Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 34
Ég lít á garðinn sem spegil sem ég nota til þess að horfa á ólíka staði, hvernig umhverfi jarðarinnar mótast og árekstur tímaskalans þegar mannlegar gjörðir hafa áhrif á jarðsöguna. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is List í opinberu rými er hluti af daglegu lífi f lestra borgarbúa. Oft fer fólk framhjá listaverk- unum daglega án þess að velta þeim mikið fyrir sér. Þau eru bara hluti af borgarlandslaginu. En öll eiga listaverkin einhverja sögu sem getur verið áhugavert að kynna sér. Mörg útilistaverk úti í heimi hafa staðið á sama staðnum jafnvel öldum saman og verða mögulega þekkt sem tákn fyrir staðinn. Þar má meðal annars nefna Manneken pis, litla pissustrákinn í Brussel og risastóru Kristsstyttuna í Rio de Janero. Fyrsta útilistaverkið á Íslandi var stytta af dansk-íslenska mynd- höggvaranum Bertel Thorvaldsen, en styttan var gjöf frá borgarstjórn Kaupmannahafnar í tilefni af 1.000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Síðan þá hefur fjöldi úti- listaverka risið í borginni, mörgum hefur verið fundinn varanlegur staður en önnur hafa verið hluti af tímabundnum sýningum. Mörg listaverkin, og sérstak- lega þau eldri, eru höggmyndir af þekktum mönnum úr Íslands- sögunni og söguganga til að skoða þær getur verið áhugaverð og nýst til að fræðast um fyrri tíma. En aðrir listamenn gerðu styttur af hversdagsfólki sem gegndu einnig mikilvægu hlutverki í sögulegu samhengi. Þar má nefna styttur eins og Útlaga eftir Einar Jóns- son og Þvottakonu eftir Ásmund Sveinsson. Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason er í dag orðið eitt af þekktari úti- listaverkum borgarinnar og allan ársins hring má sjá ferðamenn stilla sér upp fyrir myndatöku við verkið. Sólfar vann í keppni um útilistaverk sem efnt var til í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar árið 1986 og var sett niður við Sæbraut og afhjúpað í ágúst árið 1990. Fyssa í Grasagarðinum er dæmi um útilistaverk sem táknar nátt- úru Íslands. Verkið stendur að hluta til upp úr og að hluta til ofan í jörðinni. Hægt er að líkja því við jörð sem rifnar svo sprungur og gjár myndast. Vatnsrennslið í verkinu er síbreytilegt líkt og í náttúrunni. Á netinu má finna kort og skemmtilegar gönguleiðir um Flott listaverk á förnum vegi Víða í höfuðborginni má finna útilistaverk. Það getur verið skemmtilegur dagur með fjölskyld- unni að ganga, hjóla eða keyra milli listaverkanna og virða þau fyrir sér og fræðast í leiðinni. Fyssa stendur í Grasagarðinum og táknar ís- lensk náttúru- öfl. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Höggmyndir eftir Hallstein Sigurðsson í Grafarvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR. borgina sem hægt er að nýta til að skipuleggja skemmtilega ferð milli listaverkanna. Það er til dæmis hægt að hefja ferð um miðborgina við Sólfarið og ganga svo í átt að Lækjartorgi, að Alþingishúsinu og að Hljómskálagarðinum og finna fleiri verk. Í Laugardalnum er líka fjöldinn allur af verkum sem gaman er að skoða. Svo er hægt að fara í úthverfin og skoða listina þar. Í Grafarvogi í landi Gufuness má til dæmis finna Hallsteinsgarð þar sem skoða má höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í fal- legri náttúru með útsýni yfir til Esjunnar. Sýningin nefnist GULLÆÐI og er að sögn Bjarka hluti af tíu ára löngu listrænu ferli þar sem hann hefur skoðað hvernig einstaklingurinn nálgast umbreytingar á hnattrænum skala í gegnum upplifun á sínu nánasta umhverfi. Viðfangsefni Bjarka snúast um manneskjuna og náttúruna á tímum vitundarvakningar um hamfarahlýnun og hraðar breyt- ingar í loftslagmálum. Þau spegla árekstra mennska og jarðfræði- lega tímaskalans. Hann vinnur á mismunandi hátt með ólíka þætti verkefnisins og setur þá fram sem tákn breytinga í náttúru, sam- félagi, stéttasögu og jarðsögu. Listasafn ASÍ stendur fyrir sýningunni í Svavarssafni sem kennt er við Svavar Guðnason og var opnað í júní 2011. Það stendur fyrir fjölbreyttum sýningum þar sem sýnd eru verk úr safneign, eða sýningar frá öðrum söfnum, stofn- unum eða einstaklingum. Svavars- safn er opið á virkum dögum kl. 9–12 og 13–15. Í tengslum við sýningu Bjarka Bragasonar skipu- leggur Listasafn ASÍ skólaheim- sóknir og býður til listamanna- spjalls þar sem listamaðurinn leiðir gesti um sýninguna og svarar spurningum. Garðurinn er spegill fyrir mótun jarðar Um sýninguna Gullæði segir Bjarki: „Ferlið hverfist um skoðun á húsagarði ömmu minnar og afa, en að þeim látnum stóð fyrir dyrum að hús þeirra yrði rifið, og stór garður sem umkringir það einnig grafinn upp og ísaldar klöpp þar undir sprengd burt til að skapa rými fyrir stærri byggingu. Það hefur ekki enn átt sér stað, en í millitíðinni hefur garðurinn farið í órækt og gróðurinn vaxið á eigin forsendum. Ég lít á garðinn sem spegil sem ég nota til þess að horfa á ólíka staði og hvernig umhverfi jarðarinnar er að mótast og þann árekstur tímaskala sem gerist þegar mannlegar gjörðir hafa áhrif á jarðsöguna. Gullæði byggir á rannsóknum mínum á trjám frá þremur stöðum, ösp úr garði ömmu minnar og afa, þrjú þúsund ára gömlu birkitré sem kom undan Breiðamerkurjökli fyrir nokkrum árum og trjábol af fornu tré sem ég fann þegar ég var í vinnustofu- dvöl við rannsóknarstofu á vegum Berkeley-háskóla í Sagehen-til- raunaskóginum í Sierra Nevada- fjöllunum í Kaliforníu haustið 2019. Í nýlenduvæðingu og gullæði sem skók Bandaríkin á 19. öld voru fornir skógar Kaliforníu hoggnir í stórum stíl á stuttum tíma. Þetta ákveðna tré sem er miðja rannsókna minna var eitt fárra sinnar tegundar á þessu svæði sem skilið var eftir, vegna þess hversu óhentugt það var í sögun. Nú hefur tréð fallið undan eigin þunga og byggja verkin á sýningunni meðal annars á rústum þessa trés, minja um byltingar í hagkerfum og líf- fræði.“ Nú standa fyrir dyrum tvær sýningar Listasafns ASÍ á verkum Bjarka Bragasonar sem bera heitið GULLÆÐI. Sú fyrri verður opnuð sem fyrr segir í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði 29. ágúst og sú síðari verður í Kópavogi. Undanfarin ár hefur Listasafn ASÍ auglýst reglulega eftir tillögum frá myndlistarmönnum og valið einn úr þeim hópi til að sýna á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í öðrum landshlutum. Bjarki Bragason er þriðji listamað- urinn sem safnið velur til þátttöku í sýningaröðinni sem hleypt var af stokkunum í byrjun árs 2017. Áður eru komnar sýningar Sigurðar Guðjónssonar, INNLJÓS í Hafnar- firði 2017 og á Blönduósi 2018, og UNIVERSAL SUGAR, sýning/ sýningar Hildigunnar Birgisdóttur, sem voru samtímis í Garðabæ og Vestmannaeyjum 2019. Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum víðs vegar um landið í samvinnu við ýmsa aðila. Safnið starfar tímabundið án eigin sýningarrýmis en leitar reglulega samstarfs við söfn og fleiri aðila vítt og breitt um landið við skipulag sýninga. Nánari upplýsingar á www.lista- safnasi.is Gullæði og minjar um byltingar Sýning Listasafns ASÍ á verkum listamannsins Bjarka Bragasonar verður opnuð með pomp og prakt laugardaginn 29. ágúst í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði og stendur til 18. desember 2020. Bjarki Bragason myndlistarmaður vinnur í sýningunni GULLÆÐI á fjölbreyttan hátt með ólíka þætti verkefnisins. Hann setur þættina fram sem tákn breytinga í náttúru, samfélagi, stéttasögu sem og jarðsögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSÖFN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.