Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 50
ALLAR FLÓÐGÁTTIR
STÓÐU OPNAR EFTIR
SLEITULAUSA VINNU OG
SVEFNLAUSAR NÆTUR, ÞÁ
BIRTAST MANNI OFT BESTU
LÖGIN.
Ása
„Við höfðum
meiri tíma og
svigrúm til að
vinna að plöt-
unni á okkar
forsendum.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Skúlptúr
eftir Katrínu og
mynd eftir Ásu
prýðir plötuum-
slag Ride the
Fire. Í dag kemur út lagið Prince með hljómsveitinni Mammút. Lagið var það síðasta sem kom út úr hljóðversvinnu við gerð nýjustu plötu þeirra, Ride the Fire.
„Það hafði blundað bak við augu
og eyru gegnum allt upptökuferlið
en við fundum því ekki réttan far
veg fyrr en í blálokin. Það er upp
gjör, leikur, háð. Allar f lóðgáttir
stóðu opnar eftir sleitulausa vinnu
og svefnlausar nætur, þá birtast
manni oft bestu lögin. Þau banka
upp á þegar ritskoðunin er engin
og orkunotkunin hefur færst frá
höfði yfir í hendur. Við lágum yfir
gítarsólóinu í marga daga og töldum
okkur hafa fundið hið fullkomna
gítarsánd,“ segir Ása Dýradóttir,
bassaleikari sveitarinnar.
Undarlegir tímar
Platan var tekin upp og pródúseruð
af Árna Hjörvari Árnasyni, sem er
mjög náinn hljómsveitinni.
„Ása var búsett með honum í
London áður en vinna við plötuna
hófst, og við ákváðum að gera þetta
með honum þar sem við vorum nú
þegar að vinna mikið að tónlist
saman. Hann tók áður upp ábreið
una okkar af Believe í London árið
2017 og hefur verið okkar allra
handa samstarfsfélagi síðan þá.
Auk þess að taka upp Ride the
Fire, hefur hann verið okkur innan
handar sem hljóðmaður á túr, leikið
í myndböndum og syngur svo með
mér í viðlagi Prince,“ segir Katrína
Mogensen, söngkona Mammút.
„Við gátum ekki ímyndað okkur
Allar flóðgáttirnar stóðu opnar
Lagið Prince með hljómsveitinni Mammút kemur út í dag. Von er á breiðskífunni Ride the Fire í október.
Platan frestaðist vegna COVID-19. Stöllurnar segja undarlega tíma eflaust hafa kennt mörgum að leita inn á við.
að taka þessa plötu upp með öðrum
en honum, hann er besti pródú
serinn og ferðafélagi okkar síðustu
árin,“ segir Ása.
Ása og Katrína ákváðu að gera
tónlistarmyndband við lagið Prince
sjálfar, frekar en að leita annað.
„Við lögðum upp með heljarinnar
„storyboard“ og áform um hina og
þessa heima, sem við eimuðum svo
yfir í einfalt samtal tveggja kar
aktera. Við vildum prófa að gera
þetta bara tvær í rólegheitum, án
útskýringa, funda eða ágreinings.
Við fengum svo Línu Thoroddsen
til að klippa efnið með okkur. Ætli
undarlegu tímarnir í ár fái mann
ekki í auknari mæli til þess að leita
inn á við, skoða verkfærin sín og
þróa með sér getu til að nota þau,“
segir Ása.
Vilja ekkert miðjumoð
Útlit plötunnar og fylgiefni hönn
uðu meðlimirnir sjálfir.
„Þar sem við erum búin að mar
ínerast í svo mörg ár sem listakoll
ektív og þróa á milli okkar ákveðna
lífssýn og heimspeki getur verið
erfitt fyrir okkur að innleiða vinnu
utanaðkomandi aðila, nema útkom
an endi í miðjumoði,“ segir Ása.
„Við Ása og Alexandra erum allar
faglærðar ýmist í myndlist eða graf
ískri hönnun, svo við metum það
svo að við séum bestar í verkið. Við
höfum alltaf séð um listina og útlit
sem fylgir útgáfunum og munum
veiða áfram úr þeim sýrupolli sem
er á milli okkar. Áfram veginn og
treystum engum,“ segir Katrína.
Upphaf lega stóð til að Ride the
Fire kæmi út í vor og að hljóm
sveitin myndi svo túra yfir sumarið.
Heimsfaraldurinn setti þó strik í
reikninginn og útgáfunni var því
frestað fram í október.
„Svo krossar maður bara fingur
og vonar að sumarfestivölin eigi
sér stað 2021, þó að útlitið sé svart.
Við höfum eytt árinu í að hlúa að
útgáfunni og umgjörð hennar, í
bland við að hlúa að börnum og
buru, en Mammútabörnin eru núna
í þúsundatali og krefjast mikillar
athygli, stór og loðin,“ segir Ása.
Traustið mikilvægt
Vinnan að baki plötunni stóð yfir
í tvö ár.
„Hún fól í sér samtíning af ein
staklingsvinnu milli landa, og
afrakstur vinnulota, þar sem við
komum saman í stúdíói eða æfinga
rými í London eða Reykjavík,
tókum upp, púsluðum og gerðum
endalausar tilraunir. Svo skildust
alltaf leiðir inn á milli og hægt var
að virða efnið fyrir sér og breyta og
bæta þegar næsta lota hófst. Þegar
traustið er mikið milli einstaklinga
er þetta rosalega þægileg vinnu
aðferð,“ segir Ása.
„Já, traustið á ferlið og efnið þarf
líka að vera til staðar, engar hug
myndir eru tilgangslausar, annað
hvort þarf að klæða þær í búning
eða leyfa þeim að umbreytast í
öðrum útsetningum,“ segir Katrína.
Höfðu meira svigrúm
Áður hafa þau líkt plötunni við
ferðalag ofan í kanínuholu.
„Við stigum inn í ferlið eins og
svampar, svona duglegir svampar.
Tilbúin að skoða allt það sem á
okkar vegi varð og vinna hörðum
höndum. Við lögðum ekki upp með
neinn fyrir fram áætlaðan strúktúr
eða hljóðheim, heldur notuðum for
vitnina og tímann sem vopn,“ segir
Ása
„Þessi plata var líka frábrugðin
þeirri á undan, Kinder Versions,
að því leytinu til að við höfðum
meiri tíma og svigrúm til að vinna
að henni á okkar forsendum. Við
vorum ekki að eltast við ákveðna
útkomu heldur bara að njóta leiks
ins og kafa dýpra,“ segir Katrína.
„Og þar sem allir áætlaðir tónleik
ar virðast sífellt falla niður, höldum
við bara áfram að krukka í eigin
sjón, og hljóðræna drullumalli,
það verður gaman að fylgjast með
útgáfu f lórunni í tónlistarbrans
anum 2021,“ bætir Ása við.
Lagið Prince kemur út í dag á
öllum helstu streymisveitum. Plat
an Ride the Fire kemur út í október.
Útgáfutónleikar verða tilkynntir
síðar. steingerdur@frettabladid.is
1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ