Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 50
ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ LÍKAMINN ENDUR- NÆRI SIG EKKI FYRR EN HANN NÆR SLÖKUNARÁSTANDI OG ÞAÐ ER EKKI SJÁLFGEFIÐ AÐ ÞAÐ GERIST ÞÓTT VIÐ FÖRUM AÐ SOFA. Dísa Þau segja slökun í tímaleysi kjörna fyrir þá sem vilja finna rými til að kúpla sig út úr daglegu amstri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Um næstu helgi standa þau fyrir stuttri ferð út fyrir bæjarmörk þar sem andleg heilsa verður í forgangi. Dísa segir áhrif súkkulaðisins vera töfrum líkust. Hugleiðsla er eitthvað sem ég skildi ekki þegar ég var fyrst að byrja. Þetta fyr­irbæri er svo langt fyrir ofan okkar skilningarvit að við munum held ég aldrei fullkomlega átta okkur á því af hverju hún er svona öflug. En eftir að hafa æft mig í mörg ár að hugleiða hef ég uppgötvað hvað hugleiðsla er. Hugleiðsla getur bara lagað allt,“ segir Dísa Dungal, einka­ þjálfari, jógakennari og íþrótta­ fræðingur. Hún segir margt gott geta hlotist af hugleiðslu. „Þú getur komið þér í slökunar­ ástand, róað hugann, hreinsað lík­ ama og sál og bætt upp svefn. Hún er þó í raun ekki eitthvað sem hægt er að lýsa með orðum, eða kenna. Þótt það sé að vissu leyti hægt að leiðbeina við fyrstu skref, þá er þetta bara eitthvað sem þú verður að gefa þér tíma og æfingu í til að átta þig á,“ bætir hún við. Frí frá persónunni Þau benda á að til séu margar aðferðir í hugleiðslu sem þjóna mis­ munandi tilgangi. „Þegar ég hugleiði byrja ég á því að skynja allt sem ég er, líkamann og allt sem tilheyrir honum. Beinin, taugakerfið, hjartað og æðakerfið, bandvefi og vöðva. Hugsanir og hugarferli og tilfinningar. Ég reyni einfaldlega að veita þessu öllu athygli. Svo er kúnstin að slíta sig frá þessu öllu saman. Gefa sér frí frá persónunni og einfaldlega vera,“ segir Arnór, en hann er leiðbeinandi á sviði jóga og hugleiðslu. Hann segir það ekki eins auðvelt og marga grunar. „En málið er að þetta er þjálfun, alveg eins og að fara í ræktina og þjálfa líkamann, nema í hugleiðslu erum við að þjálfa vitundina og veruna. Fara dýpra inn í vitundina og veruna sjálfa. Í okkar daglega lífi er svo aðalþjálfunin að gera sitt besta til þess að halda sér í vitund og verunni. Því meira sem maður er í vitund, því minni áhrif hefur áreitið á mann. Áreiti að mínu mati er ekki bara í ytra umhverfinu, líka innra umhverfi, það eru hugsanir og tilfinningar sem hafa hvað mest áhrif á líðan okkar,“ segir hann. Þau segjast hafa tekið eftir því að nútímafólk sé oft fast í því að lifa af, frekar en að einfaldlega lifa. „Við erum stundum í samkeppni um lifa af og gleymum því hvernig er að þrífast og nærast og njóta lífsins. Nútímamaðurinn er því að miklu leyti fastur í streituástandi, eða því sem við köllum „fight or f light,“ sem á endanum getur tekið toll af taugakerfinu, og einstakl­ ingur upplifað það sem við köllum kulnun. Þegar við erum í þessu streituástandi er líkaminn ekki að starfa sem skyldi, hann seytir streituhormónum og taugakerfið bælist. Þetta hefur áhrif á melting­ arveg, ónæmiskerfið, vöðvakerfið og svefninn,“ segir Arnór. „Það má segja að líkaminn endurnæri sig ekki fyrr en hann nær slökunarástandi og það er ekki sjálfgefið að það gerist þótt við förum að sofa. Þegar við förum til dæmis í streituástandi að sofa, þá skerðir það gæði svefnsins. Þess vegna er mikilvægt að skapa slökunarástand í kerf inu. Það Slökun í tímaleysi er einstök upplifun Dísa og Arnór hafa bæði mikinn áhuga á jóga og hugleiðslu. Þau standa fyrir slökun í tímaleysi skammt frá Hellu, þar sem þau ætla að bjóða upp á ýmsa heilnæma hluti fyrir líkama og sál – eins og kakó-seremóníur. gerum við ekki með því að horfa á spennutrylli í sjónvarpinu eða með skjánotkun af einhvers konar tagi,“ bætir Dísa við. Næring fyrir sálina Næstu helgi standa Dísa og Arnór fyrir svokallaðri slökun í tímaleysi, eða „retreat.“ Þátttakendur ferðast þá með þeim rétt út fyrir bæinn þar sem þau leiða hugleiðslu, slökun, kakó­seremóníur, f lotmeðferð og fleira sem gerir sálinni gott. „Það má segja að tilgangurinn með þessu „retreati“ sé að skapa rými þar sem fólk getur komið og kúplað sig út úr hinu daglega amstri, upplifað slökun og endurnærst. Við ætlum að koma fólkinu í algjört slökunarástand og á sama tíma að miðla til þess ýmsum aðferðum, sem það getur svo nýtt sér til að viðhalda, og skapa greiðara aðgengi inn í slökunarástand,“ segir Dísa. „Okkur finnst mikilvægt að vera ekki með of þétta og planaða dag­ skrá, heldur vinna með f læðinu, veðrinu og orkunni í hópnum, en á sama tíma að miðla okkar helstu verkfærum til slökunar og vitundar. Svo spilar fæðið vel inn í yfir helg­ ina. Það er mikilvægt að vera með góðan og næringarríkan mat,“ segir Arnór. Töfrum líkast. En hvað eru eiginlega kakó-sere- móníur? „Hið seremóníska súkkulaði sem við erum með hefur verið notað í hugleiðslu og heilunartilgangi hjá Mayunum í þúsundir ára vegna jákvæðra áhrifa sem það hefur á líkama og sál. Þetta súkkulaði hefur lengi verið notað í heilun og hjarta­ opnandi athafnir, því það inniheld­ ur eitthvert hæsta magn efna á borð við magnesíum, járn, beta­karótín og f leira í samanburði við aðrar plöntutegundir. Eiginleikar súkku­ laðisins teljast því svo áhrifaríkir að töfrum er líkast,“ segir Dísa. „Ég notast mikið við öndun í mínum athöfnum. Leiði fólk djúpt inn á við í gegnum öndunaræfingar. Svo notast ég við tíbetskar tón­ skálar sem skapa meiri slökun og ánægjulegt hugleiðsluástand. Svo enda ég yfirleitt á leiddri hugleiðslu. Kakóið eykur blóðflæðið um líkam­ ann og auðveldar ferðalagið sem fer með þig djúpt inn á við. Við förum í dýpra líkamlegt, tilfinningalegt og andlegt ástand sem veitir okkur ákveðna athygli sem við getum beint hvert sem er,“ segir Arnór. Hægt er að nálgast frekari upplýs­ ingar um ferðina á yogaarise.com. steingerdur@frettabladid.is 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.