Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 40
ÉG KYNNTIST KLEU ÞEGAR ÉG VAR AÐ LESA UPP ÚR FYRRI BÓKINNI OG ÞAÐ GLADDI HANA MJÖG AÐ ÞAR VÆRI STELPA FRÁ ALBANÍU SEM HÚN GÆTI SAMSVARAÐ SIG VIÐ.Kennarinn sem hvarf sporlaust er ný bók eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, sjálf­stætt framhald af hinni vinsælu bók hennar, Kennarinn sem hvarf. Spurð af hverju hún hafi ákveðið að skrifa framhaldsbók segir Berg­ rún: „Börn báðu mig ítrekað að skrifa framhald, ég fékk meira að segja símtöl. Þau vildu fá að vita meira. Kennarinn sem hvarf var aldrei hugsuð sem byrjun á seríu en bauð svo sem upp á það því þar eru sex bekkjarfélagar í forgrunni. Að þessu sinni fer ég inn í kollinn á annarri aðalpersónu sem tekur við kef linu og segir söguna. Hún heitir Sara og kom upprunalega til Íslands frá Albaníu með fjölskyldu sinni vegna þess að bróðir hennar er lungnasjúklingur. Til að fá bak­ sögu og kynnast aðstæðum Söru betur settist ég niður með syst­ kinum sem heita Klea og Kevin. Þau komu til Íslands frá Albaníu fyrir allnokkrum árum en voru send úr landi um miðja nótt. Seinna fengu þau dvalarleyfi hér á landi. Ég kynntist Kleu þegar ég var að lesa upp úr fyrri bókinni og það gladdi hana mjög að þar væri stelpa frá Albaníu sem hún gæti samsvarað sig við. Hér er íslensk­ albönsk aðalpersóna mætt á svæðið og sér ýmislegt við Ísland og hegðun íslenskra krakka sem henni finnst athyglisvert.“ Heldur börnum við efnið Líkt og í fyrri bókinni hverfur kenn­ arinn og nú í annað sinn. „Nem­ endur eru í skíðaferðalagi og þar sem þeir eiga ekki að hanga í sím­ anum þurfa þeir að láta síma sína af hendi. Krakkarnir heyra hvell um miðja nótt og skyndilega eru bæði fararstjórinn og kennarinn horfin. Nú þarf aftur að leysa gátur til að bjarga kennaranum.“ Lýsa má bókinni sem spennu­ og glæpasögu fyrir börn. „Barna­ bókarithöfundar eru í mikilli sam­ keppni við sjónvarp, spjaldtölvur og aðra afþreyingu. Það þarf að halda börnum við efnið og til að fá þau til að lesa bókina alveg til enda þá gerist eitthvað spennandi í lok hvers kafla,“ segir Bergrún. Myndir prýða bókina og eru eftir Bergrúnu. „Mér finnst mikilvægt að barna­ og unglingabækur séu myndlýstar. Það er kannski skort­ ur á því sem verður til þess að við missum krakkana frá bókum. Við fullorðna fólkið viljum líka myndir, ef tímarit og blöð væru myndalaus þá myndi maður leggja þau hratt frá sér,“ segir Bergrún. Spurð hvort þriðja bókin um kennarahvarf muni líta dagsins ljós segir hún: „Ég er byrjuð að fá óskir um bók um Fannar, sem er ein af persónum bókarinnar. Mér finnst mjög skemmtilegt að skrifa þessar sögur, en veit ekki hvort ég á að gera kennaranum það að hverfa svona oft.“ Veglegur prentgripur Fyrstu sögur Bergrúnar, Vinur minn, vindurinn og Sjáðu mig sumar!, eru nú endurútgefnar saman í einni bók. Þær eru ríkulega myndskreyttar af höfundi. „Saman eru þær veglegur prentgripur. Þetta er mikil þátttökubók, það er hægt að leika eftir hljóðunum í vind­ inum, rokinu, logninu og golunni. Bókin endar á spurningu um það hvernig veðrið sé í dag og opnar þannig á spjall við barnið, ekki bara um veðrið heldur um það hvernig dagurinn var.“ Spennu- og glæpasaga fyrir börn um kennara sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir er höfundur bókarinnar Kennarinn sem hvarf sporlaust. Börn báðu um bókina, sem er framhald bókarinnar Kennarinn sem hvarf. Þriðja bókin hugsanleg. „Mér finnst mjög skemmtilegt að skrifa þessar sögur,“ segir Bergrún. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sumarsýning Menningarmið­stöðvar Fljót sda lshéraðs/Sláturhúss stendur yfir í Slátur­ húsinu. Sýningin ber nafnið LAND og er samsýning  sex myndlistar­ manna. Þátttakendur eru: Daníel Magnússon, Guðmundur Ingólfs­ son, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Vigfús Birgis­ son og Þórdís Jóhannesdóttir. Þau eiga það öll sameiginlegt að vinna með ljósmyndina sem miðil en hvert og eitt þeirra nálgast umfjöll­ unarefnið á mismunandi hátt. Land og landslag sex listamanna Verk eftir Daníel Magnússon á sýningunni á Fljótsdalshéraði. Áskell Þórisson, fyrrum rit­stjóri og blaðamaður, verður með ljósmyndasýningu í Gallerý Grásteini, Skólavörðu­ stíg 4, í Reykjavík, frá 23. júlí til 3. ágúst. Sýningin er opin daglega frá 11.00 til 18.00. Árum saman hefur Áskell einbeitt sér að því að mynda það smáa og litríka í náttúrunni og styrkir síðan liti og form í mynd­ vinnsluforritum. Myndirnar á sýningunni eru af ýmsum stærð­ um. Þær eru prentaðar á striga og þandar á blindramma. Myndar það smáa í náttúrunni Áskell sýnir ljósmyndir í Gallerý Grásteini á Skólavörðustíg. SKILTAGERÐ Ljósakassar Ljósaskil 3D stafir Hönnun Ráðgjöf Uppsetning Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.