Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 4
Næstu dagar og vikur ráða úrslitum um hvort dregið verði úr eða bætt í. ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI DÓMSMÁL Tónlistarfyrirtækin Warner og Universal hafa áfrýjað ákvörðun dómstóls í Los Angeles um að hafna kröfu þeirra, um að Jóhann Helgason greiði þeim 323 þúsund dollara í málskostnað í lagastuldarmálinu um lagið Söknuð. Áfrýjunin kemur á óvart, því að í herbúðum Jóhanns var talið að and­ stæðingar hans gætu ekki áfrýjað höfnun málskostnaðarkröfunnar. Annað er nú komið á daginn. Sam­ kvæmt tilkynningu áfrýjunardóm­ stólsins, verður áfrýjun Warner og Universal til meðferðar samhliða áfrýjun Jóhanns sjálfs, vegna þess að máli hans hafði verið vísað frá dómi. Á gengi dagsins í dag nemur krafan á hendur Jóhanni jafnvirði 44 milljóna króna. „Það er tæplega nokkur ástæða til að ætla að það komi nokkuð út úr þessu fyrir þá,“ segir Jóhann. Í nið­ urstöðu dómarans varðandi máls­ kostnaðarkröfuna hafi verið bent á fimm grundvallaratriði sem þyrfti að uppfylla svo dæma mætti Jóhann til að greiða lögmannskostnað Warner og Universal. Snerust þau meðal annars um hvort málatil­ búnaður Jóhanns væri tilhæfulaus, út í hött og settur fram af illum hug. „Dómarinn strokaði öll þessi atriði út og þetta er því fáránleg krafa en hún eru auðvitað gerð til að teygja og tefja málið. Þeir nota öll brögð sem þeir geta, sérstak­ lega til að auka kostnaðinn enda er slíkt ekkert sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af,“ segir Jóhann sem sér fram á milljóna króna viðbótar­ kostnað vegna áfrýjunarinnar. Miðað við vinnslu mála hjá áfrýj­ unardómstólnum segir Jóhann niðurstöðu þar að vænta í fyrsta lagi í desember 2021. Málið verði tekið fyrir af þremur dómurum. Verði þá fallist á kröfu hans um áfrýjun, hefj­ ist málið upp á nýtt við dómstólinn í Los Angeles þar sem það var upp­ haflega rekið. Jóhann segir málskostnaðar­ kröfu andstæðinga sinna hafa gert lögmanni hans kleift að setja inn gögn sem ekki hafi mátt leggja fram áður en muni nú gagnast í málinu öllu. Þetta eigi sérstaklega við um lögfræðiálit sem unnið var fyrir Jóhann í Englandi árið 2008 og hann telji hagstætt fyrir sig. „Og auðvitað vonar maður að á end­ anum verði úrskurður tveggja dómara af þremur manni í hag.“ gar@frettabladid.is Áfrýja og krefjast tugmilljóna áfram af Jóhanni Helgasyni Jóhann Helgason er ekki sloppinn undan 44 milljóna króna kröfu Warner og Universal eins og hann hélt, eftir að dómstóllinn hafnaði kröfunni. Áfrýjun tónlistarfyrirtækjanna verður tekin fyrir samhliða áfrýjun Jóhanns sjálfs, eftir að máli hans vegna meints stuldar á Söknuði var vísað frá dómi í Los Angeles. Jóhann Helgason trúir ekki að hann verði dæmdur til að greiða málskostnað andstæðinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þeir nota öll brögð sem þeir geta, sérstaklega til að auka kostnaðinn enda er slíkt ekkert sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Jóhann Helgason tónlistarmaður COVID -19 Fimmtíu manns eru í einangrun vegna kórónaveiru­ smits á Íslandi. Af þeim eru níu með smit af óþekktum uppruna. Unnið er að rakningu. Þeirra á meðal er erlendur ferðamaður sem greindist neikvæður við skimun á landamærum en jákvæður í ann­ arri sýnatöku á fimmtudagskvöld. Hann er nú í einangrun á Akureyri, en þrír úr fjölskyldu hans í sóttkví. Einn er enn á spítala vegna veikinda af völdum veirunnar. Í sóttkví voru 287 þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Íslensk erfðagreining vinnur nú aftur að skimun einstaklinga fyrir COVID­19 í samvinnu við sótt­ varnalækni. Skimunin fer fram í Turninum í Kópavogi. Skimun hefur aftur farið af stað hjá Íslenskri erfðagreiningu með það að markmiði að kanna útbreiðslu veirunnar hér á landi, svo hægt sé að meta þörf fyrir frek­ ari aðgerðir. Þá er vonast til að hægt verði að rekja uppruna smitanna sem nú eru í gangi. Fólk sem er boðað í skimun fær boð um þátttöku með textaskila­ boðum og hvetur sóttvarnalæknir alla sem fá boð til að taka þátt. Þór ólfur Guðna son sótt varna­ læknir sagði á upp lýsinga fundi al­ manna varna í gær að næsta vika eða tvær muni ráða úr slitum um það, hvort slakað verði aftur á sam­ komu tak mörkunum eða hert enn meira á þeim. – aá, – ókp Hátt í þrjúhundruð manns eru í sóttkví og fimmtíu í einangrun Þríeikið var fullmannað á COVID - vaktinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI S A M F É L AG Vinnumálastof nun var tilkynnt um tvær hópupp­ sagnir í júlí sem ná til 79 manns. Það eru helmingi færri en sagt var upp í júní, þegar 155 var sagt upp í hópuppsögnum. Kúfurinn var hins vegar í apríl og maí, þegar yfir fimm þúsund  manns var sagt upp í 58 hópuppsögnum. Vinnumálastofnun tilkynnti í gær að þjónustuskrifstofum verði lokað í ljósi hertari reglna um sóttvarnir og til að tryggja afgreiðslu bóta. – aá Hópuppsagnir í júlí voru tvær SAMFÉLAG Íslendingar hafa verið lítið á faraldsfæti að undan­ förnu, sem fékkst endanlega stað­ fest með tilkynningu Þjóðskrár um útgefin vegabréf fyrir júnímánuð. Þar segir að í júní hafi aðeins verið gefin út  879  vegabréf  en í sama mánuði í fyrra voru gefin út 3.231 vegabréf. Það gerir fækkun upp á 73 prósent milli ára. Það má því búast við að hin margfræga vegabréfaröð sé ekki jafn löng þessi misserin. – bb Engin biðröð í íslensk vegabréf COVID-19 Hlé verður gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst. Hléið tekur til allra sem fæddir eru 2004 og fyrr. Æfingar og keppni í íþróttum án snertingar, getur haldið áfram, að virtum reglum almannavarna. Einn leikmaður Víkings í Ólafs­ vík er smitaður af COVID­19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Víkingi. Stjórn KSÍ hafði þegar samþykkt að fresta öllum leikjum til fimmta ágúst, á aukafundi stjórnar sam­ bandsins á fimmtudag. Lengju­ deildin og 2. deild karla áttu að spila á mánudag og Pepsi­deildin átti að fara aftur af stað á þriðjudag. – bb Hlé á keppni og og æfingum 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.