Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 9
Gamli rjómaosturinn
er nú fáanlegur á ný
– frábær í eðluna og fleiri rétti
Ég heyrði nýlega af íslensku popplagi sem ber nafnið Græna byltingin með Spilverki
þjóðanna og varð hugsað til titils
lagsins þegar ég gladdist yfir útgáfu
nýrrar og uppfærðrar aðgerðaráætl-
unar Íslands í loftslagsmálum.
Áætlunin er skýrt dæmi þess að
ríki geta aukið metnað sinn í mála-
flokknum þrátt fyrir neikvæð efna-
hagsleg áhrif COVID-19. Í raun ætti
COVID-19 að hvetja ríki heimsins
til sjálf bærari uppbyggingar efna-
hagsins, og skapa ný græn efnahags-
tækifæri.
Vegferð Íslands í loftslagsmálum
skiptir Bretland máli. Í fyrsta lagi
vegna nándar ríkjanna tveggja
þá skiptir sameiginleg sýn okkar
á loftslagsmál máli vegna áhrifa
á nærumhverfi okkar. Í öðru lagi
mun Bretland halda COP26-lofts-
lagsráðstefnuna í Glasgow, 1.–12.
nóvember 2021, í samstarfi við
Ítalíu. Í þriðja lagi vegna mikilvægis
þess að deila reynslu í nýsköpun og
efnahagslegra tækifæra sem skapast
með grænum áherslum.
COP26-loftslagsráðstefnan á
næsta ári veitir ríkjum heims tæki-
færi til róttækra breytinga í bar-
áttunni gegn, og aðlögunar vegna,
loftslagsbreytinga. Í Glasgow þurfa
samstarfsríkin að raungera skuld-
bindingar sínar, sem gerðar voru
fyrir fimm árum á grundvelli Par-
ísarsamkomulagsins. Gert er ráð
fyrir að öll þátttökuríkin uppfæri
ríkjaframlag sitt til að ná fram
markmiðinu um kolefnishlutleysi
á heimsvísu.
Ísland getur lagt sitt lóð á vogar-
skálarnar til þess að draga úr
áhættunni sem skapast vegna lofts-
lagsbreytinga. Önnur ríki heimsins
þurfa einnig að standa í stykkinu til
að forðast neikvæð áhrif á Ísland,
svo sem með bráðnun jökla, öfga-
kennda veðráttu, súrnun sjávar og
neikvæð áhrif á fiskistofna.
Því er aðgerðaráætlun Íslands
mikilvæg. Ekki einungis vegna
áhrifa loftslagsbreytinga á Ísland,
en einnig vegna þess að Ísland
hefur fulla getu til að verða fyrir-
mynd fyrir önnur ríki í aðdraganda
COP26. Næsta árið mun Bretland
hvetja önnur ríki, stór og smá, til að
auka metnað sinn í loftslagsmálum
með uppfærðum landsákvörðuðum
framlögum og langtímaáætlunum.
Bretland var fyrsta stóra iðnríkið
til að lögbinda kolefnishlutleysi.
Frá 1990 til 2017 dróst losun Bret-
lands saman um 40% – sem er
mesti samdráttur G7 ríkjanna – en
á sama tíma óx efnahagur Bretlands
um 73%. Við munum auka metnað
okkar enn frekar fyrir loftslagsráð-
stefnuna í Glasgow.
COVID-19 heimsfaraldurinn
hefur haft gífurlega neikvæð efna-
hagsleg áhrif. Það þýðir ekki að við
eigum að veigra okkur við framþró-
un þegar kemur að hinni djúpstæðu
ógn sem steðjar að mannkyni, lofts-
lagsvánni. Við höfum tækifæri til að
byggja efnahaginn upp á betri og
hraðari máta en við höfum þegar
gert, til hagsbótar umhverfis og
efnahags.
Á þeim áratug sem liðinn er frá
síðustu heimskreppu, fjármála-
kreppunni 2008, hefur umhverfis-
væn orka hríðfallið í verði. Sólar-
sellur eru 87% ódýrari, vindmyllur
á landi um 62% og vindmyllur á hafi
um 56%. Þetta þýðir að tveir þriðju
jarðarbúa búa í ríkjum þar sem
endurnýjanleg orka er nú ódýrasti
orkugjafinn. Störf sem tengjast
endurnýjanlegum orkugjöfum og
grænni tækni eru betri en þau sem
tengjast jarðefnaeldsneyti. Aukin
fjárfesting í endurnýjanlegri orku
gæti fjölgað störfum í grænni orku
um 42 milljónir á alþjóðavísu til
ársins 2050 samkvæmt skýrslu
International Energy Agency (IEA)
– sem væri fjórföldun miðað við
daginn í dag.
Grænn vöxtur er nú stór hluti alls
hagvaxtar. Í Bretlandi starfa um
460 þúsund manns við störf sem
styðja við grænan efnahag sem gæti
skilað Bretlandi 60–170 milljarða
punda og störfunum gæti fjölgað
upp í 2 milljónir árið 2030. Í skugga
COVID-19 leita ríki heimsins leiða
til að aðlaga sig að nýjum vinnuað-
ferðum og að endurmennta ungt
fólk og atvinnulausa sem leita að
vinnu í erfiðu atvinnuárferði. Þá er
rétti tíminn til að breyta um stefnu
í átt að endurskipulögðum grænum
vinnumarkaði.
Bretland hefur ákveðið að fara
þá leið. Ríkisstjórn okkar kynnti
áætlanir um stuðning við tugi þús-
unda grænna starfa að virði þriggja
milljarða punda til að ef la vinnu-
markaðinn og vernda umhverfið.
Við getum lagt grunninn að skyn-
samlegum og sjálf bærum vexti og
á sama tíma komið í veg fyrir að
festast í kviksyndi mengunar næstu
áratugi.
Aðgerðaráætlun Íslands í lofts-
lagsmálum skapar fjölmörg tæki-
færi fyrir náið samstarf Bretlands
og Íslands. Loftslagsbreytingar er
eitt lykiláherslusviða samstarfs-
yfirlýsingar Íslands og Bretlands
til 2030. Við höfum tækifæri til að
sameina krafta okkar við að láta
til okkar taka á alþjóðavísu fyrir
COP26 og aðstoða þróunarríki við
að aðlagast. Við getum unnið saman
að umhverfisvænni samgöngum og
borgum með aukningu í raf bílum
og rafmagnsskipum, þar hefur
Ísland sýnt fram á góðan árangur.
Við getum deilt reynslu okkar af
stefnumörkun og aðferðum til að
auka sjálf bæra landnotkun (líkt
og Bretland stefnir að með nýrri
landbúnaðarstefnu), og aukningu í
grænum fjárfestingum.
Nú skapast tækifæri fyrir íslensk
stjórnvöld, hagaðila og almenning
til að eiga samskipti við okkur í
aðdraganda COP26. Sameiginlega
getum við ýtt undir metnað ríkja
heimsins og tryggt að hitastig jarðar
hækki ekki umfram tvær gráður,
á sama tíma og við nýtum okkur
framtíðarlausnir græns efnahags-
vaxtar. Ég bíð spenntur eftir að
heyra ykkar hugmyndir.
Græna byltingin
Það er hásumar og bjartra daga og langra nátta ber að njóta vel. Ef laust er sumarið líka
langþráður léttir hjá mörgum eftir
heimsfaraldur sem tekist hefur vel
að glíma við hér á landi, en er því
miður enn í vexti í öðrum löndum.
En kannski líka er einstaklega
gott að njóta sumardægra og nátta,
þegar við vitum af af leiðingum
faraldursins á komandi hausti
og vetri. Við sjáum því miður
fram á áframhaldandi hátt hlut-
fall atvinnulausra og enn meiri
efnahagssamdrátt. Spáð er einni
dýpstu efnahagskreppu á heims-
vísu á friðartímum og nýlega upp-
færð efnahagsspá OECD spáir mun
verri stöðu efnahagsmála á Íslandi
en áður var talið. Við þess konar
aðstæður skipta viðbrögð, sýn og
stefna öllu máli.
Endurhugsum og
endurmetum ferðaþjónustuna
Stóra greinin sem við verðum að
koma með skýr viðbrögð og stefnu
við COVID-19 er ein af grunnat-
vinnugreinum okkar; ferðaþjón-
ustan. Sem stóð árið 2018 fyrir
11% af vergri landsframleiðslu og
tugir þúsunda manna hafa starfað
við undanfarin ár. Greinin var því
miður veik fyrir svona risa-áfalli.
Hún var skuldsettasta atvinnugrein
landsins fyrir heimsfaraldurinn og
var ekki byggð á nægilega sjálf bær-
um grunni sem sást í of háu hlutfalli
greinarinnar af efnahagsreikningi
ríkissjóðs. Atvinnuleysi hafði aukist
í greininni fyrir COVID-19 en ekki
bólaði á neinum skýrum viðbrögð-
um stjórnvalda við þeirri stöðu.
Það voru líka vonbrigði þegar ráð-
herra ferðamála lýsti því yfir í svari
sínu við óundirbúinni fyrirspurn
í vor á Alþingi um framtíðarsýn á
ferðaþjónustuna, þrátt fyrir mikinn
vilja til að byggja ferðaþjónustuna
upp á nýtt að „við værum ekki að
fara að breyta um neinn kúrs þegar
kemur að stefnuramma og leiðar-
ljósi íslenskrar ferðaþjónustu til
ársins 2030“.
Nú er nefnilega tækifærið til að
byggja upp ferðaþjónustuna upp á
nýtt með breyttum kúrsi.
Uppgangur ferðaþjónustunnar
eftir hrun var okkur nauðsynleg
efnahagsleg viðspyrna, en ekki
átakalaust eða án vaxtarverkja.
Of mikill ágangur á náttúru, of
mikil skuldsetning, dökkar og
slæmar vinnuaðstæður starfsfólks
í greininni og áætlanir byggðar á of
veikum grunni voru veiku hliðar
ferðaþjónustunnar en á móti hefur
ferðaþjónustan á Íslandi líka þrosk-
ast mjög á stuttum tíma og þjónust-
an orðið betri og verðmætari.
Tækifærin eru fjölmörg –
á réttum forsendum
Aðstæðurnar sem blasa nú við
færa okkur sögulegt tækifæri til
að gera hlutina betur en fyrr. Að
staldra við og ákveða með hvaða
hætti við viljum vinna gegn
atvinnuleysinu og efnahagssam-
drættinum, sem hefur komið í
ljós og mun verða verri, en um leið
takast á við langstærstu ógn okkar
tíma, loftlagsbreytingar. Þá er lag
að við byggjum upp atvinnugrein
eins og ferðaþjónustuna á sjálf-
bærum grunni og með grænum,
umhverfisvænum áherslum. Með
sjálf bærum rekstri og að greinin
grundvallist utan um umhverfis-
vernd og ábyrga náttúruupplifun.
Ekki leggja ofuráherslu á að allt
verði eins og áður, að hingað komi
aftur sem fyrst alltof mikill fjölda
ferðamanna og að ágangur og álag
á bæði náttúru og innviði verði of
mikill.
Aðalaðdráttaraf l Íslands er
íslensk náttúra sem er kannski
enn verðmætari í breyttum heimi
þegar við höfum fengið tækifæri
til að nema staðar og endurmeta
umhverfi okkar og heilsu. Náttúru
landsins ber að verja og vernda
fyrir hvers kyns ágangi, en um leið
tryggja að við getum öll uppgötvað
hana og sýnt öðrum á ábyrgan hátt
af virðingu og með umhyggju.
Samfélagsleg áhrif ferðaþjónust-
unnar á byggð, líf og atvinnutæki-
færi fólks þarf að skoða, rannsaka
og meta enn meir, sem og ruðn-
ingsáhrif hennar á aðrar greinar.
Mennta þarf f leira fólk inn í grein-
ina og búa til alvöru menntastefnu
utan um ferðaþjónustuna, því
þannig skapast verðmæti til fram-
tíðar í stað þess að halda áfram að
byggja upp ferðaþjónustu á erf-
iðum láglaunastörfum á vertíðar-
takti. Við höfum líka tækin og tólin
til að nýta til að endurhugsa hlut-
ina upp á nýtt í ferðaþjónustunni;
ný skýrsla, sem nefnist „Fram-
tíðarsýn og leiðarljós íslenskrar
ferðaþjónustu til ársins 2030“, var
unnin í samstarfi ríkis, sveitar-
félaga og greinarinnar og leggur
grunninn að nýrri aðgerðaáætlun
2020-2025 sem er nú í vinnslu. Þá
aðgerðaáætlun þarf að endurmeta
upp á nýtt. Hæfnisetur ferðaþjón-
ustunnar var stofnað árið 2017 sem
er samstarfsverkefni aðila vinnu-
markaðarins, fræðsluaðila og
stjórnvalda um heildstæðar lausnir
og úrbætur til að auka hæfni og fag-
mennsku starfsfólks í ferðaþjón-
ustu á Íslandi að ónefndu gæða- og
umhverfiskerfinu Vakanum.
Byg g jum upp endurný jaða
stefnu og sýn ferðaþjónustunnar
til framtíðar, út frá þeirri reynslu
sem heimsbyggðin hefur gengið í
gegnum undanfarna mánuði. Ekki
á ofvexti og of miklum ágangi, ekki
á ofurskuldsetningu og freistni-
vanda um að allt eigi að vera eins
og fyrir COVID-19. Skammtíma-
lausnir og óbreytt stefna er nefni-
lega ekki málið. Heldur skýr, græn
framtíðarsýn sem býr til sjálf bær
atvinnutækifæri til framtíðar.
Hugsum ferðaþjónustuna upp á nýtt
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
þingmaður í
atvinnuvega-
nefnd Alþingis
Michael Nevin
sendiherra Bret-
lands á Íslandi
Sameiginlega getum við ýtt
undir metnað ríkja heimsins
og tryggt að hitastig jarðar
hækki ekki umfram tvær
gráður, á sama tíma og
við nýtum okkur fram-
tíðarlausnir græns efnahags-
vaxtar.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0