðarlínunni,“
bætir hún við.
Bríet er eini kvenkyns milliríkja-
dómari landsins, Rúna er sú eina
sem er skráð milliríkjaaðstoðar-
dómari og Eydís er landsdómari.
„Það vantar f leiri konur að dæma,
ekki spurning. Við erum þrjár sem
erum landsdómarar og svo eru
þrjár að dæma í neðri deildunum.
Við erum ekkert mikið fleiri og það
væri gott að fá f leiri stelpur inn í
dómgæsluna.“
Hún segir að f lestir leikmenn í
þriðja flokki fari í gegnum unglinga-
prófið í dómgæslu en af einhverjum
ástæðum halda fáar stelpur áfram –
sem sé synd því starfið sé skemmti-
legt þrátt fyrir stundum misgáfuleg
ummæli og áreiti frá bekkjum lið-
anna. „Þegar stelpur hætta að spila
þá mættu fleiri taka upp flautuna.
Ég sjálf byrjaði að dæma eftir
meiðsli og varð miklu betri dómari
en ég var sem leikmaður.
Það tekur um fimm leiki að
venjast áreitinu og finna taktinn.
En þetta er ekkert persónulegt og
þjálfarar og leikmenn eru að tjá sig
um fótboltann. Það er ekkert verið
að ráðast á persónuna en ef það
er farið yfir línuna þá eru gulu og
rauðu spjöldin í vasanum ef þarf.
Það kemur fljótt skrápur á mann og
ekkert sem er að trufla mann milli
leikja.“
Bríet er ákveðin fyrirmynd
þegar kemur að dómgæslu. Hún
hefur tekið þátt með KSÍ að fá f leiri
stelpur til að dæma og segir að hún
sé í símaskránni ef einhver er að
spá í að taka upp f lautuna. „Þetta
er skemmtilegt starf og ég hef mætt
á leiki hjá stelpum sem eru að stíga
sín fyrstu skref til að gefa þeim
punkta og annað. Það á enginn að
þurfa að byrja aleinn í þessu og það
er auðvelt að hringja í mig.“
Bríet segir að félögin megi vera
duglegri að finna hæfileikaríkt
fólk. „Liðin mega alveg vera betri
í að virkja styrk einstaklinganna.
Ef leikmaður er ekki að fara að ná
langt innanvallar þá er um að gera
að beina þeim í aðrar áttir innan
fótboltans. Það er mikið innan fót-
boltans sem þarf að manna, eins og
þjálfun og dómgæsla sem dæmi. Ég
held að félögin þurfi að axla ábyrgð
og koma f leiri dómurum, bæði
strákum og stelpum, á framfæri
og finna sína hillu. Því meira sem
félögin aðstoða, því betri dómarar
skila sér.“
benediktboas@frettabladid.is
Félögin verða að axla ábyrgð
Dómaratríóið í viðureign Selfoss og Þórs/KA voru konur og segir Bríet Bragadóttir, eini kvenkyns milli-
ríkjadómari, að það vanti fleiri stelpur í dómarastéttina. Félögin verða að búa til fleiri dómara.
Bríet starfar sem sjúkraþjálfari hjá Afl og hefur verið beðin um að vera tilbúin að dæma erlendis í ágúst, september og október. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR