Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 25
Ótrúlegt en satt þá fann ég mun frá fyrsta degi, öll einkenni fæðuóþolsins minnkuðu til muna og mörg jafnvel hurfu. Aukakílóin eru einnig farin að losa takið og greinilegt að Digest Spectrum verður hluti af lífi mínu áfram. Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir kennari Meltingarensímin frá Enzymedica hafa ræki­lega slegið í gegn á Íslandi og hafa þau hreinlega umbylt lífi fjölda fólks. Meltingarensím virka þannig að þau eru tekin inn við upphaf máltíðar og virka samstundis. Fyrir suma dugar að taka þau stundum – eftir því hvað verið er að borða og aðrir nota þau með öllum máltíðum. Ensímin eru náttúruleg og því engin hætta á því að eitthvað fari úrskeiðis í meltingunni heldur þvert á móti, niðurbrot fæðunnar verður meira og upptaka næringarefna eykst, ásamt því að ónot og ýmsir fylgi­ kvillar lélegrar meltingar minnka eða hverfa. Fæðuóþol eða ensímaskortur? Skortur á meltingarensímum er í daglegu tali oft nefnt fæðuóþol. Margir kannast t.d. við mjólkur­ sykursóþol eða laktósaóþol, sem er tilkomið vegna skorts á laktasa, hvata sem brýtur niður laktósann. Reyndar er það ekki alltaf svo að einkenni fæðuóþols komi strax í ljós og geta liðið allt að 72 tímar þar til einkenna verður vart. Oft er það líka svo að þau líkamlegu einkenni sem koma fram eru þess eðlis að erfitt er að átta sig á því að um fæðuóþol sé að ræða. Ástæður fæðuóþols má oftast rekja til skorts á ákveðnum meltingar­ ensímum og/eða að líkaminn getur ekki virkjað ákveðin ensím. Þetta getur valdið vanda­ málum hjá fjölmörgum. Ekki bara magaónotum, þreytu eða öðrum kvillum, heldur getur það gerst að við fáum ekki þá næringu sem fæðan á að skila okkur. Einkennin hurfu! Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir hefur ekki átt sjö dagana sæla, en nánast allt sitt líf hefur hún verið að kljást við vandamál tengd meltingunni. Hún er skýrt dæmi um alvarlegt tilfelli fæðuóþols og það er ekki fyrr en nú, eftir að hún fór að nota Digest Spectrum, að hún sér til sólar og er farin að njóta þess að borða og líða vel á eftir. Saga hennar er ótrúleg: „Ég hef verið með í maganum síðan ég var lítil stelpa, oft með útþaninn og harðan maga og krampaverki eftir máltíðir. Þegar ég varð eldri bættust við ýmis ein­ kenni eins og ógleði, brjóstsviði, nábítur og mikil læti í maganum. Einnig fann ég fyrir ýmsu öðru án þess að tengja það við melt­ inguna og þarmaflóruna, eins og höfuðverk, skapsveiflum, pirringi, miklu orkuleysi eftir máltíðir, húðflekkjum, bjúg, liðverkjum, vöðvabólgu, nætursvita, átti erfitt með svefn, var með nefrennsli, augnþurrk og aukakílóin festust. Ég hef prófað næstum allt til að láta mér líða betur, en með mis­ góðum árangri og ef ég fann mun þá var það einungis í stuttan tíma. Einnig hef ég farið ófáar ferðir til ýmissa sérfræðinga en lítið komið út úr því, nema að endingu var ég greind hjá ofnæmislækni með óþol fyrir aukefnum í matvælum og þá bæði náttúrulegum (náttúru­ leg rotvarnarefni) og tilbúnum. Við að sneiða hjá aukefnum hefur margt lagast, en samt vantaði eitt­ hvað meira til að mér liði vel. Ég sá auglýsingu um Digest Spectum og ákvað að prófa. Ótrúlegt en satt þá fann ég mun frá fyrsta degi, öll ein­ kenni minnkuðu til muna og mörg jafnvel hurfu. Þegar ég tek Digest Spectrum verð ég hvorki upp­ þembd né fæ ógleði, brjóstsviða og annað sem ég taldi upp áður. Ég finn að ég er með mun meiri orku en áður og þar af leiðandi minni pirring og skapsveiflur. Ég ákvað að prófa að hætta tímabundið að taka ensímin til að finna muninn og þá kom allt til baka aftur. Óþolið sem ég var greind með hefur minnkað til muna og ég þoli fullt af mat sem ég þoldi engan veginn áður. Einnig eru aukakílóin aðeins farin að losa takið án þess að ég hafi breytt öðru, en þau hafa verið blýföst þrátt fyrir lífsstíls­ breytingu og ítrekaðar viður­ kenndar aðferðir til að léttast. Það er greinilegt að Digest Spectrum verður hluti af mínu lífi, ásamt Bio Kult Candea og chia­graut í morgunmat“. Hollur matur og óþol Fjölmargir þjást vegna fæðuóþols af einhverju tagi og hafa ekki hug­ mynd um það. Það er vegna þess að erfitt getur reynst að tengja einkennin við meltinguna og þá staðreynd að kvillarnir koma fram allt að 42­72 klst. eftir að fæðunnar er neytt. Fólk getur haft óþol gegn ýmiss konar hollustufæði líka og þá getur verið enn erfiðara að átta sig, því við gerum oftast ráð fyrir því að þegar við borðum hollt, þá séum við að gera líkamanum gott. Sölustaðir: Heilsuhillur verslana, apótek og heilsuhús. Einkenni fæðuóþols horfin Digest Spectrum meltingarensímin hafa hjálpað fólki með fæðuóþol og hafa einkenni minnkað mikið og jafnvel horfið. Ensímin vinna á öllum fæðutegundum og eru afar öflug og skjótvirk. Guðbjörg Inga hefur glímt við meltingarvandamál nánast allt sitt líf. Eftir að hún fór að nota Digest Spectrum fór hún loks að sjá til sólar. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Collagen Beauty formula Minni hrukkur og frísklegri húð Inniheldur 500 mg af kollageni ásamt náttúrulegri bætiefnablöndu sem getur stutt við kollagenframleiðslu húðarinnar. Regluleg inntaka getur hægt á öldrunareinkennum og dregið úr líkum á að fínar línur og hrukkur fari að myndast of snemma. 3 mánaða skammtur Natures Aid Collagen 5x10 copy.pdf 1 30/11/2017 15:16 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.