Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 18
HÖFUM VIÐ KANNSKI VERIÐ AÐ LEITA LANGT YFIR SKAMMT? ERU ÁLFAR KANNSKI ÁKVEÐINN HLUTI AF OKKUR SJÁLF- UM? ERU ÞEIR EINHVER INNRI MAÐUR? Þetta eru auðvitað bara st u rlaðir t íma r og ekkert við þessu að gera annað en að bíta í skjaldarrendur og blása til sóknar á nýjum víg- stöðvum,“ segir Jón Bjarki Magnús- son, leikstjóri heimildamyndar- innar Hálfur álfur, sem fjallar um Trausta Breiðfjörð Magnússon sem var lengi vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð. Eiginkona Trausta, Hulda Líneik Jónsdóttir, kemur einnig við sögu en Jón Bjarki er barnabarn þeirra og myndin hverfist ekki síst um leit afa hans að hinu yfirnáttúrulega í sjálfum sér, álfinum hið innra, á meðan hann undirbýr eigin jarðar- för 99 ára gamall. Jón Bjarki er þekktari sem blaða- maður og ljóðskáld en kvikmynda- gerðarmaður, en hann hefur undan- farið búið í Berlín og Hálfur álfur er lokaverkefnið í námi hans þar. Þegar landið opnaðist fyrir f lug- umferð á ný dreif hann sig heim til Íslands, ekki síst til þess að frum- sýna myndina á Skjaldborgarkvik- myndahátíðinni á Patreksfirði um verslunarmannahelgina. Þau áform urðu hins vegar að engu og kórónaveirunni að bráð á fimmtudaginn, þegar ráðherrar kynntu hertar samkomuhömlur vegna bakslagsins í baráttunni við COVID-19. „Ég hugsa með miklu þakklæti til þeirra sem hafa staðið í ströngu við skipulagningu hátíðarinnar og gerðu hvað þau gátu til að láta hana verða að veruleika í miðjum heims- faraldri. Álfurinn hálfi verður bara að bíða betra færis til sýninga síðar meir,“ segir Jón Bjarki. Álfurinn bíður Í ljósi tilmæla ríkisstjórnar og almannavarna töldu aðstandendur hátíðarinnar ekki forsvaranlegt, frekar en fjölmargir aðrir í svipaðri stöðu, að halda hátíðina um helgina og tóku „þungbæra“ ákvörðun um að aflýsa hátíðinni Jón Bjarki þóttist hafa himin höndum tekið þegar Hálfur álfur var valinn á Skjaldborg. „Vegna þess að í öllu samhengi hlutanna núna þá eru það bara alger forrétt- indi að fá að sýna mynd í bíósal eins og er,“ segir hann og bendir á að vegna faraldursins séu f lestar hátíðir haldnar á vefnum. „Þann- ig að maður var rosalega glaður að vera að fara þangað. En svona er þetta,“ segir Jón Bjarki, æðruleysið uppmálað. Skjaldborg er önnur hátíðin sem blásin er af, en upphaflega stóð til að heimsfrumsýna myndina í maí á Ethnocineca, alþjóðlegu heimilda- myndahátíðinni í Vín, þar sem hún var tilnefnd til verðlauna. „En henni var líka af lýst þannig að álfurinn bíður bara áfram færis,“ segir Jón Bjarki, sem enn stefnir ótrauður á að frumsýna myndina í kvik- myndahúsi. Óvænt stefna Jón Bjarki lagði ekki upp með það að gera heimildamynd um álfa, en þeir skutu óvænt upp kollinum og eftir því sem á leið gerðust þeir frekari til fjörsins og vöktu ef til vill f leiri spurningar en þeir svöruðu. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá lagði ég ekkert upp með að þar myndu álfar koma eitthvað sterkt inn, en það er eiginlega bara eitt- hvað sem gerðist í ferlinu. Ég ákveð sem sagt að gera þessa heimildamynd og fylgja afa mínum Eru álfar kannski hálfir menn? Skjaldborgarhátíðinni var aflýst á elleftu stundu og þar með frumsýningu heimildamyndarinnar Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon. Hann bítur óbugaður í skjaldarrendur og bíður færis og þess að kórónafárinu sloti. Jón Bjarki horfði í gegnum linsuna á afa sinn undirbúa aldarafmæli sitt og eigin útför, þar sem álfar virðast hafa verið með í ráðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Afinn, sem vildi undir það síðasta heita Álfur, var fluglæs á steina. Ömmu fannst nóg um stússið og blandaði bókvitinu í málið. og ömmu eftir, í lokaverkefni mínu í þessu námi í Berlín,“ segir Jón Bjarki, sem fann í ferlinu ýmislegt sem hann var ekki endilega að leita að og djúpar spurningar um jafnvel innstu rök og kjarna tilverunnar vöknuðu, á mörkum tveggja heima. „Þetta er kannski ákveðið kaos,“ heldur Jón Bjarki áfram og áréttar að hann tali ekki af mikilli reynslu af kvikmyndagerð. „Þegar maður byrjar á svona mynd er maður alla- vegana með óljósa hugmynd um hvað getur orðið. En svo einhvern veginn fer maður bara inn í hringið- una og verður líka í rauninni, hvað skal segja, að leyfa atburðarásinni og því sem gerist svolítið að taka yfir.“ Vildi kveðja sem álfur „Á þessu tímabili er afi að undir- búa 100 ára afmælið en hann er líka að undirbúa eigin jarðarför og er búinn að kaupa kistuna,“ heldur Jón Bjarki áfram. „Það koma upp smá erjur milli þeirra gömlu út af þessu. Svona nettar skemmtilegar deilur þeirra í milli. Ömmu finnst náttúrlega alger della að þurfa að stýra öllu út yfir gröf og dauða og allt það. Annað sem kemur upp í þessu ferli og afa langar að gera áður en hann kveður er að breyta nafninu sínu í Álfur og síðan þegar líður á í veikindum hans og sérstaklega undir lokin er hann að dreyma álfa. Álfar eru að koma til hans í draumum og svo stundum þegar ég var að tala við hann, var óljóst hvort hann væri bara kannski að sjá þá. Það var næstum því eins og hann upplifði að þeir væru þarna með honum í spítalaherberginu. Þannig að þetta var svona, hvað skal segja? Var svona leið til að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Jón Bjarki hugsi. „Einhvern veginn hans leið til að kveðja. Svona einhvers konar myndhverfing út úr þessari veröld og aðeins inn í einhverja aðra.“ Eru álfar… Jón Bjarki segir að titill myndarinn- ar, Hálfur álfur, hafi bara einhvern veginn komið til hans á þessum for- sendum í miðju ferlinu. „Mér fannst þetta bara einhvern veginn passa algerlega,“ segir hann og hlær. Eru álfar þá kannski hálfir menn? „Ja, það er sko nefnilega ein- mitt það sem mér fannst líka svo- lítið skemmtilegt í þessu. Eru Álfar kannski... þú veist…“ segir kvik- my ndagerðarmaðurinn hugsi. „Höfum við kannski verið að leita langt yfir skammt? Eru álfar kannski ákveðinn hluti af okkur sjálfum? Eru þeir einhver innri maður? Kannski barnið í okkur? Afi elst upp norður á Ströndum og þar voru álfar allt í kring. Amma hans, Vilborg á Felli, sagði honum allt um álfana og það voru álfa- borgir í steinunum í kring og það er líka kannski hægt að líta þannig á, að þarna sé verið að nálgast æskuna aftur. Nálgast álfinn í sjálfum sér. Barnið. Og svo framvegis.“ Náið andstæðupar En hvað fannst ömmu og afa um þetta kvikmyndabrölt í barnabarn- inu? „Þau voru svolítið hissa fyrst og afi var mjög upp með sér. Hann var náttúrlega alltaf mikill performer þannig að hann lagði í rauninni allt í sölurnar. Amma var feimnari við vélina fyrst,“ segir Jón Bjarki og bætir við að Hulda hafi fundið sína leið inn í myndina í gegnum ljóðlistina. „Hún er þarna svolítið fulltrúi bókanna og lestursins en afi meira steinanna. Hann var alltaf mikill steinaáhugamaður, safnaði steinum og las kannski meira í steina heldur en bækur og það eru smá andstæður þarna á milli. En þeim fannst þetta bara skemmtilegt þegar á leið og voru í rauninni bara mjög spennt yfir þessu,“ segir Jón Bjarki sem náði að sýna ömmu og afa gróf klippta útgáfu myndarinnar. „Þau voru mjög glöð, en ná hvorugt að sjá lokaútgáfuna.“ Dýrmætt verkefni Hálfur álfur er vitaskuld ákaflega persónuleg mynd og verk sem er höfundinum hjartfólgið. „Þegar ég var kominn með þessa hugmynd og er að fara byrja, þá er afi 99 og amma 96 og maður áttaði sig á því að ef ég gerði þetta ekki núna, þá yrði þetta bara einhver hugmynd sem ekkert yrði úr. Þannig að þegar hugmyndin var komin þá var það einhvers konar neyð sem dró mann áfram og ég sá auðvitað ekki fyrir mér í byrjun hvernig þetta myndi vaxa, en þetta er bara alveg gríðarlega verðmætt og yndislegt, að eiga þennan tíma með þeim. Og ná í rauninni kannski að kveðja á þennan hátt. Það er eiginlega bara algjörlega ótrúlegt. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fylgt þessu eftir og átt þessar miklu og góðu stundir með þeim.“ Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.