Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 2
Um var að ræða skjal sem unnið var upp úr gagnagrunni Verðlagsstofu skiptaverðs segir stofnunin nú í yfirlýsingu. Hafi Guðmundur þá ákveðið að flýja af vettvangi en Héðinn þegar hafið eftirför. Veður Suðvestan 13-23 m/s í dag, hvass- ast norðvestantil. Talsverð rigning á vestanverðu landinu og hiti 10 til 15 stig. Yfirleitt þurrt austanlands með hita á bilinu 18 til 25 stig. SJÁ SÍÐU 24 Að hætti Barcelona Krakkarnir í FC Barcelona fótboltaskólanum tóku vel á því á Kópavogsvelli í gær. Skólahaldið er frábrugðið því frá fyrri árum vegna COVID-19. Meðal annars eru allir þjálfarar hitamældir fyrir æfingar og bera þeir grímur. Þá er foreldrum bannað að fylgjast með og mega ekki fylgja börnum sínum inn á æfingasvæðið nema brýna nauðsyn beri til. En krakkarnir skemmta sér þó vel og verða reynslunni ríkari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag SKÁK Stórmeistarinn Héðinn Stein- grímsson var áminntur af dómstóli Skáksambands Íslands, en úrskurð- ur þess efnis var birtur á vef sam- bandsins í gær. Málið snýr að uppá- komu sem átti sér stað á skákmóti á vegum Taf lfélags Reykjavíkur í sumar og eftirmálum þess, en fyrir dómstólnum lá krafa um að Héðinn yrði dæmdur í allt að þriggja mán- aða keppnisbann vegna málsins. Tilvikið sem um ræðir átti sér stað á fyrsta skákmóti Brim-mót- araðarinnar sem fór fram í félags- heimili Taf lfélags Reykjavíkur í júní í sumar. Í óumdeildri úrslita- skák mótsins mættust landsliðs- mennirnir Héðinn og Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari. Héðinn og Guðmundur hafa marga hildi háð og skemmst er að minnast úrslitaskákar Íslandsmóts- ins árið 2017 þar sem Guðmundur hafði sigur eftir mikla baráttu og skaust fram úr Héðni í lokaumferð- inni. Þar var bardaginn útkljáður á borðinu, en á umræddu Brim-móti var engum leik leikið. Samkvæmt gögnum málsins mætti Héðinn nokkrum mínútum of seint og hafði skákklukkan þá verið gangsett. Hann settist við borðið og togaði til sín skákborðið en Guðmundur togaði á móti. Þar sem skákmennirnir gátu ekki komið sér saman um hvar skák- borðið væri nákvæmlega á miðju borðsins þá kölluðu þeir á skák- stjóra til að leysa málið. Þrátt fyrir mælingar skákstjóra var Héðinn ósáttur og eftir að nokkur þung orð voru látin falla yfirgaf hann skák- salinn í fússi. Eftir nokkra stund sneri hann aftur að skákborðinu og krafðist þess að skákin myndi hefjast aftur og skákklukkan yrði endurræst. Það féllst skákstjóri ekki á og yfir- gaf þá Héðinn skákstað. Skákin var dæmd töpuð á Héðin og síðar komst skákstjóri að þeirri niður- stöðu að vísa honum af mótinu fyrir óíþróttamannslega hegðun. Rimmunni var þó hvergi nærri lokið. Eftir fjaðrafokið ákvað Guð- mundur að ganga heim til sín í Ártúnsholtið. Hann tók lengri leið í gegnum Elliðaárdalinn og gekk þar beint í f lasið á Héðni. Í gögnum dómstólsins eru kepp- endur sammála um að það hafi verið helber tilviljun enda hafi þeir að minnsta kosti tvisvar áður mæst á göngu um dalinn. Þarna voru hins vegar tilfinning- arnar í botni og heldur Guðmundur því fram að Héðinn hafi ausið yfir sig svívirðingum, meðal annars um að hann væri svindlari, og að auki rifið í hann. Hafi Guðmundur þá ákveðið að flýja af vettvangi en Héðinn þegar hafið eftirför. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins heldur Héðinn því fram að upplifun Guðmundar af fundi þeirra sé bjöguð og röng. Þeir hafi vissulega haft orðaskipti en hegðun Héðins hafi ekki verið á nokkurn hátt ógnandi. Það liggur þó fyrir að Guðmund- ur stoppaði vegfarendur og fékk að hringja hjá þeim í lögreglu. Dómstóll Skák sambandsins komst að þeirri niðurstöðu að um tvö aðskilin atvik væri að ræða. Ákvað dómstóllinn að áminna Héðin fyrir hegðun sína í skáksal en fundurinn í Elliðaárdal hafi verið fyrir utan lögsögu dómstólsins. bjornth@frettabladid.is Áminntur eftir að upp úr sauð á skákmóti Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson var áminntur af dómstóli Skáksam- bands Íslands eftir deilur við andstæðing á skákmóti um staðsetningu skák- borðsins. Þeir hittust óvænt sama dag í Elliðaárdal og þar sauð upp úr. Héðinn og Guðmundur hafa marga hildi háð við skákborðið. MYND/AÐSEND STJÓRNSÝSLA Verðlagsstofa skipta- verðs tók saman upplýsingar um karfaútf lutning áranna 2010 og 2011 og sendi úrskurðarnefnd sjó- manna og útvegsmanna vegna athugunar á máli sem var til umfjöllunar hjá nefndinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Verðlagsstofa skiptaverðs sendi frá sér í gær vegna ásakana Samherja á hendur RÚV og frétta- manninum Helga Seljan um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar um fyrirtækið árið 2012. Í yfirlýsingunni segir að um hafi verið að ræða excel-skjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er taf la sem sýnir allan útf lutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverð- mæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla og ekki lagt efnislegt mat á þær upp- lýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012. – ab Samantekt um karfaútflutning Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfa. BRETLAND Breska ríkisstjórnin mun á næstu dögum endurskoða lista þeirra ríkja þaðan sem far- þegar þurfa ekki að fara í fjórtán daga sóttkví eftir að koma frá. Talið er líklegt að allt að 14 ríki verði tekin af listanum vegna fjölgunar COVID-19 tilfella, þar á meðal á Íslandi. Af þessum ríkjum sem eru til skoðunar eru Frakkar efstir á lista. Þar hefur tilfellum fjölgað úr á hverja 100 þúsund íbúa í 18 á aðeins einni viku. En Frakkland er einn allra vinsælasti ferðamanna- staður Breta og þar eiga margir sumarhús. Til samanburðar þá eru tilfellin 12 á hverja 100 þúsund í Portúgal og farþegar þaðan verða að fara í sóttkví. Er því líklegt að Frakk- land, Ísland, Danmörk, Holland, Pólland, Tékkland og f leiri ríki sem eru með hærra hlutfall en Portúgal verði tekin af listanum. – khg Ísland líklega af komulista Breta 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.