Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 10
Það er ekki hægt að bera saman hvernig það er að dæma í Írak og hér á landi. Bæði er umhverfið allt annað á meðan á leikn- um stendur og í kringum leikina. FÓTBOLTI „Ég spilaði fótbolta þegar ég var ungur og 16 ára gamall fór ég svo að dæma leiki. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á dómgæslu og þegar við félagarnir vorum að leika okkur í fótbolta tók ég oft að mér að dæma leikina. Það var draumurinn að dæma í efstu deild í Írak og á alþjóðlegum vettvangi. Sökum þess að ég er Kúrdi þá var mér haldið frá alþjóð- legum verkefnum, en ég dæmdi hins vegar í efstu deild í Írak áður en ég f luttist þaðan,“ segir Ahmad um bakgrunn sinn. „Knattspyrnusambandið í Írak er staðsett í Bagdad og því er stjórnað af sjíum. Sú staðreynd að ég er Kúrdi varð til þess að ég fékk ekki stærstu verkefnin í heimalandinu og ekki möguleikann á að fá alþjóðleg verk- efni sem Írökum standa til boða. Félagar mínir í íröksku dómara- stéttinni sem eru Arabar búsettir í Bagdad, fengu hins vegar sjénsinn. Það var mjög sorglegt að geta ekki þróað dómaraferil minn meira í heimalandinu mínu vegna þjóð- félagsstöðu minnar þar,“ segir hann enn fremur um reynslu sína. Fékk ekki að dæma leiki hjá fullorðnum í Þýskalandi „Ég hef aftur á móti dæmt leiki í efstu deild í Írak og leiki í Katar. Fyrir fimm árum síðan f lutti ég með fjölskyldu minni og móður minni og föður í f lóttamannabúðir í Þýskalandi. Þar langaði mig að fá tækifæri til þess að dæma hjá full- orðnum í deildarkeppni. Þar sem ég kann ekki þýsku fékk ég einungis að dæma hjá börnum, þrátt fyrir að ég væri með alþjóðleg dómarapróf frá FIFA,“ segir Ahmad um dvöl sína í Þýskalandi. Dreymir um að dæma í efstu deild Írakinn Twana Khalid Ahmad fluttist hingað til lands fyrir þremur árum. Ahmad fékk íslenska kennitölu fyrir tveimur árum síðan. Hann var knattspyrnudómari í heimalandi sínu frá 16 ára aldri. Þegar hann kom svo til Íslands byrjaði hann að dæma hér á landi. Twana Khalid Ahmad flutti til Íslands fyrir þremur árum síðan. Hefur 13 ára reynslu sem dómari en þurfti að byrja hér frá grunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Korpuskóli til leigu Nánari upplýsingar á reykjavik.is/leiga Húsnæði sem til þessa hefur hýst Korpuskóla er til leigu. Húsið Bakkastaðir 2 er 2.816 m2 á einni hæð og er hannað sem skólahúsnæði en getur nýst vel fyrir aðra starfsemi. Það er allt laust til leigu, en einnig er mögulegt að bjóða í leigu á hluta hússins. Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar sýnir húsið og veitir nánari upplýsingar. Fyrirspurnir sendist á netfangið: esr@reykjavik.is Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í lokuðu umslagi merkt „Leiga á Korpuskóla“ í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir kl. 13.00 föstudaginn 28. ágúst 2020. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til leigu „Þegar við fengum tækifæri til að f lytja til Íslands ákváðum við að grípa það og freista þess að leita að betra lífi. Ég vissi nokkuð mikið um Ísland og var meðvitaður um fólksfjöldann og hvar á hnettinum landið er. Ég þekkti Eið Smára [Guð- johnsen] og Gylfa Þór [Sigurðsson]. Það er gaman að sjá að Eiður Smári sé farinn að þjálfa á Íslandi. Ég held hins vegar með Real Madrid, af því að Zinedine Zidane er uppáhalds- leikmaðurinn minn, þannig að ég studdi Eið Smára ekki þegar hann lék með Barcelona. Ég hélt hins vegar áður en ég kom hingað að hér væri töluð enska. Áður en ég kom hingað var ég þokkalegur í ensku, en ég hef lært hana betur á þeim árum sem ég hef verið hér. Þá er ég farinn að skilja íslensku að einhverju leyti og tala smávegis. Ég skil til dæmis hvað leikmenn eru að segja í kringum mig þegar ég er að dæma, en tjái mig á ensku við þá til baka. Það er ekki hægt að bera saman hvernig það er að dæma í Írak og hér á landi. Bæði er umhverfið allt annað meðan á leiknum stendur og í kringum leikina. Það er mikill hiti í leikjunum í Írak og allir brjál- aðir, alveg sama hvernig þú dæmir. Á Íslandi eru leikmenn og þjálf- arar vingjarnlegir og gera athuga- semdir við ákvarðanir þínar á mun hófstilltari hátt. Það eru svo dæmi þess að dómarar hafi verið líf látnir ef þeir hafa ekki dæmt ákveðnum liðum í hag,“ segir dómarinn. Kann Gunnari Jarli og Magnúsi miklar þakkir fyrir hjálpina „Fljótlega eftir að ég kom hingað kynntist ég Gunnari Jarli [Jónssyni] sem þekkir til í dómarabransanum. Gunnar Jarl kom mér í samband við KSÍ og þar var mér mjög vel tekið. Magnús [Jónsson], dómarastjóri KSÍ, hefur veitt mér verkefni. Það var svolítið leitt að þurfa að byrja frá botni í ljósi þeirrar reynslu sem ég hef, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég kann mjög vel við það hversu mikið Gunnar Jarl og Magnús hafa aðstoðað mig. Nú er ég að dæma í 4. og 3. deild karla og í 2. f lokki karla. Vonandi næ ég að sanna mig og færa mig upp um deildir sem fyrst. Ég ætla að taka þrekprófið fyrir næsta tímabil. Draumurinn er svo að dæma í efstu deild,“ segir þessi metnaðarfulli dómari. „Okkur líður mjög vel á Íslandi en við konan mín eigum tvær dætur og einn son. Elsta dóttirin er byrjuð í skóla og þau eru öll farin að tala góða íslensku. Börn eru ótrúlega snögg að læra ný tungumál. Ég er að vinna á Bæjarins bestu og við höfum komið okkur fyrir í Garða- bænum. Planið er að færa okkur til Reykjavíkur. Við sjáum fyrir okkur að búa hér áfram og værum vel til í að festa rætur hér. Ísland hefur tekið okkur opnum örmum,“ segir Ahmad. hjorvaro@frettabladid.is 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.